Óttast að Quang Le hafi samband við þolendur Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2024 19:08 Saga Kjartansdóttir er verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ segist vera undirbúin undir það ef Quang Le hafi samband við brotaþola. Vísir Verkefnastjóri hjá ASÍ óttast að Quang Le muni reyna að hafa samband við meinta mansalsþolendur í máli hans. Ábendingum þeirra til lögreglu um mansal á Íslandi fjölgar ört. Á fimmtudag réðst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í aðgerðir á Gríska húsinu á Laugavegi. Fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum, ásamt fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar. Lögreglumennirnir voru með fíkniefnaleitarhund meðferðis. Þrír voru handteknir í aðgerðunum grunaðir um vinnumansal. Þá voru tveir aðrir handteknir á nuddstofu í Reykjavík í síðustu viku, einnig grunaðir um mansal. Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ, fagnar því að lögreglan sé komin í átak hvað varðar mansalsmál. „Við, ASÍ og stéttarfélögin, sendum töluvert mikið af ábendingum til lögreglu. Við höfum alltaf gert það, í gegnum síðustu ár höfum við sent þónokkrar á ári. Þeim hefur farið fjölgandi eftir aðgerðirnar til mars. Þá höfum við verið að senda og fá fleiri ábendingar,“ segir Saga. Ábendingarnar eru af ýmsum toga. „Við erum líka að fá, sem er kannski verðmætast, innan úr fyrirtækjum frá starfsfólki sjálfu. Sem er í slæmum aðstæðum og veit ekki hvernig það á að losna. Ég held að það sé af því að fólk hefur séð að niðurstaðan sé ekki endilega sú að þú sért sendur úr landi eða missir réttinn til að dvelja og vinna á Íslandi. Heldur er hægt að fá einhverja aðstoð,“ segir Saga. Stærsta mansalsmál Íslandssögunnar átti sér stað á þessu ári þegar átta manns voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á starfsemi athafnamannsins Quang Le. Honum var nýlega sleppt úr haldi og óttast Saga að hann reyni að hafa samband við þolendurna. „Þannig að við upplýstum meinta þolendur um það rétt áður, þannig þau vissu af því. Við erum auðvitað búin að margendurtaka og ítreka að þeim ber ekki að borga honum neinar skuldir eða svoleiðis. Við erum tilbúin að vera með viðbrögð ef til þess kemur, ef hann er að reyna að hafa áhrif á þolendurna,“ segir Saga. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mansal Lögreglumál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Á fimmtudag réðst lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í aðgerðir á Gríska húsinu á Laugavegi. Fjöldi lögreglumanna tók þátt í aðgerðunum, ásamt fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og Tollgæslunnar. Lögreglumennirnir voru með fíkniefnaleitarhund meðferðis. Þrír voru handteknir í aðgerðunum grunaðir um vinnumansal. Þá voru tveir aðrir handteknir á nuddstofu í Reykjavík í síðustu viku, einnig grunaðir um mansal. Saga Kjartansdóttir, verkefnastjóri vinnumarkaðssviðs ASÍ, fagnar því að lögreglan sé komin í átak hvað varðar mansalsmál. „Við, ASÍ og stéttarfélögin, sendum töluvert mikið af ábendingum til lögreglu. Við höfum alltaf gert það, í gegnum síðustu ár höfum við sent þónokkrar á ári. Þeim hefur farið fjölgandi eftir aðgerðirnar til mars. Þá höfum við verið að senda og fá fleiri ábendingar,“ segir Saga. Ábendingarnar eru af ýmsum toga. „Við erum líka að fá, sem er kannski verðmætast, innan úr fyrirtækjum frá starfsfólki sjálfu. Sem er í slæmum aðstæðum og veit ekki hvernig það á að losna. Ég held að það sé af því að fólk hefur séð að niðurstaðan sé ekki endilega sú að þú sért sendur úr landi eða missir réttinn til að dvelja og vinna á Íslandi. Heldur er hægt að fá einhverja aðstoð,“ segir Saga. Stærsta mansalsmál Íslandssögunnar átti sér stað á þessu ári þegar átta manns voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á starfsemi athafnamannsins Quang Le. Honum var nýlega sleppt úr haldi og óttast Saga að hann reyni að hafa samband við þolendurna. „Þannig að við upplýstum meinta þolendur um það rétt áður, þannig þau vissu af því. Við erum auðvitað búin að margendurtaka og ítreka að þeim ber ekki að borga honum neinar skuldir eða svoleiðis. Við erum tilbúin að vera með viðbrögð ef til þess kemur, ef hann er að reyna að hafa áhrif á þolendurna,“ segir Saga.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Mansal Lögreglumál Vinnumarkaður ASÍ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira