Minnst ellefu látist í Bandaríkjunum í miklum veðurofsa Minnst ellefu hafa látið lífið í miklu óveðri sem gengið hefur yfir suður- og miðvesturhluta Bandaríkjanna síðustu daga. Stór hluti landsins hefur ýmist þurft að glíma við mikla storma, hvirfilbylji eða ofsafengna rigningu. 12.1.2020 13:52
Munu funda um MAX-þoturnar í kjölfar nýbirtra samskipta Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mun funda með flugmálayfirvöldum og Icelandair um MAX-þoturnar. Fullt tilefni er til fundarins eftir fréttaflutning síðustu vikna að sögn nefndarmanns. 12.1.2020 11:40
Handtóku sendiherra Breta í Íran Macaire var í haldi íranskra yfirvalda í þrjá klukkutíma, að sögn breskra yfirvalda. Hann og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa yfirgefið athöfnina þegar mótmæli fóru að brjótast út. 12.1.2020 09:44
Annar slökkviliðsmaður lést í baráttunni við gróðurelda í Ástralíu Minnst 27 hafa nú látist í langvarandi gróðureldum í Ástralíu og hafa yfir tvö þúsund heimili heimili orðið eldunum að bráð. Fjórir slökkviliðsmenn eru meðal þeirra látnu. 12.1.2020 09:01
Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar á morgun til að ræða framtíðarhlutverk þeirra. Í vikunni tilkynntu hjónin um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. 12.1.2020 07:53
Gul viðvörun í gildi víða næstu daga og fjórar lægðir í kortunum Gul viðvörun vegna veðurs verður í gildi víða á landinu næstu daga. Í dag nær hún til Stranda og Norðurlands vestra, Vestfjarða og Norðurlands eystra. 12.1.2020 07:32
Handtekinn í annað sinn þá grunaður um að hafa ógnað fólki með hníf Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Í morgun voru alls níu aðilar vistaðir í fangaklefa. 12.1.2020 07:21
Tók sig til og ruddi Öxnadalsheiðina sjálfur svo vinirnir kæmust til útlanda Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna. 10.1.2020 08:00
Myndband sagt sýna það þegar úkraínska farþegavélin varð fyrir írönsku flugskeyti Vélin er sögð vera stödd fyrir ofan írönsku borgina Parand þar sem farþegaþotan hætti að senda frá sér merki áður skömmu áður en hún hrapaði með 176 manns innanborðs. 9.1.2020 21:15
Fundu lík í lendingarbúnaði flugvélar sem lenti í París Flugfélagið Air France staðfesti þessar fregnir á Twitter-síðu sinni í gær og greindi frá frá því að líkið hafi fundist í vél á leið frá borginni Abidjan síðasta þriðjudag. 9.1.2020 20:35