Nýr 8,3 milljarða vísisjóður hyggst fjárfesta í íslenskum sprota- og vaxtarfyrirtækjum Eiður Þór Árnason skrifar 3. mars 2021 10:24 F.v. Kjartan Ólafsson, Árni Blöndal, Sigurður Arnljótsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. Aðsend Brunnur Ventures hefur lokið fjármögnun á 8,3 milljarða króna vísisjóði (e. venture capital fund) sem ber nafnið Brunnur vaxtarsjóður II. Sjóðnum er ætlað að fjárfesta í íslenskum sprota- og vaxtarfyrirtækjum og er fjármagnaður af tíu lífeyrissjóðum auk Landsbankans. Markmið sjóðsins er að fjárfesta að lágmarki í tólf sprotafyrirtækjum en vænta má að um tuttugu félög verði í eignasafninu. Stendur til að fjárfesta fyrir 150 til 350 milljónir króna í hverju félagi, að því er fram kemur í tilkynningu. Landsbréf munu annast rekstur sjóðsins í samstarfi við ábyrgðaraðilann Brunn Ventures. Þetta er annar vísisjóður Brunns Ventures en fyrir sex árum ýtti sjóðurinn úr vör fjögurra milljarða króna sjóði sem nú er fullfjárfestur. Hann fjárfesti meðal annars í Oculis, DT Equipment, Grid, Laka Power, Nanitor, IMS og Avo Software. Mikil gróska í nýsköpun „Mikil þörf er á nýjum vísisjóði hér á landi en lítið hefur verið fjárfest í nýjum sprotum á árinu 2020. Við sjáum mörg tækifæri í íslenskum sprota- og vaxtarfyrirtækjum. Það á meðal annars rætur að rekja til þess að hér á landi er mikið framboð af spennandi fjárfestingakostum enda mikil gróska í nýsköpun á síðustu árum,“ segir Sigurður Arnljótsson, framkvæmdastjóri Brunns Ventures, í tilkynningu. Fjárfestingastefna sjóðsins er sögð taka mið af eftirfarandi ráðandi þáttum: að fyrirtækið sem fjárfest er í sé gjaldeyrisskapandi, reksturinn sé vel skalanlegur, fyrirtækið búi yfir viðunandi samkeppnisforskoti í formi þekkingar, viðskiptaleyndarmáls eða einkaleyfis og að frumkvöðullinn og teymið sem standa að baki fyrirtækjum sem fjárfest er í séu taldir framúrskarandi á sínu sviði. Að lokum verði lögð áhersla á að fyrirtækið starfi í einhverjum eftirtalinna geira: hugbúnaður og veflausnir, afþreyingariðnaður, hátækni, líftækni, orkuiðnaður, sjávarútvegstækni eða matvælaframleiðsla. Bættu nýlega við tveimur fjárfestingastjórum Brunnur Ventures var stofnað af Árna Blöndal og Sigurði Arnljótssyni. Árni var meðstofnandi og framkvæmdastjóri hjá netauglýsingafyrirtækinu BePaid.com um aldamótin. Hann stýrði vísisjóðnum Uppsprettu í fimm ár og hefur starfað við fjárfestingar vaxtarfyrirtækja síðan. Sigurður tók meðal annars þátt í að stofna leikjafyrirtækið CCP og var forstjóri þess fyrstu árin. Sigurður hefur komið að uppbyggingu fjölda vaxtarfyrirtækja, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir að samhliða því að koma á fót Brunni vaxtarsjóði II hafi Kjartan Örn Ólafsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir bæst í hóp fjárfestingastjóra hjá Brunni Ventures. Kjartan er reyndur frumkvöðull og englafjárfestir og starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri á viðskiptaþróunarsviði fjölmiðlafyrirtækisins Bertelsmann í New York. Margrét starfaði síðustu sex ár hjá Carbon Recycling International þar sem hún var aðstoðarforstjóri. Nýsköpun Markaðir Tækni Tengdar fréttir Kjartan Örn í hóp fjárfestingastjóra Brunns Ventures Kjartan Örn Ólafsson hefur gengið til liðs við Brunns Ventures þar sem hann mun ganga í raðir fjárfestingastjóra. 15. september 2020 10:38 Margrét til liðs við Brunn Ventures Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hefur gengið til liðs við vísissjóðinn Brunn Ventures. 2. júní 2020 10:49 Virði Oculis jókst um sjötíu prósent og er nú metið á nærri átta milljarða Virði lyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, jókst um hátt í sjötíu prósent í bókum vaxtarsjóðsins Brunns í fyrra og var um 7,9 milljarðar króna í lok ársins. 