Allt að 9 stiga frost en mildara veður á næstunni Í dag er spáð suðaustan- og austanátt, 5 til 10 metrum á sekúndu en 10 til 15 við suðurströndina. Él sunnan- og austanlands, en víða bjartviðri á Norðvestur- og Vesturlandi. Heldur hægari vindur allra syðst seint á morgun. Hiti í kringum frostmark en frost 0 til 9 stig norðan- og austantil. 6.2.2021 10:01
Freyr og Kolfinna komin í samband Freyr Gylfason, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og Kolfinna Baldvinsdóttir, ritstjóri hjá HB útgáfu, eru komin í samband. Nýja parið tilkynnti þetta með opinberum hætti á Facebook í gær. 6.2.2021 09:54
Landsréttur taldi ekki sannað að faðir hafi kýlt dóttur sína í andlitið Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði föður af ákæru fyrir að hafa beitt dóttur sína líkamlegu ofbeldi árið 2016. Maðurinn var sakfelldur í héraði árið 2019 fyrir að hafa veist að dóttur sinni og kýlt hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut nefbrot og bólgu yfir hægra kinnbeini. 5.2.2021 21:53
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á innflutningi fíkniefna Karlmaður um þrítugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald til 12. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 5.2.2021 21:42
Leikarinn Christopher Plummer er látinn Kanadíski leikarinn Christopher Plummer er látinn, 91 árs að aldri. Plummer er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Captain Von Trapp í hinum víðfræga Söngvaseið og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki árið 2012 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Beginners. 5.2.2021 18:50
Fyrsta rafræna þinglýsingin var framkvæmd í gær Fyrsta rafræna þinglýsingin á Íslandi fór fram í gær og fólst í sjálfvirkri aflýsingu veðskjals í gegnum tölvukerfi banka. Löng bið hefur verið eftir rafrænum þinglýsingum hér á landi en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í lok árs 2018. 5.2.2021 18:37
Lögreglan lýsir eftir Kára Siggeirssyni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir hinum 32ja ára Kára Siggeirssyni. Kári er sagður vera 174 sentimetrar á hæð, þéttvaxinn, brúnhærður og með stutt hár. 5.2.2021 18:04
RÚV mun sýna úrslitamót EM karla og kvenna í knattspyrnu RÚV hefur tryggt sér sýningarréttinn á úrslitamótum Evrópukeppni (EM) karla í knattspyrnu árin 2024 og 2028. Evrópumótið 2024 verður haldið í Þýskalandi en ekki hefur verið ákveðið hvar mótið verður haldið 2028. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. 5.2.2021 17:42
Síldarvinnslan undirbýr skráningu í Kauphöll Stjórn Síldarvinnslunnar hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu hlutabréfa félagsins á aðalmarkað Nasdaq Iceland og hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans til að hafa umsjón með verkefninu. 4.2.2021 12:42
Þrettán sóttu um stöðu skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu Alls bárust þrettán umsóknir um embætti skrifstofustjóra skrifstofu sjúkrahúsa og sérþjónustu í heilbrigðisráðuneytinu en umsóknarfrestur rann út 1. febrúar síðastliðinn. 4.2.2021 12:16