Von á 50 þúsund pökkum af illfáanlega malaríulyfinu til landsins í dag Eiður Þór Árnason skrifar 6. apríl 2020 11:58 Von er á því að 50 þúsund pakkar af malaríulyfinu Chloroquine komi til landsins síðar í dag. Um er að ræða gjöf til Landspítalans frá lyfjafyrirtækinu Alvogen sem vonast er til að muni nýtast til meðferðar á Covid-19. Sendingin kemur alla leið frá Indlandi þar sem lyfin voru framleidd en þau eru nú orðin illfáanleg vegna mikillar eftirspurnar. Lyfið hefur verið notað víða um heim og meðal annars verið gefið Covid-19 sjúklingum á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Útgöngubann og útflutningsbann hafði áhrif „Þetta er búin að vera mikil og löng ferðasaga frá því að við keyptum lyfið fyrir rúmum tveimur vikum síðan,“ sagði Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, í samtali við Bítismenn í morgun. Sjá einnig: Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Útgöngubann sem var sett á í Indlandi um það leyti sem sendingin fór af stað setti strik í reikninginn og var upphaflega erfitt að koma henni út á flugvöll. „Við fengum utanríkisráðherra og sendiherra Íslands á Indlandi Guðmund Árna til að hjálpa okkur að koma vörunni þangað en það tók viku að fá heimild lögreglu til að fá að keyra vöruna út á flugvöll.“ Bannað að flytja lyfið úr landi Þegar forsvarsmenn Alvogen töldu að allt væri frágengið varð svo allt stopp aftur. „Það var svo fyrir viku síðan að við töldum þetta nú klárt og búin að tollafgreiða vöruna og biðum eftir að hún færi í flutning. En þá svona hálftíma seinna er hringt og búið að afturkalla tollafgreiðsluna og í raun og veru búið að tilkynna okkur að það sé búið að banna það að flytja þetta lyf út úr Indlandi. Einfaldlega vegna þess að öll framleiðslan eigi að notast fyrir Indverja.“ Þá voru góð ráð dýr en aftur var óskað eftir aðstoð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Guðmundar Árna Stefánssonar, sendiherra Íslands á Indlandi. Með hjálp þeirra og annarra tókst að sögn Róberts að fá vöruna tollafgreidda aftur eftir um viku. „Við tókum vöruna með fyrsta flugi út úr Indlandi eitthvert og það var til Mið-Austurlanda og þaðan flugum við vörunni til Amsterdam.“ Var sendingunni síðan keyrt til Belgíu þar sem henni verður komið fyrir í flugvél sem flýgur beint til Íslands síðar í dag. Víða uppselt í heiminum Líkt og Róbert reiknaði með er malaríulyfið nú orðið illfáanlegt víða. „Þetta var svolítið kapphlaup við tímann að tryggja Íslandi þennan skammt áður en lyfið varð uppselt. Það er orðið illfáanlegt í Evrópu og í Bandaríkjunum og það er mjög ánægjulegt að þetta hafi gengið.“ Hann segir að niðurstöður lítilla rannsókna bendi til þess að lyfið gagnist við meðferð á Covid-19. Þó er enn beðið niðurstöðu úr stærri rannsóknum og því ekki endanlega hægt að fullyrða um virknina. „Það er búið að gera um ellefu litlar stúdíur á því og það klárlega sýnir virkni í þeim stúdíum. Þetta lyf er notað núna mjög víða í Evrópu og í Bandaríkjunum sem meðhöndlun við Covid en það er ekki búið að klára formlega stóra stúdíu sem er gert undir venjulegum kringumstæðum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Bítið Tengdar fréttir Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. 31. mars 2020 07:52 Norðmenn prófa lyf við kórónuveirunni Um er að ræða þrjú lyf. Mestar vonir eru bundnar við malaríulyfið Plaquenil. 29. mars 2020 09:45 Sjúklingum með kórónuveiruna gefið malaríulyf á Landspítala Mikill skortur er nú á nauðsynlegum hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk víða um heim en að sögn Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti hér á landi eins og staðan er í dag. 25. mars 2020 12:32 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Von er á því að 50 þúsund pakkar af malaríulyfinu Chloroquine komi til landsins síðar í dag. Um er að ræða gjöf til Landspítalans frá lyfjafyrirtækinu Alvogen sem vonast er til að muni nýtast til meðferðar á Covid-19. Sendingin kemur alla leið frá Indlandi þar sem