„Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist“ Bænastund fór fram í Ástjarnarkirkju í gær fyrir drenginn sem lést í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudag. Prestur í kirkjunni segir foreldra drengsins hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem mættu. 1.11.2023 11:53
„Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. 31.10.2023 23:01
Vel undirbúin fari að gjósa Sérfræðingar Veðurstofunnar telja ekki útilokað að kvika nái að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna norðvestur af Þorbirni skammt frá Bláa lóninu. Framkvæmdastjóri lónsins segir starfsmenn þess reiðubúna ef það fer að gjósa. Jarðskjálftahrina á svæðinu í dag þykir skýrt merki um kvikuhlaup. 31.10.2023 20:00
Með áætlanir gjósi í Svartsengi Kvikusöfnun heldur áfram nærri Svartsengi og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir fyrirtækið með viðbragðsáætlun komi til eldgoss. Stjórnendur funduðu með almannavörnum í dag. 30.10.2023 23:53
Stýrivaxtahækkanir farnar að bera árangur Verðbólga hjaðnar um 0,1 prósentustig milli mánaða og stendur nú í 7,9 prósentum. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir mælinguna ekki koma á óvart og að ljóst sé að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans séu farnar að bera árangur. 30.10.2023 11:40
Verðbólga hjaðnar um 0,1 prósentustig Vísitala neysluverðs hækkar um 0,6 prósent milli mánaða. Er verðbólga því 7,9 prósent á ársgrundvelli og hjaðnar um 0,1 prósentustig milli mánaða. 30.10.2023 09:21
Of margar konur sem fá ekki stuðning Kvennaverkfallið hófst formlega á miðnætti en fyrstu afleiðingar þess mátti sjá í morgun. Umferð um götur Reykjavíkur var lítil sem engin og eru margir vinnustaðir ansi tómlegir. Þá eru ýmsir vinnustaðir lokaðir í dag vegna verkfallsins, svo sem sundlaugar, skólar og bókasöfn. 24.10.2023 11:08
Atvinnurekendur verði að upplýsa konur af erlendum uppruna Kvennaverkfallið fer fram á morgun og hafa allar konur og kvár verið hvött til þess að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. Fjölmargir vinnustaðir hafa tilkynnt að þeir styðji sína starfsmenn og hafa undirbúið skerta starfsemi á morgun, svo sem flugfélögin, heilsugæslan og sundlaugar. 23.10.2023 12:12
Íslensk stjórnvöld stútfull af hræsni Fjölmenn samstöðuganga var gengin til stuðnings Palestínu í dag. Gangan endaði á kröftugum samstöðufundi á Austurvelli. Einn mótmælenda segir íslensk stjórnvöld hræsnara. 22.10.2023 19:14
Vinstri beygjan við Eiðsgranda aldrei í hættu Vinstri beygjan af Hringbraut á Eiðsgranda við JL-húsið er ekki í hættu líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur haldið fram. Beygjan sem lagt er til að hverfi er úr porti nokkrum metrum frá hringtorginu. 22.10.2023 12:18