Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kenndi Kelly Clarkson að bera fram Lauf­ey og Björk

Tónlistarkonan og þáttastjórnandinn Kelly Clarkson fékk rísandi súperstjörnuna Laufeyju í heimsókn til sín í þáttinn Kelly Clarkson Show á dögunum. Virtust þær stöllur ná vel saman en Clarkson átti þó ansi erfitt með framburð á nafni Laufeyjar.

Gústi B fann ástina hjá Haf­dísi Sól

Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn, jafnan þekktur sem Gústi B, er genginn út. Kærastan heitir Hafdís Sól, fyrrum fimleikadrottning og nemi í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Sömuleiðis er hún besta vinkona Friðþóru kærustu súkkulaðistráksins Patriks Atlasonar, sem er besti vinur Gústa B. 

DJ goð­sögn stýrði trylltum dansi

Plötusnúðurinn DJ Shadow kom fram í Gamla Bíói síðastliðið fimmtudagskvöld og skemmti troðfullum sal af dansþyrstum gestum. Uppselt var á tónleikana og var plötusnúðurinn í skýjunum með kvöldið.

Leyfir bumbunni að njóta sín á með­göngunni

Fyrirsætan og förðunarmógúllinn Hailey Bieber er tískufyrirmynd margra en tæplega 53 milljónir fylgja henni á samfélagsmiðlinum Instagram. Hailey og Justin Bieber eiginmaður hennar eiga von á barni og hefur meðgöngustíll hennar vakið mikla athygli, þar sem hún fer eigin leiðir og er ótrúlega smart.

„Hluti af heild sem við skiljum ekki“

„Í gegnum þessa rannsókn vonast ég til þess að draga fram ró og jafnvægi,“ segir myndlistarmaðurinn Unnar Ari Baldvinsson. Hann opnar sýningu í versluninni La Boutique Design að Mýrargötu næstkomandi föstudag. Blaðamaður ræddi við Unnar Ara en verk hans, sem einkennast gjarnan af einföldum formum og sterkri litanotkun, hafa vakið athygli á síðastliðnum árum.

Féll kylli­flatur fyrir ein­lægni Taylor Swift

Ástarsamband ruðningsleikmannsins Travis Kelce og súperstjörnunnar Taylor Swift hefur vakið mikla athygli um allan heim enda er Swift ein frægasta kona jarðar um þessar mundir, með fjórtán Grammy verðlaun undir beltinu. Kelce ræddi opinskátt um ástina í hlaðvarpsviðtali á dögunum þar sem hann opnar sig meðal annars um það hvernig hann féll fyrir poppstjörnunni.

Skvísuviðburður þar sem hátískuflíkum rigndi yfir gesti

Fatamarkaður Regn var haldinn með pomp og prakt um síðastliðna helgi á Hafnartorgi þar sem tískuunnendur, skvísur landsins og nokkrir hundar sameinuðust í að skoða ýmsar gersemar. Regn er forrit sem endurselur notuð föt og ákváðu forsvarskonur Regn að færa þetta frá skjánum yfir í raunheima um stund.

Sjá meira