Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Gunnar Jóhann laus úr haldi

Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sem hefur í Noregi verið dæmdur fyrir morðið á hálfbróður sínum Gísla Þór Þórarinssyni, hefur verið sleppt úr haldi þar til niðurstaða liggur fyrir um hvort mál hans verður tekið fyrir í Hæstarétti.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þrítug kona sem fékk Covid-19 gagnrýnir úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem kljást við langvarandi afleiðingar sjúkdómsins. Hún segir fólk í sinni stöðu verða fyrir bakslagi þegar sundlaugum og líkamsræktarstöðvum er lokað og óskar eftir sértækum lausnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en tugir bíða endurhæfingar.

Minni umferð í dag en verið hefur og opið áfram á morgun

Nokkuð færra fólk lagði leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag samanborið við síðustu daga. Aðeins voru um tvö til þrjú hundruð bílar á svæðinu þegar mest lét í dag. Gert er ráð fyrir að svæðið verði áfram opið á morgun en lokað var í gær vegna veðurs.

Hvenær er óhætt að fara í sleik við ókunnuga?

New York Times birti á dögunum athyglisverða fréttaskýringu þar sem blaðamaður spyr sérfræðinga að því sem eflaust margir eru að velta fyrir sér nú þegar heimsfaraldur kórónuveiru hefur geysað í rúmt ár; „hvenær er óhætt að fara í sleik við ókunnuga?“

Sam­skipta­gögn úr síma hins látna leiddu til hand­töku mannanna

Símasamskipti sem lögregla fann í síma mannsins sem lést í Kórahverfi í Kópavogi um helgina leiddu til þess að þrír Rúmenar voru handteknir vegna málsins. Tveimur þeirra hefur nú verið sleppt en sá þriðji sætir gæsluvarðhaldi. Meðal þess sem lögregla rannsakar nú er hvort einhver vitni hafi orðið að atvikinu.

„Nú hyllir undir að við séum að sleppa fyrir horn“

Breytingar sem verða á lífsleiðinni, heimsfaraldur kórónuveiru og sagan af Maríu frá Magdölum voru meðal þess sem var Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands ofarlega í huga í páskaprédikun hennar sem hún flutti við hátíðlega guðsþjónustu í Dómkirkjunni í dag, páskadag.

Sjá meira