Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skilgreina Spán, Þýskaland og Frakkland nú sem hááhættusvæði

Sóttvarnalæknir hefur nú hækkað áhættumat fyrir Þýskaland, Frakkland og Spán, þar á meðal Kanaríeyjar, í ljósi útbreiðslu kórónuveirunnar í þeim löndum. Allir sem koma frá þeim svæðum er nú gert að fara í tveggja vikna sóttkví við heimkomu.

Seðla­bankinn flýtir vaxta­á­kvörðun sinni

Seðlabanki Íslands hefur boðað til fundar á morgun þar sem peningastefnunefnd bankans hyggst kynna vaxtaákvörðun sína. Fundinum var flýtt en fyrirhugað var að Seðlabankinn myndi tilkynna ákvörðun sína í næstu viku.

Landsmenn fá ýmist él eða léttskýjað og sólríkt veður

Í dag er spáð norðaustan 8-15 m/s en dregur úr vindi eftir hádegi. Má búast við dálitlum éljum um landið norðan- og austanvert, en léttskýjað og sólríkt sunnan heiða. Frost 0 til 5 stig í dag en herðir á frosti í kvöld.

Biðja fólk í sóttkví um að flokka ekki

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar biðlar til fólks sem er í sóttkví eða einangrun í sveitarfélaginu vegna kórónuveirunnar að setja allan úrgang í almennt sorp og sleppa því að flokka til endurvinnslu.

Enginn við­búnaður í Veróna vegna Ís­lendinga­hópsins

Ríflega sjötíu manns fljúga með Icelandair frá Veróna á Ítalíu til Íslands í dag. Öll Ítalía er nú skilgreind sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar og hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana hér á landi vegna komu hópsins.

Sjá meira