Almannavarnir sendu óvart SMS-skilaboð til íbúa á höfuðborgarsvæðinu SMS-skilaboð frá almannavörnum sem voru ætluð vegfarendum í námunda við Keili og Fagradalsfjall dreifðust um of stórt svæði og voru meðal annars send í símtæki í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu. Í skilaboðunum var ítrekað að enn væri varhugavert að vera nálægt Keili og Fagradalsfjalli. 17.3.2021 17:58
Vonast til að leysa deilur um uppbyggingu fjölbýlishúsa með íbúakosningu Íbúakosning mun fara fram í lok maí um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Oddeyri á Akureyri. Var þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Aðalskipulag svæðisins hefur reynst umdeilt í nokkurn tíma en sumir íbúar hafa gagnrýnt hugmyndir um byggingu hárra fjölbýlishúsa innan um lágreista byggð niðri við bryggjuna á Akureyri. 17.3.2021 00:00
Bóluefni AstraZeneca veitir einungis tíu prósenta vernd gegn suðurafríska afbrigðinu Bóluefni AstraZeneca við Covid-19 veitir mjög takmarkaða vörn gegn vægum veikindum af völdum suðurafríska afbrigðis kórónuveirunnar, ef marka má rannsókn sem birt var í dag. 16.3.2021 23:41
Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki tryggir sér þriggja milljóna dala fjármögnun Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Menlo Ventures hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Fractal 5, sem er að þróa nýjan hugbúnað á sviði samskiptatækni. 16.3.2021 21:39
Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. 16.3.2021 20:54
Hið sænska Nordtech Group festir kaup á InfoMentor Sænska fjárfestingafyrirtækið Nordtech Group AB fest kaup á öllu hlutafé í íslenska náms- og upplýsingatæknifyrirtækinu InfoMentor. Framkvæmdastjóri InfoMentor segir að kaupunum fylgi engar sérstakar breytingar á rekstrinum hér á landi eða í umhverfi starfsfólks fyrirtækisins. 16.3.2021 18:58
Líklegasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagradalsfjalli Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum. 16.3.2021 18:16
Tvö björgunarskip og TF-EIR kölluð út vegna vélarvana báts Rétt upp úr klukkan fjögur í dag voru tvö björgunarskip og TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna vélarvana báts. Átta eru um borð en báturinn er staddur í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum. 16.3.2021 17:04
Brugðist fólkinu sem hafi byggt upp íslenskt samfélag Dóttir aldraðs manns með heilabilun segir kerfið hafa brugðist honum og gagnrýnir það fyrir taka ekki betur mið af þörfum sjúklinga. 79 ára faðir hennar hefur glímt við mikil veikindi frá haustinu 2019 og hefur hún beðið í eitt og hálft ár eftir því að hann fái hvíldarinnlögn eða pláss á hjúkrunarheimili. 16.3.2021 00:07
Kynna hugsanleg næstu skref á fimmtudag Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun á fimmtudag ræða niðurstöður athugunar á mögulegum aukaverkunum bóluefnis AstraZeneca við Covid-19 og ræða hugsanleg næstu skref. 15.3.2021 19:52