Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þrífst vel í brjálaðri vinnu­menningu í New York

„Stundum hef ég verið að vinna tíu daga í röð án þess að fatta það og þarf þá að anda í smá stund,“ segir þrívíddarhönnuðurinn María Guðjohnsen. Hún hefur verið búsett í New York undanfarin ár og tekið þátt í ýmsum spennandi verkefnum á borð við hina virtu listahátíð Art Basel í Miami.

„Leyfðu öðrum að njóta lífsins og klæða sig eins og það vill“

Samfélagsmiðlastjórinn Mariane Sól Úlfarsdóttir elskar tískuna og tileinkar sér vistvænar leiðir í fatavali. Hún er í hópi kvenna sem standa fyrir forritinu Regn sem selur notuð föt, elskar að klæða sig upp og 35 ára gamall jakki er í algjöru uppáhaldi hjá henni. Mariane er viðmælandi í Tískutali.

Sam­tal við mömmu sem olli straum­hvörfum

„Ef ég lít til baka þá sé ég að ég var alltaf að búa eitthvað til og skapa. Ég var alltaf að gera eitthvað skapandi en það var enginn að segja mér að fara þessa leið,“ segir listamaðurinn Loji Höskuldsson, sem hefur skrifað nafn sitt með j-i síðan í grunnskóla. Loji er með á samsýningu sem opnar í nýju rými Gallery Port á laugardaginn og eru verkin hans gríðarlega eftirsótt. 

Er skipulagsfrík og tekur reglu­lega til í töskunni

Kírópraktorinn og smekkmaðurinn Guðmundur Birgir Pálmason, jafnan þekktur sem Gummi Kíró, leggur mikið upp úr því að halda góðu skipulagi á töskunum sínum. Hann er viðmælandi í liðnum Hvað er í töskunni þinni? 

Skrifaði undir draumasamninginn og hlakkar til að spila er­lendis

„Mér líður best þegar að ég er að spila og það er flæði, þar sem ég er ekki að hugsa of mikið. Það fékk að njóta sín á þessari plötu,“ segir tónlistarmaðurinn Mikael Máni, sem var að skrifa undir plötusamning við útgáfufyrirtækið Act í Þýskandi.

Vill bæði geta verið skvísa og gæi

Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Binni Glee sló upphaflega í gegn á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem hann var að sýna frá förðun. Binni segist ekki hafa séð marga stráka mála sig á þeim tíma en segir fjölbreyttar fyrirmyndir skipta miklu máli. 

Konurnar á bak við Bríeti

Íslenska stórstjarnan Bríet er þekkt fyrir öfluga sviðsframkomu sína og tjaldar öllu til þegar að það kemur að hári, förðun og fatnaði. Á bak við Bríeti eru þrjár öflugar listakonur sem þróa með henni þessi mjög svo einstöku lúkk en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá samstarfinu.

Sjá meira