Ekki hægt að senda lögreglumenn inn í húsið vegna hita Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 11:39 Mikill hiti er enn í húsinu og ekki hægt að senda fólk inn. Vísir/Vilhelm Viðbragðsaðilar munu ekki fara inn í húsnæðið sem brann í Fellsmúla í gærkvöldi á næstu dögum vegna mikils hita sem enn er þar. Erfitt er að segja til út frá hverju kviknaði. Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í því á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikill eldur var í húsinu og mikinn reyk lagði frá því. Lögreglumenn úr tæknideild og rannsóknardeild voru við Fellsmúla í morgun þegar fréttastofu bar þar að garði. „Lögreglan er búin að tryggja húsnæðið, byrgja fyrir húsnæðið og loka því. Eiginleg rannsókn er ekki farin af stað því ástandið á vettvangi er þannig að það er mjög mikill hiti í húsnæðinu og ekki mögulegt að vera þar innandyra og hefja rannsókn,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ljóst að það verður ekki gert í dag, það þarf aðeins að bíða á meðan hitinn er að minnka í húsnæðinu.“ Ómögulegt sé að segja út frá hverju eða hvernig kviknaði í. „Á þessari stundu liggja eldsupptök ekki fyrir en í húsnæðinu voru dekk, hjólbarðar, geymdir og smurverkstæði. Þannig að það hefur brunnið. En við vitum ekkert um eldsupptök á þessari stundu,“ segir Ásmundur. „Það er gríðarlegt tjón þarna á efri hæðinni þar sem verkstæðin voru og við vitum af því að það er vatnstjón á jarðhæð hússins. Vatn hefur farið þar inn þegar slökkvistarf var í gangi.“ Hann segist ekki vita hvenær fyrirtækin á jarðhæð geta hafið starfsemi að nýju. „En ég hef upplýsingar um það að við séum búin að aflétta allri lokun á rýmunum sem eru þarna norðan við rýmin sem brunnu, þar sem hjólbarðaverkstæði N1 er. Eigendurnir hafa tekið við þar.“ Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. 16. febrúar 2024 10:56 Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49 „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Sjá meira
Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í því á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikill eldur var í húsinu og mikinn reyk lagði frá því. Lögreglumenn úr tæknideild og rannsóknardeild voru við Fellsmúla í morgun þegar fréttastofu bar þar að garði. „Lögreglan er búin að tryggja húsnæðið, byrgja fyrir húsnæðið og loka því. Eiginleg rannsókn er ekki farin af stað því ástandið á vettvangi er þannig að það er mjög mikill hiti í húsnæðinu og ekki mögulegt að vera þar innandyra og hefja rannsókn,“ segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ljóst að það verður ekki gert í dag, það þarf aðeins að bíða á meðan hitinn er að minnka í húsnæðinu.“ Ómögulegt sé að segja út frá hverju eða hvernig kviknaði í. „Á þessari stundu liggja eldsupptök ekki fyrir en í húsnæðinu voru dekk, hjólbarðar, geymdir og smurverkstæði. Þannig að það hefur brunnið. En við vitum ekkert um eldsupptök á þessari stundu,“ segir Ásmundur. „Það er gríðarlegt tjón þarna á efri hæðinni þar sem verkstæðin voru og við vitum af því að það er vatnstjón á jarðhæð hússins. Vatn hefur farið þar inn þegar slökkvistarf var í gangi.“ Hann segist ekki vita hvenær fyrirtækin á jarðhæð geta hafið starfsemi að nýju. „En ég hef upplýsingar um það að við séum búin að aflétta allri lokun á rýmunum sem eru þarna norðan við rýmin sem brunnu, þar sem hjólbarðaverkstæði N1 er. Eigendurnir hafa tekið við þar.“
Lögreglumál Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. 16. febrúar 2024 10:56 Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49 „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Sjá meira
Dofin eftir svefnlausa nótt Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. 16. febrúar 2024 10:56
Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49
„Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24