29. maí 2019 05:45 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Markmið sjóðsins er að fjárfesta að lágmarki í tólf sprotafyrirtækjum en vænta má að um tuttugu félög verði í eignasafninu. Stendur til að fjárfesta fyrir 150 til 350 milljónir króna í hverju félagi, að því er fram kemur í tilkynningu. Landsbréf munu annast rekstur sjóðsins í samstarfi við ábyrgðaraðilann Brunn Ventures. Þetta er annar vísisjóður Brunns Ventures en fyrir sex árum ýtti sjóðurinn úr vör fjögurra milljarða króna sjóði sem nú er fullfjárfestur. Hann fjárfesti meðal annars í Oculis, DT Equipment, Grid, Laka Power, Nanitor, IMS og Avo Software. Mikil gróska í nýsköpun „Mikil þörf er á nýjum vísisjóði hér á landi en lítið hefur verið fjárfest í nýjum sprotum á árinu 2020. Við sjáum mörg tækifæri í íslenskum sprota- og vaxtarfyrirtækjum. Það á meðal annars rætur að rekja til þess að hér á landi er mikið framboð af spennandi fjárfestingakostum enda mikil gróska í nýsköpun á síðustu árum,“ segir Sigurður Arnljótsson, framkvæmdastjóri Brunns Ventures, í tilkynningu. Fjárfestingastefna sjóðsins er sögð taka mið af eftirfarandi ráðandi þáttum: að fyrirtækið sem fjárfest er í sé gjaldeyrisskapandi, reksturinn sé vel skalanlegur, fyrirtækið búi yfir viðunandi samkeppnisforskoti í formi þekkingar, viðskiptaleyndarmáls eða einkaleyfis og að frumkvöðullinn og teymið sem standa að baki fyrirtækjum sem fjárfest er í séu taldir framúrskarandi á sínu sviði. Að lokum verði lögð áhersla á að fyrirtækið starfi í einhverjum eftirtalinna geira: hugbúnaður og veflausnir, afþreyingariðnaður, hátækni, líftækni, orkuiðnaður, sjávarútvegstækni eða matvælaframleiðsla. Bættu nýlega við tveimur fjárfestingastjórum Brunnur Ventures var stofnað af Árna Blöndal og Sigurði Arnljótssyni. Árni var meðstofnandi og framkvæmdastjóri hjá netauglýsingafyrirtækinu BePaid.com um aldamótin. Hann stýrði vísisjóðnum Uppsprettu í fimm ár og hefur starfað við fjárfestingar vaxtarfyrirtækja síðan. Sigurður tók meðal annars þátt í að stofna leikjafyrirtækið CCP og var forstjóri þess fyrstu árin. Sigurður hefur komið að uppbyggingu fjölda vaxtarfyrirtækja, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir að samhliða því að koma á fót Brunni vaxtarsjóði II hafi Kjartan Örn Ólafsson og Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir bæst í hóp fjárfestingastjóra hjá Brunni Ventures. Kjartan er reyndur frumkvöðull og englafjárfestir og starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri á viðskiptaþróunarsviði fjölmiðlafyrirtækisins Bertelsmann í New York. Margrét starfaði síðustu sex ár hjá Carbon Recycling International þar sem hún var aðstoðarforstjóri.
Nýsköpun Markaðir Tækni Tengdar fréttir Kjartan Örn í hóp fjárfestingastjóra Brunns Ventures Kjartan Örn Ólafsson hefur gengið til liðs við Brunns Ventures þar sem hann mun ganga í raðir fjárfestingastjóra. 15. september 2020 10:38 Margrét til liðs við Brunn Ventures Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hefur gengið til liðs við vísissjóðinn Brunn Ventures. 2. júní 2020 10:49 Virði Oculis jókst um sjötíu prósent og er nú metið á nærri átta milljarða Virði lyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, jókst um hátt í sjötíu prósent í bókum vaxtarsjóðsins Brunns í fyrra og var um 7,9 milljarðar króna í lok ársins. 29. maí 2019 05:45 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Kjartan Örn í hóp fjárfestingastjóra Brunns Ventures Kjartan Örn Ólafsson hefur gengið til liðs við Brunns Ventures þar sem hann mun ganga í raðir fjárfestingastjóra. 15. september 2020 10:38
Margrét til liðs við Brunn Ventures Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hefur gengið til liðs við vísissjóðinn Brunn Ventures. 2. júní 2020 10:49
Virði Oculis jókst um sjötíu prósent og er nú metið á nærri átta milljarða Virði lyfjaþróunarfyrirtækisins Oculis, sem hefur þróað tækni við meðhöndlun augnsjúkdóma, jókst um hátt í sjötíu prósent í bókum vaxtarsjóðsins Brunns í fyrra og var um 7,9 milljarðar króna í lok ársins. 29. maí 2019 05:45