„Ég skammast mín ekkert fyrir að tala upp nýsköpun“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekkert óeðlilegt við að ráðherrar tali fyrir og ryðji brautina fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Fjölmörg dæmi séu um að mikill ávinningur hafi náðst fyrir samfélagið allt með tilkomu slíkra fyrirtækja. 4.8.2024 13:30
Fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga á Litla-Hrauni Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu. Rætt verður við fangelsismálastjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem segir að fjölga hafi þurft öryggisgöngum. 3.8.2024 18:00
Hnífstunguárás á Akureyri og vandræði hjá Sjálfstæðisflokknum Hnífstunguárás er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir nóttina. Fimm gistu fangageymslur lögreglu í Vestmannaeyjum. Annars fóru hátíðarhöld víðast hvar vel af stað þessa Verslunarmannahelgi. Við förum yfir stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar. 3.8.2024 11:33
Kjósendur VG leiti nú til Sósíalista Sósíalistar segja þá sem áður kusu Vinstri græna nú flykkjast að flokknum. Þeir telja kjósendur komna með nóg af sviknum loforðum um félagslega uppbyggingu. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nánast jafn mikið og ríkisstjórnarflokkanna til samans. 2.8.2024 22:00
Það séu vonbrigði ef fyrirtæki hækki verð úr hófi Framsóknarflokkurinn mælist með 7,2 prósent fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og hækkar úr 6,6 prósent milli mánaða. Mælist flokkurinn með innan við helming af þeim 17,3 prósentum atkvæða sem hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Fjármálaráðherra segir áherslu verða lagða á að ná niður verðbólgu og vöxtum á komandi þingvetri. 2.8.2024 15:00
Telur stöðu heimsmála hafa áhrif á fylgið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi. 2.8.2024 11:56
Sjálfstæðismenn taki „óviðunandi“ fylgi alvarlega Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna. 2.8.2024 11:33
Viðsnúningur í frönsku þingkosningunum Bandalag vinstri flokka leiðir samkvæmt útgönguspám í Frakklandi og Þjóðfylking Marine Le Pen er þriðji stærsti flokkurinn. Metþátttaka var í síðari umferð þingkosninganna. Sérfræðingur spáir í spilin í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 7.7.2024 18:16
Frakkar ganga til sögulegra kosninga Frakkar ganga að kjörborðinu að nýju í dag þegar önnur umferð þingkosninga fer fram þar í landi. Búið er að opna kjörstaði. Kosningin gæti orðið söguleg en Þjóðfylking Marine Le Pen leiðir samkvæmt skoðanakönnunum. Flokkurinn var sterkastur eftir fyrri umferð, sem fram fór síðustu helgi, með 33 prósent atkvæða. 7.7.2024 12:08
Lögregluaðgerðir í Rangárþingi og sameining Skorradals og Borgarbyggðar Lögregla vopnaðist og skotvopn var haldlagt í aðgerðum lögreglu í Rangárþingi ytra í gær. Mennirnir tveir sem handteknir voru í aðgerðunum voru látnir lausir úr haldi í gærkvöldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 7.7.2024 11:37