Lygilegur landflótti söngelskra sveitamanna endaði í sjálfskipaðri sóttkví Kórferð norðlensks karlakórs til Póllands breyttist skyndilega í kapphlaup við tímann þegar hópurinn þurfti að flýja landið vegna viðbragða stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum. 20.3.2020 16:01
„Þetta er nákvæmlega sú kynslóð sem vill aldrei vera byrði“ Mikilvægt er að aðstandendur geri sér grein fyrir því að margir eldri borgarar vilji ekki vera byrði og forðist jafnvel að óska eftir aðstoð ef á þarf að halda. Þetta eigi einkum við um þá sem búi einir og eru sérstaklega einangraðir á tímum kórónuveirunnar. 20.3.2020 10:51
Ekkert sagt benda til að íbúprófen sé hættulegt fyrir kórónuveirusýkta Samkvæmt Lyfjastofnun eru engar handbærar upplýsingar sem styðja það að tengsl séu á milli notkunar lyfsins og versnandi ástands sjúklinga með COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. 19.3.2020 16:02
Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Reglur um starfsskyldu allra á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað voru uppfærðar á dögunum. 19.3.2020 15:39
Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 19.3.2020 12:23
Samkomubann hefur nú tekið gildi Samkomubann tók nú gildi um allt land á miðnætti og mun gilda næstu fjórar vikur. 16.3.2020 00:01
Sundlaugar og íþróttahús lokuð á morgun Öllum sundstöðum og íþróttamiðstöðum á vegum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu verður lokað á morgun. Þetta er gert til þess að gera starfsmönnum kleift að endurskipuleggja starfsemi með tilliti til nýrra krafna um sóttvarnir. 15.3.2020 21:18
Telur hlutfall sýktra í samfélaginu lægra en fyrstu niðurstöður gefi til kynna: Bæði afbrigði veirunnar á Íslandi Íslensk erfðagreining hefur nú skimað rétt rúmlega þúsund sýni og af þeim hafa níu greinst með kórónuveiruna. 15.3.2020 19:16
Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15.3.2020 18:25
Staðfest tilfelli nú orðin 161 talsins Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala nú í kvöld. Heildarfjöldi tilfella er því 161. 14.3.2020 22:06