Tengir hjartagalla við það að geta ekki elskað Hljómsveitin Hipsumhaps var að senda frá sér lagið „Hjarta“. Er um að ræða aðra smáskífu af væntanlegri plötu og er laginu lýst sem „indie-skotnum“ óð til einmana flagara sem veltir fyrir sér hvort það sé eitthvað að eigin heilsufari, nánar tiltekið hjartanu, þegar kemur að erfiðleikum í málefnum ástarinnar. 11.8.2023 11:31
Lögðu alltaf áherslu á fjölskylduna í Gleðigöngunni Sjónvarpsstjörnurnar og lífskúnstnerarnir Beggi og Pacas tóku þátt í Gleðigöngunni tíu ár í röð og segja gleðina alltaf hafa staðið upp úr. Blaðamaður fékk þá til að rifja upp eftirminnileg augnablik en þeir eru nú búsettir í sólinni á Spáni. 11.8.2023 07:00
„Vorum ekki lengur nafnlaus og í felum í dimmum skúmaskotum“ „Þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði samstöðu og stuðning frá almenningi í almannarými. Tilvera okkar var ekki lengur einhver dularfull flökkusaga í lausu lofti og stuðningurinn ekki bara eitthvað hvísl í lokuðu rými,“ segir stórstjarnan Páll Óskar í samtali við blaðamann þar sem hann rifjar upp sína fyrstu Gleðigöngu. 10.8.2023 07:00
„Augnablik sem ég gleymi aldrei svo lengi sem ég lifi“ „Kvíðahnúturinn leystist upp og breyttist í eitthvað allt annað. Ég greip í höndina á manninum mínum og kyssti hann. Svo fór ég að hágráta. Það var eins og allir erfiðleikarnir, allt strögglið væri tekið frá okkur á augabragði og eftir stóð bara frelsistilfinning og gleði,“ rifjar fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson upp í samtali við blaðamann um Gleðigönguna. 9.8.2023 07:01
„Það á ekki að vera ströggl að koma út úr skápnum“ „Frá því ég var lítill hef ég vitað að ég sker mig einhvern veginn úr. Ég fann að ég var öðruvísi,“ segir raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn, jafnan þekktur sem Binni Glee. Blaðamaður hitti hann í kaffi og fékk að heyra hans sögu, meðal annars frá því hvernig hann kom út úr skápnum, hvernig það er að vera hinsegin fyrirmynd í íslensku samfélagi, að spegla sig í öðrum og átta sig á því hver og hvernig maður er. 8.8.2023 07:01
Voru sammála um að Þjóðhátíð væri besta partý sögunnar Tónlistarmennirnir Háski og Disco Curly voru að senda frá sér lagið „Besta Partý Ever“ sem fjallar einfaldlega um alvöru partý. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. 6.8.2023 17:00
„Í dag finnst mér kvenlegur fatnaður ekki síður valdeflandi“ Kvikmyndagagnrýnandinn og lífskúnstnerinn Jóna Gréta Hilmarsdóttir getur litið á hvaða áfangastað sem er sem tískusýningu þar sem þú ætlar að skilja fólk eftir agndofa. Hún segir tískuna geta verið vopn gegn fyrirmótuðum hugmyndum, sækir tískuinnblásturinn meðal annars til sjónvarpsþáttanna Beðmál í borginni og er enn þekkt af sumum sem stelpan með röndóttu húfuna. Jóna Gréta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 5.8.2023 11:30
„Tónlistin er það sem gerir lífið þess virði að lifa því“ „Tónlist hefur alltaf verið svo sjálfsagður partur af lífi mínu. Það hafði auðvitað mikil áhrif á mig að pabbi minn, Kristján Eldjárn heitinn, starfaði sem gítarleikari þannig að tónlistin var alltaf mjög stór partur af heimilislífinu og það er eitthvað sem ég er mjög þakklát fyrir,“ segir tónlistarkonan Unnur Sara Eldjárn. Blaðamaður ræddi við hana um tónlistina og lífið í Suður Frakklandi, þar sem hún er búsett. 1.8.2023 07:01
Tekur alltaf stresspissið rétt áður en hann stígur á svið Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti trónir staðfastur á toppi Íslenska listans á FM957 fjórðu vikuna í röð með lagið Þúsund hjörtu. Blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra hvernig hann er stemmdur tæpri viku fyrir stóru stundina. 29.7.2023 17:01
„Ég hef aldrei nennt að „fitta“ inn“ Lífskúnstnerinn, fótboltamaðurinn og fatahönnuðarneminn Birnir Ingason hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í klæðaburði og hefur hreinlega gaman að því þegar fólk gerir athugasemdir við fataval sitt. Hann segist þó hafa þróast í aðra átt með árunum þar sem hann sækir nú minna í lætin og meira í þægindi og hagkvæm kaup. Birnir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 29.7.2023 11:31