Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þessar breytingar á sam­komu­banni tóku gildi á mið­nætti

Ný reglu­gerð heil­brigðis­ráð­herra um sam­komu­tak­markanir vegna kórónu­veirufar­aldursins tók gildi á mið­nætti en í breytingunum felst meðal annars að krám, skemmti­stöðum og spila­kassa­sölum verður heimilt að opna á ný að upp­fylltum skil­yrðum.

George Shultz látinn 100 ára að aldri

George P. Shultz, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lést í gær 100 ára að aldri. Shultz spilaði lykilhlutverk í því að bæta samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á meðan hann gegndi stöðu utanríkisráðherra í ríkisstjórn Ronald Reagan og hjálpaði þannig til við að binda enda á Kalda stríðið.

Vöðva­bólgan reyndist vera heila­blæðing eftir að hún vaknaði blóðug á gólfinu

Hin 39 ára Kidda Svarfdal vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hún fann allt í einu fyrir yfirþyrmandi verk í höfðinu. Eftir að hafa verið greind með slæma vöðvabólgu í kjölfarið vaknaði hún nokkrum dögum síðar blóðug á gólfinu heima hjá sér. Kom þá í ljós að heilablæðing skýrði þá miklu verki sem hún hafi þurft að þola og henni komið skjótlega í skurðaðgerð.

Björgunar­sveitir kallaðar út vegna konu sem datt á Grímans­­felli

Björgunarsveitir voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynning barst frá göngufólki á Grímansfelli í Mosfellsdal vegna konu sem hafði dottið og slasast á fæti ofarlega í hlíðum fjallsins. Björgunarsveitarfólk úr sveitum í Mosfellsbæ og Reykjavík hefur verið sent á staðinn auk sjúkraflutningamanna frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Allar til­tækar bjargir notaðar við leitina

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur nú til meðferðar mál fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað er í Pakistan og er starfsfólk borgaraþjónustunnar í sambandi við fjölskyldu hans.

Beint: Reynir við heims­met í rétt­­stöðu­­lyftu

Einar Hansberg Árnason ætlar að reyna að bæta heimsmetið fyrir samanlagða þyngd í réttstöðulyftu á einum sólarhring. Stefnir hann að því að taka 60 kíló í réttstöðu í 8.690 lyftum sem samsvara samtals 521 tonni.

Trúa því að þeir séu það sterkt teymi að það sé á­stæða til að vera bjart­sýn enn þá

Umfangsmikil leit stendur nú yfir að fjallgöngumanninum John Snorra og tveimur félögum hans á fjallinu K2 í Pakistan en ekkert hefur heyrst til þeirra í á annan sólarhring. Þyrlur hersins hafa verið notaðar við leitina og reyna á að nýta gervihnetti. Fjölskylduvinur segir fjölskyldu og vini trúa því John Snorri og Ali, sem er með honum á fjallinu, séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá.

Sjá meira