Hinstu skilaboðin voru þau að hafa áfram gaman „Ég held að þetta verði ógleymanlegt kvöld,“ segir Berglind Häsler, ekkja Svavars Péturs Eysteinssonar heitins, jafnan þekktur sem ástsæli listamaðurinn Prins Póló. Berglind, Björn Kristjánsson og Benni Hemm Hemm eru í listrænni stjórn Havarí og standa fyrir Hátíð hirðarinnar, stórum minningartónleikum fyrir Svavar Pétur á afmælisdegi hans 26. apríl næstkomandi. Blaðamaður ræddi við Berglindi. 2.4.2023 07:00
Birgir Örn úr Idolinu líklegur til vinsælda Tónlistarmaðurinn Birgir Örn vakti athygli í Idol seríu Stöðvar 2 í vetur en hann komst í átta manna úrslit, þar sem hann flutti frumsamið lag sem ber heitið Found Each Other. Lagið var í þessari viku kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957. 1.4.2023 17:01
„Myndi ekki vilja láta finna mig dauða í ýmsum flíkum“ Búningahönnuðurinn og listamaðurinn Sylvía Dögg Halldórsdóttir, jafnan þekkt sem Sylvía Lovetank, hefur alla tíð verið samkvæm sjálfri sér í fatavali. Hún segir mikilvægast að hlusta á hjartað þegar það kemur að persónulegum stíl en tíska er órjúfanlegur hluti af lífi hennar og starfi. Sylvía Lovetank er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1.4.2023 11:31
Snæfríður Ingvars frumsýnir sitt fyrsta tónlistarmyndband Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Lilies sem leikkonan og tónlistarkonan Snæfríður Ingvarsdóttir var að gefa út. 30.3.2023 10:00
Mikilvægt að konur af erlendum uppruna fái að segja sínar sögur sjálfar „Aðalmarkmið okkar er að skapa vettvang þar sem raddir kvenna af erlendum uppruna fá að heyrast á þeirra eigin forsendum,“ segir Chanel Björk, sem er einn af stofnendum samtakanna Hennar rödd. Samtökin standa fyrir ráðstefnu um konur af erlendum uppruna í listum. Verður hún haldin í Borgarleikhúsinu á laugardaginn næstkomandi og er um að ræða fjölbreytta dagskrá sem einkennist af erindum, pallborðsumræðum, vinnustofum og frumsýningu á verki. 28.3.2023 16:05
Tuttugu ár í bransanum: „Af öllu sem ég hef skapað er ég stoltastur af börnunum mínum“ „Ég er búinn að vera að gera tónlist lengur en ég man eftir mér,“ segir tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr, jafnan þekktur sem Emmsjé Gauti. Hann er nú í óðaönn að skipuleggja tuttugu ára rappafmælis tónleika sína nú í vor í Gamla Bíó en árið 2002 kom hann fyrst fram og var það á Rímnaflæði. Blaðamaður hitti hann í kaffi og fékk að heyra nánar frá síðustu tuttugu árum. 26.3.2023 08:00
Loreen mætt á Íslenska listann Sænska tónlistarkonan Loreen er komin inn á Íslenska listann á FM957 með lagið sitt Tattoo. Er um að ræða framlag hennar til Eurovision í ár þar sem hún keppir í annað sinn fyrir hönd Svíþjóðar. 25.3.2023 17:02
„Ætlaði sko ekki að falla inn í hópinn“ Tónlistarmaðurinn, stærðfræði séní-inn og lífskúnstnerinn Kjalar söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar í Idolinu í vetur þar sem hann hafnaði öðru sæti. Kjalar hefur einnig vakið mikla athygli fyrir einstakan stíl sinn en hann elskar litríkar flíkur og er að eigin sögn duglegur að ögra sér í fatavali. Kjalar er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 25.3.2023 07:01
Afhjúpa ýmsar perlur í tilefni af 50 ára afmæli Kjarvalsstaða Á morgun, föstudaginn 24. mars, eru liðin 50 ár frá því að Kjarvalsstaðir voru vígðir en byggingin er sú fyrsta á Íslandi sem var sérstaklega hönnuð og byggð til almennra myndlistarsýninga á Íslandi. Listasafn Reykjavíkur opnar við það tilefni sýninguna Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld, þar sem sýndar verða perlur myndlistar úr safneign Listasafnsins, eftir marga af þekktustu listamönnum Íslendinga. 23.3.2023 10:00
Fékk ljós að láni hjá Salvador Dali Myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir er óhrædd við að nálgast óþægileg viðfangsefni í list sinni. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni þar sem verk Siggu Bjargar eiga í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún deilir sínum skapandi hugarheimi ásamt skemmtilegum sögum. 23.3.2023 07:01