Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lítið fylgi Fram­sóknar og kynjaðar paprikur

Formaður Framsóknarflokksins segir lítið fylgi flokksins mega rekja til stöðunnar í efnahagsmálum. Prófessor í stjórnmálafræði telur meira þarna að baki, sérstaklega þreytu almennings á að flokkar, sem illa nái saman, sitji saman við ríkisstjórnarborðið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í höndum Macron að koma í veg fyrir stór­sigur Le Pen

Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. 

Um­fangs­mikil lögregluaðgerð og Assange loks frjáls

Á þriðja tug voru handteknir í aðgerðum lögreglu vegna rannsóknar á umfangsmiklum fíkniefnainnflutningi. Átján hafa stöðu sakbornings í málinu og fimm sæta gæsluvarðhaldi. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Netárásir Akira og börn í skipu­lagðri brotastarfsemi

Árvakur er fjórða íslenska fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á skömmum tíma. Árásin er litin grafalvarlegum augum. Rætt verður við netöryggissérfræðing um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 

Upp­sagnir hjá Icelandair og borgar­stjóri í Parísarhjóli

Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Áttatíu og tveimur starfsmönnum var sagt upp á skrifstofum félagsins í lok maí. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair í beinni útsendingu.

Efast um við­brögð frá ráð­herrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG

Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar

Sjá meira