Morðið aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2021 23:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt fyrir lýðræðið að stjórnmálamenn geti átt bein samskipti við fólk. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Forsætisráðherra segir morð á breskum þingmanni mikið áfall og í raun aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Það sé hættulegt ef stjórnmálamenn veigri sér við að sinna skyldum sínum vegna mögulegra árása. Morðið á breska þingmanninum David Amess, sem var myrtur fyrir utan skrifstofu sína í Essex í gær, er nú rannsakað af lögreglu sem hryðjuverk. Lögreglan í Bretlandi hefur nú handtekið 25 ára breskan karlmann af sómölskum uppruna sem grunaður er um verknaðinn. Málið hefur vakið athygli víða um heim og ekki síst hér á Íslandi. „Það er auðvitað áfall að heyra af árásum á kjörna fulltrúa," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um málið. „Þetta er í annað skipti sem að þingmaður er myrtur fyrir það eitt að sinna sínum kyldustörfum og ræða við kjósendur. Það er sérstakt áhyggjuefni ef þetta verður til þess að kjörnir fulltrúar veigra sér við að sinna skyldum sínum og eiga beint samtal við íbúa í landinu,“ segir Katrín. Aðeins fimm ár eru liðin frá því að Jo Cox, þingmaður breska verkamannaflokksins, var myrt skömmu fyrir Brexit kosningarnar 2016 en mál Cox er að mörgu leiti svipað máli Amess, þar sem hún var einnig á leið á fund með íbúum þegar hún var myrt. Katrín vísar til þess að sambærileg atvik, þar sem ráðist hefur verið á stjórnmálamenn, hafi komið upp á Norðurlöndunum og þar vert að nefna Svíþjóð til að mynda. Aðspurð um hvort eitthvað þessu líkt gæti komið upp hér á landi segir Katrín það ekki ómögulegt. „Auðvitað geta svona hlutir gerst en það má ekki gleyma því líka hversu mikilvægt það er fyrir lýðræðið að stjórnmálamenn geti átt bein og milliliðalaus samskipti við fólk,“ segir Katrín. „Raunar er það nú þannig því að Ísland fagnar því nú að vera friðsamlegasta land í heimi að það eru sérstök forréttindi að fá að vera stjórnmálamaður á Íslandi og geta gengið um götur og gert nákvæmlega þetta,“ segir hún enn fremur. Bretland Morðið á Sir David Amess Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Morðið á breska þingmanninum David Amess, sem var myrtur fyrir utan skrifstofu sína í Essex í gær, er nú rannsakað af lögreglu sem hryðjuverk. Lögreglan í Bretlandi hefur nú handtekið 25 ára breskan karlmann af sómölskum uppruna sem grunaður er um verknaðinn. Málið hefur vakið athygli víða um heim og ekki síst hér á Íslandi. „Það er auðvitað áfall að heyra af árásum á kjörna fulltrúa," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um málið. „Þetta er í annað skipti sem að þingmaður er myrtur fyrir það eitt að sinna sínum kyldustörfum og ræða við kjósendur. Það er sérstakt áhyggjuefni ef þetta verður til þess að kjörnir fulltrúar veigra sér við að sinna skyldum sínum og eiga beint samtal við íbúa í landinu,“ segir Katrín. Aðeins fimm ár eru liðin frá því að Jo Cox, þingmaður breska verkamannaflokksins, var myrt skömmu fyrir Brexit kosningarnar 2016 en mál Cox er að mörgu leiti svipað máli Amess, þar sem hún var einnig á leið á fund með íbúum þegar hún var myrt. Katrín vísar til þess að sambærileg atvik, þar sem ráðist hefur verið á stjórnmálamenn, hafi komið upp á Norðurlöndunum og þar vert að nefna Svíþjóð til að mynda. Aðspurð um hvort eitthvað þessu líkt gæti komið upp hér á landi segir Katrín það ekki ómögulegt. „Auðvitað geta svona hlutir gerst en það má ekki gleyma því líka hversu mikilvægt það er fyrir lýðræðið að stjórnmálamenn geti átt bein og milliliðalaus samskipti við fólk,“ segir Katrín. „Raunar er það nú þannig því að Ísland fagnar því nú að vera friðsamlegasta land í heimi að það eru sérstök forréttindi að fá að vera stjórnmálamaður á Íslandi og geta gengið um götur og gert nákvæmlega þetta,“ segir hún enn fremur.
Bretland Morðið á Sir David Amess Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32
Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28
Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16