Morðið aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2021 23:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt fyrir lýðræðið að stjórnmálamenn geti átt bein samskipti við fólk. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Forsætisráðherra segir morð á breskum þingmanni mikið áfall og í raun aðför að lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Það sé hættulegt ef stjórnmálamenn veigri sér við að sinna skyldum sínum vegna mögulegra árása. Morðið á breska þingmanninum David Amess, sem var myrtur fyrir utan skrifstofu sína í Essex í gær, er nú rannsakað af lögreglu sem hryðjuverk. Lögreglan í Bretlandi hefur nú handtekið 25 ára breskan karlmann af sómölskum uppruna sem grunaður er um verknaðinn. Málið hefur vakið athygli víða um heim og ekki síst hér á Íslandi. „Það er auðvitað áfall að heyra af árásum á kjörna fulltrúa," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um málið. „Þetta er í annað skipti sem að þingmaður er myrtur fyrir það eitt að sinna sínum kyldustörfum og ræða við kjósendur. Það er sérstakt áhyggjuefni ef þetta verður til þess að kjörnir fulltrúar veigra sér við að sinna skyldum sínum og eiga beint samtal við íbúa í landinu,“ segir Katrín. Aðeins fimm ár eru liðin frá því að Jo Cox, þingmaður breska verkamannaflokksins, var myrt skömmu fyrir Brexit kosningarnar 2016 en mál Cox er að mörgu leiti svipað máli Amess, þar sem hún var einnig á leið á fund með íbúum þegar hún var myrt. Katrín vísar til þess að sambærileg atvik, þar sem ráðist hefur verið á stjórnmálamenn, hafi komið upp á Norðurlöndunum og þar vert að nefna Svíþjóð til að mynda. Aðspurð um hvort eitthvað þessu líkt gæti komið upp hér á landi segir Katrín það ekki ómögulegt. „Auðvitað geta svona hlutir gerst en það má ekki gleyma því líka hversu mikilvægt það er fyrir lýðræðið að stjórnmálamenn geti átt bein og milliliðalaus samskipti við fólk,“ segir Katrín. „Raunar er það nú þannig því að Ísland fagnar því nú að vera friðsamlegasta land í heimi að það eru sérstök forréttindi að fá að vera stjórnmálamaður á Íslandi og geta gengið um götur og gert nákvæmlega þetta,“ segir hún enn fremur. Bretland Morðið á Sir David Amess Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Morðið á breska þingmanninum David Amess, sem var myrtur fyrir utan skrifstofu sína í Essex í gær, er nú rannsakað af lögreglu sem hryðjuverk. Lögreglan í Bretlandi hefur nú handtekið 25 ára breskan karlmann af sómölskum uppruna sem grunaður er um verknaðinn. Málið hefur vakið athygli víða um heim og ekki síst hér á Íslandi. „Það er auðvitað áfall að heyra af árásum á kjörna fulltrúa," segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um málið. „Þetta er í annað skipti sem að þingmaður er myrtur fyrir það eitt að sinna sínum kyldustörfum og ræða við kjósendur. Það er sérstakt áhyggjuefni ef þetta verður til þess að kjörnir fulltrúar veigra sér við að sinna skyldum sínum og eiga beint samtal við íbúa í landinu,“ segir Katrín. Aðeins fimm ár eru liðin frá því að Jo Cox, þingmaður breska verkamannaflokksins, var myrt skömmu fyrir Brexit kosningarnar 2016 en mál Cox er að mörgu leiti svipað máli Amess, þar sem hún var einnig á leið á fund með íbúum þegar hún var myrt. Katrín vísar til þess að sambærileg atvik, þar sem ráðist hefur verið á stjórnmálamenn, hafi komið upp á Norðurlöndunum og þar vert að nefna Svíþjóð til að mynda. Aðspurð um hvort eitthvað þessu líkt gæti komið upp hér á landi segir Katrín það ekki ómögulegt. „Auðvitað geta svona hlutir gerst en það má ekki gleyma því líka hversu mikilvægt það er fyrir lýðræðið að stjórnmálamenn geti átt bein og milliliðalaus samskipti við fólk,“ segir Katrín. „Raunar er það nú þannig því að Ísland fagnar því nú að vera friðsamlegasta land í heimi að það eru sérstök forréttindi að fá að vera stjórnmálamaður á Íslandi og geta gengið um götur og gert nákvæmlega þetta,“ segir hún enn fremur.
Bretland Morðið á Sir David Amess Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32
Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Jo Cox Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 53 ára Thomas Mair fyrir morðið á þingkonu breska Verkamannaflokksins í júní síðastliðinn. 23. nóvember 2016 13:28
Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels