Segja meðmælabréfi Rúnars fyrir Bashar ekki lekið af Útlendingastofnun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2024 14:29 Mynd af bréfinu sem Rúnar Freyr sendi til Útlendingastofnunar birtist á mbl.is um helgina. Upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar segir mynd af boðsbréfi, sem Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar skrifaði fyrir Bashar Murad, sem birt var á mbl.is um helgina ekki frá stofnuninni komna. Greint var frá því á mbl.is á laugardag að Rúnar Freyr hafi greitt götu palestínska söngvarans Bashar Murad svo hann gæti löglega tekið þátt í Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hann hafi ritað undir boðsbréf, sem lagt var inn hjá Útlendingastofnun, til að Bashar fengi framlengingu á vegabréfsáritun til Íslands frá Útlendingastofnun. „Ég er framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og Bashar er þar keppandi. Nauðsynlegt er að hann fái vegabréfsáritun hingað til lands til að hann geti tekið þátt í keppninni. Ef hann sigrar keppnina mun hann væntanlega taka þátt í Eurovision í Malmö um miðjan maí og þarf áritun hans að gilda fram yfir þann tíma vegna undirbúningsvinnu,“ skrifar Rúnar Freyr í bréfinu. Ljósmynd af síðustu blaðsíðu umsóknarinnar birtist á mbl.is þar sem greinilega má sjá undirritun Rúnars Freys og að bréfið hafi verið undirritað 15. febrúar síðastliðinn í Reykjavík. Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að myndin af gagninu sem birtist á mbl.is sé ekki frá Útlendingastofnun komin. „Hún er af öðru gagni en því sem lagt var fram hjá stofnuninni. Myndin sýnir frumrit umsóknarinnar og virðist það heftað eða fest með öðrum hætti við aðrar blaðsíður eyðublaðsins. Útlendingastofnun barst hins vegar ekki frumrit umsóknarinnar heldur aðeins óheftað afrit.“ Eurovision Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. 4. mars 2024 12:17 Spenna vegna talna og dómarar fylgjandi sniðgöngu Spennan er mikil meðal fjölmargra landsmanna að sjá kosningatölurnar úr Söngvakeppni Ríkisútvarpsins frá því á laugardagskvöld. Fullyrt er að galli í kosningakerfinu hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu keppninnar. Fulltrúar í dómnefnd RÚV eru meðal þeirra sem vilja sniðganga keppnina. 4. mars 2024 10:45 Bubbi óttast púðurtunnu rasismans Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. 4. mars 2024 09:07 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Greint var frá því á mbl.is á laugardag að Rúnar Freyr hafi greitt götu palestínska söngvarans Bashar Murad svo hann gæti löglega tekið þátt í Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hann hafi ritað undir boðsbréf, sem lagt var inn hjá Útlendingastofnun, til að Bashar fengi framlengingu á vegabréfsáritun til Íslands frá Útlendingastofnun. „Ég er framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og Bashar er þar keppandi. Nauðsynlegt er að hann fái vegabréfsáritun hingað til lands til að hann geti tekið þátt í keppninni. Ef hann sigrar keppnina mun hann væntanlega taka þátt í Eurovision í Malmö um miðjan maí og þarf áritun hans að gilda fram yfir þann tíma vegna undirbúningsvinnu,“ skrifar Rúnar Freyr í bréfinu. Ljósmynd af síðustu blaðsíðu umsóknarinnar birtist á mbl.is þar sem greinilega má sjá undirritun Rúnars Freys og að bréfið hafi verið undirritað 15. febrúar síðastliðinn í Reykjavík. Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að myndin af gagninu sem birtist á mbl.is sé ekki frá Útlendingastofnun komin. „Hún er af öðru gagni en því sem lagt var fram hjá stofnuninni. Myndin sýnir frumrit umsóknarinnar og virðist það heftað eða fest með öðrum hætti við aðrar blaðsíður eyðublaðsins. Útlendingastofnun barst hins vegar ekki frumrit umsóknarinnar heldur aðeins óheftað afrit.“
Eurovision Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. 4. mars 2024 12:17 Spenna vegna talna og dómarar fylgjandi sniðgöngu Spennan er mikil meðal fjölmargra landsmanna að sjá kosningatölurnar úr Söngvakeppni Ríkisútvarpsins frá því á laugardagskvöld. Fullyrt er að galli í kosningakerfinu hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu keppninnar. Fulltrúar í dómnefnd RÚV eru meðal þeirra sem vilja sniðganga keppnina. 4. mars 2024 10:45 Bubbi óttast púðurtunnu rasismans Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. 4. mars 2024 09:07 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
„Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. 4. mars 2024 12:17
Spenna vegna talna og dómarar fylgjandi sniðgöngu Spennan er mikil meðal fjölmargra landsmanna að sjá kosningatölurnar úr Söngvakeppni Ríkisútvarpsins frá því á laugardagskvöld. Fullyrt er að galli í kosningakerfinu hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu keppninnar. Fulltrúar í dómnefnd RÚV eru meðal þeirra sem vilja sniðganga keppnina. 4. mars 2024 10:45
Bubbi óttast púðurtunnu rasismans Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. 4. mars 2024 09:07
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent