Stjórnvöld styrkja Eurovison-safn og heimildaþætti Jóhannesar um faraldurinn Eiður Þór Árnason skrifar 26. febrúar 2021 13:28 Gamanmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom Húsavík á kortið í hugum Eurovison-aðdáenda. Jóhannes Kr. Kristjánsson hefur unnið lengi að nýjum heimildaþáttum um heimsfaraldurinn. Netflix/Vísir Ríkisstjórnin hyggst styrkja gerð heimildaþátta um Covid-19 faraldurinn á Íslandi um fimm milljónir króna. Þá ætlar hún styðja við uppbyggingu Eurovision-safns á Húsavík fyrir tvær milljónir króna. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sævar Guðmundsson leikstjóri standa að gerð þáttanna sem er ætlað að skrásetja útbreiðslu og áhrif faraldursins á íslensku þjóðina sem og viðbrögð stjórnvalda við honum. Vonir standa til að sex þættir verði tilbúnir til sýningar næsta haust. Jóhannes greindi frá því í sumar að þeir Sævar hafi fylgt þríeykinu svokallaða síðasta vor og fengið að vera fluga á vegg að tjaldabaki. Í viðtali við Sölva Tryggvason sagði Jóhannes að hann hafi meðal annars myndað það þegar faraldurinn náði hámarki á Vestfjörðum. „Ég sá lík borið út af hjúkrunarheimilinu. Þú ert kominn alveg að kjarnanum þarna og það tók dálítinn tíma fyrir samfélagið að endurræsa sig eftir þetta,“ sagði Jóhannes, sem hefur einnig tekið viðtöl við ástvini þeirra sem létust og fylgt eftir þeirri atburðarás sem átti sér stað. „Ég ætlaði að vera þarna í þrjá sólarhringa, en endaði á að vera í sautján daga.“ Jóhannes sagði fyrr í samtali við upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna að hann og Sævar hafi sömuleiðis skrásett sögu hinnar 102 ára gömlu Helgu Guðmundsdóttur í Bolungarvík. Helga komst í fréttirnar í vor þegar hún fagnaði því að vera laus við Covid-19 en hún hafði áður upplifað Spænsku veikina og berklafaraldur á sínum yngri árum. Ætla að nýta sér Eurovision-frægð bæjarins Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að stefnt sé að opnun Eurovision-safnsins í maí á 65 ára afmæli Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Könnunarsögusafnið á Húsavík stendur fyrir opnun Eurovision-safnsins í samstarfi við Húsavíkurstofu, RÚV, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og Netflix. Húsvíkingar voru ekki lengi að nýta sér nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell sem kom út á síðasta ári en bærinn er helsta sögusvið myndarinnar. Síðasta sumar var þar opnaður Jaja Ding Dong-bar nefndur eftir einu helsta lagi myndarinnar og sett upp lítil álfabyggð í anda þeirrar sem kom við sögu í ræmunni. „Við sjáum eiginlega ekkert nema tækifæri í myndinni. Húsavík er svo skemmtilegur karakter í myndinni og fær að njóta sín svo vel,“ sagði hótelstjórinn Örlygur Hnefill Örlygsson, sem átti frumkvæðið að safninu, í fréttum Stöðvar 2 síðasta sumar. Hann taldi myndina gefa sóknarfæri inn í Evrópu og að aðdáendur Eurovision, sem hafi séð á eftir keppninni í fyrra, hafi fengið myndina í staðinn. „Og eru núna að skoða Húsavík og vilja koma hér næsta sumar og næstu tvö þrjú ár, held ég.“ Norðurþing Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Blaðamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson og Sævar Guðmundsson leikstjóri standa að gerð þáttanna sem er ætlað að skrásetja útbreiðslu og áhrif faraldursins á íslensku þjóðina sem og viðbrögð stjórnvalda við honum. Vonir standa til að sex þættir verði tilbúnir til sýningar næsta haust. Jóhannes greindi frá því í sumar að þeir Sævar hafi fylgt þríeykinu svokallaða síðasta vor og fengið að vera fluga á vegg að tjaldabaki. Í viðtali við Sölva Tryggvason sagði Jóhannes að hann hafi meðal annars myndað það þegar faraldurinn náði hámarki á Vestfjörðum. „Ég sá lík borið út af hjúkrunarheimilinu. Þú ert kominn alveg að kjarnanum þarna og það tók dálítinn tíma fyrir samfélagið að endurræsa sig eftir þetta,“ sagði Jóhannes, sem hefur einnig tekið viðtöl við ástvini þeirra sem létust og fylgt eftir þeirri atburðarás sem átti sér stað. „Ég ætlaði að vera þarna í þrjá sólarhringa, en endaði á að vera í sautján daga.“ Jóhannes sagði fyrr í samtali við upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna að hann og Sævar hafi sömuleiðis skrásett sögu hinnar 102 ára gömlu Helgu Guðmundsdóttur í Bolungarvík. Helga komst í fréttirnar í vor þegar hún fagnaði því að vera laus við Covid-19 en hún hafði áður upplifað Spænsku veikina og berklafaraldur á sínum yngri árum. Ætla að nýta sér Eurovision-frægð bæjarins Fram kemur á vef Stjórnarráðsins að stefnt sé að opnun Eurovision-safnsins í maí á 65 ára afmæli Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Könnunarsögusafnið á Húsavík stendur fyrir opnun Eurovision-safnsins í samstarfi við Húsavíkurstofu, RÚV, Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og Netflix. Húsvíkingar voru ekki lengi að nýta sér nýorðna frægð bæjarins vegna Eurovision-myndar Wills Ferrell sem kom út á síðasta ári en bærinn er helsta sögusvið myndarinnar. Síðasta sumar var þar opnaður Jaja Ding Dong-bar nefndur eftir einu helsta lagi myndarinnar og sett upp lítil álfabyggð í anda þeirrar sem kom við sögu í ræmunni. „Við sjáum eiginlega ekkert nema tækifæri í myndinni. Húsavík er svo skemmtilegur karakter í myndinni og fær að njóta sín svo vel,“ sagði hótelstjórinn Örlygur Hnefill Örlygsson, sem átti frumkvæðið að safninu, í fréttum Stöðvar 2 síðasta sumar. Hann taldi myndina gefa sóknarfæri inn í Evrópu og að aðdáendur Eurovision, sem hafi séð á eftir keppninni í fyrra, hafi fengið myndina í staðinn. „Og eru núna að skoða Húsavík og vilja koma hér næsta sumar og næstu tvö þrjú ár, held ég.“
Norðurþing Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira