Segja meðmælabréfi Rúnars fyrir Bashar ekki lekið af Útlendingastofnun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2024 14:29 Mynd af bréfinu sem Rúnar Freyr sendi til Útlendingastofnunar birtist á mbl.is um helgina. Upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar segir mynd af boðsbréfi, sem Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar skrifaði fyrir Bashar Murad, sem birt var á mbl.is um helgina ekki frá stofnuninni komna. Greint var frá því á mbl.is á laugardag að Rúnar Freyr hafi greitt götu palestínska söngvarans Bashar Murad svo hann gæti löglega tekið þátt í Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hann hafi ritað undir boðsbréf, sem lagt var inn hjá Útlendingastofnun, til að Bashar fengi framlengingu á vegabréfsáritun til Íslands frá Útlendingastofnun. „Ég er framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og Bashar er þar keppandi. Nauðsynlegt er að hann fái vegabréfsáritun hingað til lands til að hann geti tekið þátt í keppninni. Ef hann sigrar keppnina mun hann væntanlega taka þátt í Eurovision í Malmö um miðjan maí og þarf áritun hans að gilda fram yfir þann tíma vegna undirbúningsvinnu,“ skrifar Rúnar Freyr í bréfinu. Ljósmynd af síðustu blaðsíðu umsóknarinnar birtist á mbl.is þar sem greinilega má sjá undirritun Rúnars Freys og að bréfið hafi verið undirritað 15. febrúar síðastliðinn í Reykjavík. Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að myndin af gagninu sem birtist á mbl.is sé ekki frá Útlendingastofnun komin. „Hún er af öðru gagni en því sem lagt var fram hjá stofnuninni. Myndin sýnir frumrit umsóknarinnar og virðist það heftað eða fest með öðrum hætti við aðrar blaðsíður eyðublaðsins. Útlendingastofnun barst hins vegar ekki frumrit umsóknarinnar heldur aðeins óheftað afrit.“ Eurovision Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. 4. mars 2024 12:17 Spenna vegna talna og dómarar fylgjandi sniðgöngu Spennan er mikil meðal fjölmargra landsmanna að sjá kosningatölurnar úr Söngvakeppni Ríkisútvarpsins frá því á laugardagskvöld. Fullyrt er að galli í kosningakerfinu hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu keppninnar. Fulltrúar í dómnefnd RÚV eru meðal þeirra sem vilja sniðganga keppnina. 4. mars 2024 10:45 Bubbi óttast púðurtunnu rasismans Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. 4. mars 2024 09:07 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Greint var frá því á mbl.is á laugardag að Rúnar Freyr hafi greitt götu palestínska söngvarans Bashar Murad svo hann gæti löglega tekið þátt í Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hann hafi ritað undir boðsbréf, sem lagt var inn hjá Útlendingastofnun, til að Bashar fengi framlengingu á vegabréfsáritun til Íslands frá Útlendingastofnun. „Ég er framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar og Bashar er þar keppandi. Nauðsynlegt er að hann fái vegabréfsáritun hingað til lands til að hann geti tekið þátt í keppninni. Ef hann sigrar keppnina mun hann væntanlega taka þátt í Eurovision í Malmö um miðjan maí og þarf áritun hans að gilda fram yfir þann tíma vegna undirbúningsvinnu,“ skrifar Rúnar Freyr í bréfinu. Ljósmynd af síðustu blaðsíðu umsóknarinnar birtist á mbl.is þar sem greinilega má sjá undirritun Rúnars Freys og að bréfið hafi verið undirritað 15. febrúar síðastliðinn í Reykjavík. Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að myndin af gagninu sem birtist á mbl.is sé ekki frá Útlendingastofnun komin. „Hún er af öðru gagni en því sem lagt var fram hjá stofnuninni. Myndin sýnir frumrit umsóknarinnar og virðist það heftað eða fest með öðrum hætti við aðrar blaðsíður eyðublaðsins. Útlendingastofnun barst hins vegar ekki frumrit umsóknarinnar heldur aðeins óheftað afrit.“
Eurovision Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. 4. mars 2024 12:17 Spenna vegna talna og dómarar fylgjandi sniðgöngu Spennan er mikil meðal fjölmargra landsmanna að sjá kosningatölurnar úr Söngvakeppni Ríkisútvarpsins frá því á laugardagskvöld. Fullyrt er að galli í kosningakerfinu hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu keppninnar. Fulltrúar í dómnefnd RÚV eru meðal þeirra sem vilja sniðganga keppnina. 4. mars 2024 10:45 Bubbi óttast púðurtunnu rasismans Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. 4. mars 2024 09:07 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
„Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. 4. mars 2024 12:17
Spenna vegna talna og dómarar fylgjandi sniðgöngu Spennan er mikil meðal fjölmargra landsmanna að sjá kosningatölurnar úr Söngvakeppni Ríkisútvarpsins frá því á laugardagskvöld. Fullyrt er að galli í kosningakerfinu hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu keppninnar. Fulltrúar í dómnefnd RÚV eru meðal þeirra sem vilja sniðganga keppnina. 4. mars 2024 10:45
Bubbi óttast púðurtunnu rasismans Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. 4. mars 2024 09:07