Vill strangara eftirlit með úkraínsku kjöti vegna sýklalyfjaónæmra baktería Bráðabirgðaákvæði sem heimilar tollfrjálsan innflutning vara frá Úkraínu rennur út í lok morgundagsins. Læknir segir að þó innflutningurinn hafi mikil áhrif á íslenskan markað megi ekki gleyma lýðheilsusjónarmiðum. Bakteríur, sem meðal annars eru ónæmar fyrir sýklalyfjum og hafa hingað til verið óþekktar hér á landi, finnist í miklu magni í úkraínsku kjöti. 30.5.2023 11:25
Glamúr á Cannes en jarðbundnari týpur fyrir aftan bíótjaldið Íslenska stuttmyndin Fár var í hópi þeirra sem var valin til að sýna í aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Hún fékk jafnframt sérstök verðlaun frá dómnefndinni. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar segir það mikla viðurkenningu og erfitt að átta sig á hvernig hann komst á þennan stað. 29.5.2023 21:31
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 segir nýsamþykkt lög um samkynhneigða í Úganda þau hættulegustu í heimi í dag fyrir hinsegin fólk og geri það nánast réttdræpt. Ísland hefur átt þróunarsamstarfi við Úganda í áratugi. 29.5.2023 17:56
Hádegisfréttir Bylgjunnar Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við veitingamann í eyjunni, sem hefur áhyggjur af stöðunni. 29.5.2023 11:41
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dauðir lundar og ritur hafa fundist í hundraðatali í fjörum við Faxaflóa undanfarna daga. Stórfelldur fugladauði þvert á tegundir þykir óvenjulegur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við fuglafræðing, sem segir dauðann mikið áhyggjuefni. 28.5.2023 18:01
Hádegisfréttir Bylgjunnar Öllum starfsmönnum Náttúrufræðistofu Kópavogs var sagt upp störfum í vikunni. Leggja á niður rannsóknarsetur stofnunarinnar. Forstöðumaður óttast að starfsemin verði skötulíki. Við ræðum við forstöðumanninn í hádegisfréttum á Bylgjunni. 28.5.2023 11:45
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjölmargar sundlaugar á landsbyggðinni voru lokaðar í dag vegna verkfalla. Lokað verður fram á þriðjudag, á þessari fyrstu ferðahelgi sumarsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við í ferðalöngum sem komu að lokuðum dyrum sundlaugarinnar í Borgarnesi voru svekktir að missa af sólinni í lauginni. 27.5.2023 18:01
Starfsmenn færðir í hlutastarf eða ráðnir í verkefni vegna skipulagsbreytinga Vegna skipulagsbreytinga hefur öllum þremur starfsmönnum Íslensku óperunnar verið sagt upp störfum en þeir verða ráðnir aftur í hlutastarf eða í ákveðin verkefni. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri segir um afar eðlilegar skipulagsbreytingar að ræða. 27.5.2023 15:51
Ekkert ferðaveður á morgun og hinn Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi fram eftir degi. Veðurfræðingur segir enn eina lægðina á leið til landsins en veður eigi að batna eftir helgi. 27.5.2023 13:29
Segir atlöguna hafa tekið lengri tíma en haldið hefur verið fram Verjandi Shpetims Qerimi, eins sakborninganna í Rauðagerðismálinu svokallaða, segir Armando Beqirai hafa verið myrtan nokkrum mínútum fyrr en haldið hefur verið fram hingað til. Atburðarrásin hafi þá ekki tekið innan við mínútu heldur þrefalt lengri tíma. 24.5.2023 17:31