FÍA stefnir Bláfugli og SA vegna ólögmætra uppsagna Eiður Þór Árnason skrifar 26. febrúar 2021 13:37 Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Vísir/Arnar Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur höfðað mál fyrir Félagsdómi vegna uppsagna flugmanna Bláfugls sem félagið telur ólögmætar. Að sögn FÍA er málið til skoðunar hjá Vinnumálastofnun auk þess sem ábending hefur verið send til skattyfirvalda vegna meintrar gerviverktöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FÍA sem segist með þessu vera að taka „næsta skref í baráttunni gegn félagslegum undirboðum og gerviverktöku.“ „Niðurstaða Félagsdóms mun skapa mikilvægt fordæmi fyrir því hvort heimilt sé að segja upp launafólki sem starfar eftir kjarasamningi og ráða inn gerviverktaka í staðinn á meira en helmingi lægri launum. Einnig hvort heimilt sé að ráða inn gerviverktaka til að ganga inn í störf þeirra sem eru í löglega boðuðu verkfalli.“ Sagt upp í miðjum kjaraviðræðum Að sögn FÍA var öllum flugmönnum fragtflugfélagsins Bláfugls sem eru í stéttarfélagi sagt upp störfum undir lok síðasta árs, í miðjum kjaraviðræðum. Í framhaldi af því hafi flugfélagið tilkynnt að framvegis muni það einungis ráða „sjálfstætt starfandi flugmenn,“ sem FÍA segir lýsa gerviverktöku. „Flugmaður sem starfar fyrir flugrekanda getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem hann uppfyllir ekki skilyrði um verktöku.“ Alþýðusamband Íslands hefur sömuleiðis fordæmt aðgerðir Bláfugls og kallað þær enn eina tilraunina til félagslegra undirboða í flugrekstri hér á landi. „Nú er það Bláfugl með fulltingi SA sem hefur sagt upp flugmönnum í miðri kjaradeilu með hótun um að „leita annarra leiða“ til að lækka launakostnað. Með slíkri framgöngu er vegið að grundvallarréttindum stéttarfélaga og þar með öllu launafólki á Íslandi. Atvinnurekendum er óheimilt að reyna að hafa áhrif á vinnudeilur eða stéttarfélagsaðild með uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn,“ sagði í yfirlýsingu ASÍ. Í tilkynningu Bláfugls vegna uppsagnanna í lok árs 2020 kom fram að þær væru gerðar í hagræðingarskyni og að flugmennirnir ellefu væru langlaunahæstu starfsmenn félagsins. FÍA segir stöðuna grafalvarlega og að flugfélagið vegi með þessu gróflega að lögum og reglum íslensks vinnumarkaðar, með fulltingi Samtaka atvinnulífsins sem fari með samningsumboðið fyrir hönd Bláfugls. „Sé þetta látið óátalið af yfirvöldum má af því leiða að heimilt sé að segja upp launafólki landsins sem starfa á grundvelli kjarasamninga og ráða inn gerviverktaka í þeirra stað til að lækka laun verulega og svipta launafólk áunnum réttindum á borð við veikindarétt og orlof.“ Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Bláfugl, SA og gervivertaka Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu. 10. febrúar 2021 08:00 Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00 Bláfugl í eigu Avia Solutions Group Kaup Avia Solutions Group á Bláfugli ehf. eru gengin í gegn. 31. mars 2020 11:40 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá FÍA sem segist með þessu vera að taka „næsta skref í baráttunni gegn félagslegum undirboðum og gerviverktöku.“ „Niðurstaða Félagsdóms mun skapa mikilvægt fordæmi fyrir því hvort heimilt sé að segja upp launafólki sem starfar eftir kjarasamningi og ráða inn gerviverktaka í staðinn á meira en helmingi lægri launum. Einnig hvort heimilt sé að ráða inn gerviverktaka til að ganga inn í störf þeirra sem eru í löglega boðuðu verkfalli.“ Sagt upp í miðjum kjaraviðræðum Að sögn FÍA var öllum flugmönnum fragtflugfélagsins Bláfugls sem eru í stéttarfélagi sagt upp störfum undir lok síðasta árs, í miðjum kjaraviðræðum. Í framhaldi af því hafi flugfélagið tilkynnt að framvegis muni það einungis ráða „sjálfstætt starfandi flugmenn,“ sem FÍA segir lýsa gerviverktöku. „Flugmaður sem starfar fyrir flugrekanda getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem hann uppfyllir ekki skilyrði um verktöku.“ Alþýðusamband Íslands hefur sömuleiðis fordæmt aðgerðir Bláfugls og kallað þær enn eina tilraunina til félagslegra undirboða í flugrekstri hér á landi. „Nú er það Bláfugl með fulltingi SA sem hefur sagt upp flugmönnum í miðri kjaradeilu með hótun um að „leita annarra leiða“ til að lækka launakostnað. Með slíkri framgöngu er vegið að grundvallarréttindum stéttarfélaga og þar með öllu launafólki á Íslandi. Atvinnurekendum er óheimilt að reyna að hafa áhrif á vinnudeilur eða stéttarfélagsaðild með uppsögn úr vinnu eða hótunum um slíka uppsögn,“ sagði í yfirlýsingu ASÍ. Í tilkynningu Bláfugls vegna uppsagnanna í lok árs 2020 kom fram að þær væru gerðar í hagræðingarskyni og að flugmennirnir ellefu væru langlaunahæstu starfsmenn félagsins. FÍA segir stöðuna grafalvarlega og að flugfélagið vegi með þessu gróflega að lögum og reglum íslensks vinnumarkaðar, með fulltingi Samtaka atvinnulífsins sem fari með samningsumboðið fyrir hönd Bláfugls. „Sé þetta látið óátalið af yfirvöldum má af því leiða að heimilt sé að segja upp launafólki landsins sem starfa á grundvelli kjarasamninga og ráða inn gerviverktaka í þeirra stað til að lækka laun verulega og svipta launafólk áunnum réttindum á borð við veikindarétt og orlof.“
Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Bláfugl, SA og gervivertaka Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu. 10. febrúar 2021 08:00 Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00 Bláfugl í eigu Avia Solutions Group Kaup Avia Solutions Group á Bláfugli ehf. eru gengin í gegn. 31. mars 2020 11:40 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sjá meira
Bláfugl, SA og gervivertaka Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu. 10. febrúar 2021 08:00
Boðar Bláfugl endalok stéttarfélaga? Þann 30. desember síðastliðinn fengu 11 flugmenn Bláfugls uppsagnarbréf frá fyrirtækinu. Þessir flugmenn eiga það sameiginlegt að vera í stéttarfélagi. Aðrir flugmenn félagsins eru gerviverktakar og halda óbreyttu fyrirkomulagi. 7. janúar 2021 15:00
Bláfugl í eigu Avia Solutions Group Kaup Avia Solutions Group á Bláfugli ehf. eru gengin í gegn. 31. mars 2020 11:40
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent