Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hreyfihömluð kona á fertugsaldri sem hefur verið atvinnulaus í tæpt ár segir atvinnurekendur ítrekað hafa hafnað henni um starf á grundvelli fötlunar hennar. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún segir málið skammarlegt og skrítið. 1.7.2023 18:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Fjölmiðlanefnd segir Ríkisútvarpið hafa gerst brotleg við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens sem selur einungis nikótínpúða. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við framkvæmdastjóra Fjölmiðlanefndar, sem segir markmið laganna að vernda börn og ungmenni. 1.7.2023 11:50
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 á næsta ári, en línan á að tryggja raforkuöryggi íbúa og atvinnulífs á Suðurnesjum og skapa tækifæri til uppbyggingar. Eftir áralangt þras hafa Vogar og Landsnet komist að samkomulagi um framkvæmdina. 30.6.2023 18:01
Vill nefna rostunginn Lalla Ágúst Kárason, hafnarvörður á Sauðárkróki, vill nefna rostung, sem flatmagar nú á höfninni, í höfuðið á fyrrverandi hafnarverði. Starfsmenn hafnarinnar eru þegar farnir að kalla rostunginn nafninu Lárus, eða Lalli. 30.6.2023 16:33
Hádegisfréttir Bylgjunnar Hátt í fimmtíu nýja NPA samninga vantar á þessu ári til að ríkið fylgi skuldbindingum sínum sem kveðið er á um í lögum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við formann NPA miðstöðvarinnar, sem segir fjölmarga þurfa að bíða mánuðum saman eftir að hefja sjálfstætt líf. 30.6.2023 12:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samninganefndir BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa fundað sleitulaust hjá ríkissáttasemjara í allan dag. 4.6.2023 18:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga ganga innan skamms til fundar ríkissáttasemjara. Ef samningar nást ekki í dag skella allsherjarverkföll á á morgun Formaður BSRB segir erfitt að spá til um framvindu dagsins en að félagsfólk búi sig undir verkföll. 4.6.2023 11:43
Hádegisfréttir Bylgjunnar Samningafundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í Karphúsinu um klukkan sex í gærkvöldi án árangurs, þrátt fyrir sleitulausan fund í allan gærdag. Varaformaður BSRB segir að samfélagið muni fara á hvolf komi til allsherjarverkfalls sem hefur verið boðað eftir helgi. 3.6.2023 11:34
Segir stórt umhverfisslys í uppsiglingu í Skerjafirði Umhverfisráðherra segir fyrirhugaða uppbyggingu í Skerjafirði stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu. Hann hvetur borgarstjórn til skipta um skoðun um framkvæmdir við strandlengjuna. 2.6.2023 14:51
Íslenskir krakkar auglýsa æðardúnúlpur með söng á kínversku Kínverskt stórfyrirtæki hefur hafið framleiðslu á dúnúlpum úr íslenskum æðardún. Íslensk börn voru fengin til að syngja inn á auglýsingu fyrir nýju úlpurnar á kínversku. 30.5.2023 20:31