lyfin voru framleidd en þau eru nú orðin illfáanleg vegna mikillar eftirspurnar. Lyfið hefur verið notað víða um heim og meðal annars verið gefið Covid-19 sjúklingum á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Útgöngubann og útflutningsbann hafði áhrif „Þetta er búin að vera mikil og löng ferðasaga frá því að við keyptum lyfið fyrir rúmum tveimur vikum síðan,“ sagði Róbert Wessmann, forstjóri Alvogen, í samtali við Bítismenn í morgun. Sjá einnig: Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Útgöngubann sem var sett á í Indlandi um það leyti sem sendingin fór af stað setti strik í reikninginn og var upphaflega erfitt að koma henni út á flugvöll. „Við fengum utanríkisráðherra og sendiherra Íslands á Indlandi Guðmund Árna til að hjálpa okkur að koma vörunni þangað en það tók viku að fá heimild lögreglu til að fá að keyra vöruna út á flugvöll.“ Bannað að flytja lyfið úr landi Þegar forsvarsmenn Alvogen töldu að allt væri frágengið varð svo allt stopp aftur. „Það var svo fyrir viku síðan að við töldum þetta nú klárt og búin að tollafgreiða vöruna og biðum eftir að hún færi í flutning. En þá svona hálftíma seinna er hringt og búið að afturkalla tollafgreiðsluna og í raun og veru búið að tilkynna okkur að það sé búið að banna það að flytja þetta lyf út úr Indlandi. Einfaldlega vegna þess að öll framleiðslan eigi að notast fyrir Indverja.“ Þá voru góð ráð dýr en aftur var óskað eftir aðstoð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Guðmundar Árna Stefánssonar, sendiherra Íslands á Indlandi. Með hjálp þeirra og annarra tókst að sögn Róberts að fá vöruna tollafgreidda aftur eftir um viku. „Við tókum vöruna með fyrsta flugi út úr Indlandi eitthvert og það var til Mið-Austurlanda og þaðan flugum við vörunni til Amsterdam.“ Var sendingunni síðan keyrt til Belgíu þar sem henni verður komið fyrir í flugvél sem flýgur beint til Íslands síðar í dag. Víða uppselt í heiminum Líkt og Róbert reiknaði með er malaríulyfið nú orðið illfáanlegt víða. „Þetta var svolítið kapphlaup við tímann að tryggja Íslandi þennan skammt áður en lyfið varð uppselt. Það er orðið illfáanlegt í Evrópu og í Bandaríkjunum og það er mjög ánægjulegt að þetta hafi gengið.“ Hann segir að niðurstöður lítilla rannsókna bendi til þess að lyfið gagnist við meðferð á Covid-19. Þó er enn beðið niðurstöðu úr stærri rannsóknum og því ekki endanlega hægt að fullyrða um virknina. „Það er búið að gera um ellefu litlar stúdíur á því og það klárlega sýnir virkni í þeim stúdíum. Þetta lyf er notað núna mjög víða í Evrópu og í Bandaríkjunum sem meðhöndlun við Covid en það er ekki búið að klára formlega stóra stúdíu sem er gert undir venjulegum kringumstæðum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Bítið Tengdar fréttir Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. 31. mars 2020 07:52 Norðmenn prófa lyf við kórónuveirunni Um er að ræða þrjú lyf. Mestar vonir eru bundnar við malaríulyfið Plaquenil. 29. mars 2020 09:45 Sjúklingum með kórónuveiruna gefið malaríulyf á Landspítala Mikill skortur er nú á nauðsynlegum hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk víða um heim en að sögn Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti hér á landi eins og staðan er í dag. 25. mars 2020 12:32 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Gefa Landspítala 50 þúsund skammta af malaríulyfi til meðferðar á veirusýktum Lyfjafyrirtækið Alvogen hyggst gefa Landspítalanum 50 þúsund skammta af malaríulyfinu Hydroxychloroquine. 31. mars 2020 07:52
Norðmenn prófa lyf við kórónuveirunni Um er að ræða þrjú lyf. Mestar vonir eru bundnar við malaríulyfið Plaquenil. 29. mars 2020 09:45
Sjúklingum með kórónuveiruna gefið malaríulyf á Landspítala Mikill skortur er nú á nauðsynlegum hlífðarfatnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk víða um heim en að sögn Bryndísar Sigurðardóttur smitsjúkdómalæknis þarf ekki að hafa áhyggjur af skorti hér á landi eins og staðan er í dag. 25. mars 2020 12:32