Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Miklar launa­hækkanir hafa haldið inn­lendum hluta verð­bólgunnar „lifandi“

Að undanförnu hefur munurinn á milli innlendrar og innfluttrar vöruverðbólgu farið töluvert vaxandi en þar eru greinileg áhrif mikilla launahækkana sem hafa haldið innlendum hluta verðbólgunnar „lifandi“ og unnið þannig gegn hjöðnun hennar, að sögn varaseðlaseðlabankastjóra peningastefnu. Löskuð kjölfesta verðbólguvæntinga hefur kallað á harðari viðbrögð Seðlabankans en í flestum öðrum iðnríkjum og áhrifin af beitingu peningastefnunnar á verðbólgu taki lengri tíma að koma fram.

Kæmi „veru­lega á ó­vart“ ef fjár­mögnunin hjá Play væri ekki sú síðasta í langan tíma

Play er ekki að fara draga saman seglin frekar en það sem kynnt hefur verið samhliða umbreytingu á viðskiptalíkani félagsins, að sögn forstjórans, sem telur að „mikill“ afkomubati sé í kortunum og það kæmi honum því „verulega á óvart“ ef nýafstaðin fjármögnun væri ekki sú síðasta í langan tíma. Hann viðurkennir að það hefðu verið margir kostir við að afskrá flugfélagið úr Kauphöllinni, eins og meðal annars færri ástæður til að skrifa fréttir um fyrirtækið oft byggðar á „litlum og jafnvel úreltum“ upplýsingum, en hins vegar var skýr krafa meðal lykilfjárfesta að Play yrði áfram á markaði.

„Ei­lítil von­brigði“ að bætt af­koma sé ekki nýtt til að loka fjár­laga­gatinu

Skuldabréfafjárfestar taka fremur vel í fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem sé „skárra“ fyrir verðbréfamarkaðinn en búist var við, þótt sumir hefðu viljað sjá umtalsvert betri afkomu á yfirstandandi ári nýtta til að stefna að afgangi á fjárlögum á árinu 2026. Sjóðstjóri segir markaðsaðila horfa mest til væntrar samsetningar á áformaðri 300 milljarða lántöku en furðar sig á því að horft sé til þess að lengja í endurgreiðsluferlinum með hliðsjón af því að meðallánstími skulda ríkissjóðs sé búinn að rjúka upp að undanförnu.

Af­koman batnar frá fjár­málaáætlun en aðhalds­stigið „því sem næst hlut­laust“

Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg.

Boða laga­breytingu til að heimila SKE að stöðva tíma­fresti við rann­sókn sam­runa

Til stendur að hækka veltumörk tilkynningarskyldra samruna til samræmis við hækkun verðlags á undanförnum árum og jafnframt að gefa Samkeppniseftirlitinu meðal annars heimildir til að stöðva tímafresti í samrunamálum ef fyrirtæki er talið hafa veitt villandi upplýsingar. Lögmaður varar við því að þetta kunni að leiða til þess að málsmeðferðin verði „talsvert lengri“ og valdið mögulegt tjóni fyrir samrunaaðila.

Sjá meira