Morðið aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum Forsætisráðherra segir morð á breskum þingmanni mikið áfall og í raun aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Það sé hættulegt ef stjórnmálamenn veigri sér við að sinna skyldum sínum vegna mögulegra árása. 16.10.2021 23:00
Segir ráðherra vera að skjóta sendiboðann Meðlimir stjórnarandstöðu segja að líta verði til stöðunnar á Landspítala þegar kemur að afléttingum samkomutakmarkana. Ljóst er að tilslakanir eru í kortunum en þingmenn eru ósammála um hvaða vægi tillögur sóttvarnalæknis eigi að hafa. 16.10.2021 19:01
Morð þingmannsins minni óþægilega mikið á morðið á Jo Cox Stjórnmálafræðingur segir morðið á breska þingmanninum David Amess geta haft gífurleg, og alvarleg, áhrif á stjórnmál í Bretlandi og víðar. Lögregla í Lundúnum rannsakar nú morðið sem hryðjuverk en Amess var stunginn til bana á kjördæmisskrifstofu sinni í Essex í gær. 16.10.2021 14:16
Segir tíma til kominn að skila frelsinu aftur til fólksins Varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fráfarandi ráðherra segir tímabært að aflétta þeim takmörkunum sem landsmenn hafa þurft að sæta síðastliðið eitt og hálft ár vegna Covid. Sóttvarnalæknir segist sennilega munu skila minnisblaði til ráðherra á mánudag. 16.10.2021 12:36
„Mjög gaman að vera svona mikið bleikur“ Fjölmargir landsmenn klæddust bleiku í dag í tilefni Bleika dagsins þar sem ætlunin er að sýna konum sem hafa greinst með krabbamein samstöðu. Mikil stemning var víða í samfélaginu. 15.10.2021 20:14
Fóru ekki inn í daginn vitandi að hann myndi enda illa Rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland segir fyrirtækið hafa lært af ferðinni afdrifaríku í janúar í fyrra þar sem stór hópur ferðamanna festist á Langjökli. Hann vill nú miðla þeirra reynslu og vonar að aðrir læri af mistökum þeirra. 15.10.2021 19:15
Minna á endurskinsmerkin á milli eldgosavakta Ráðstefnan Slysavarnir hófst í dag en ráðstefnan, sem Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir, fer nú fram í fjórða sinn. Ríflega 30 fyrirlesarar munu í dag og á morgun fara yfir hin ýmsu málefni tengd slysavörnum og öryggismálum. Að sögn verkefnastjóra er af nægu að taka og mikilvægt að minna á mikilvægi slysavarna. 15.10.2021 13:50
Aldrei fleiri tekið þátt og stór verkefni framundan Íbúakosningunni Hverfið mitt í Reykjavík lauk klukkan 12 í dag en metþátttaka var í kosningunum í ár að sögn verkefnisstjóra. Nú verður hafist handa við að fara yfir niðurstöðurnar og undirbúa framkvæmd verkefna. 14.10.2021 12:51
Vísa til trúnaðar í tengslum við ábendingu um meint brot Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot sex leikmanna sem hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarinn áratug samkvæmt tölvupósti sem sendur var á stjórn Knattspyrnusambands Íslands í síðasta mánuði. KSÍ hefur ekki viljað tjá sig um málið. 13.10.2021 14:29
Óljóst hversu lengi húsin sem standa eftir verða rýmd Rýming húsa á Seyðisfirði sem hefur varað í rúma viku vegna skriðuhættu var aflétt að hluta til í gær en íbúar fjögurra húsa af níu fengu að snúa aftur á heimili sín. Íbúafundur fór fram á Seyðisfirði í gær þar sem íbúum var tilkynnt um málið en óljóst er hversu lengi húsin fimm sem eftir standa verða rýmd. 12.10.2021 11:57
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent