Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vinna að því að færa átta vélar frá ís­lenska fé­laginu yfir til þess malt­neska

Fulltrúi skuldabréfaeigenda sem lögðu Play til samtals um 2,8 milljarða króna í lok síðasta mánaðar á nú viðræðum við stjórnendur flugfélagsins og flugvélaleigusala þess um að færa átta þotur yfir til maltneska félagsins. Gert er ráð fyrir að sú yfirfærsla klárist í vikunni og er búið að boða til fundar með kröfuhöfum í næstu viku. 

Kæmi ekki á ó­vart ef „illa nýtt“ bræðsla SVN á Seyðis­firði verði lokað

Það ætti ekki að koma á óvart ef frekari brestur verður á uppsjávartegundum að Síldarvinnslan muni grípa til þess ráðs að loka fiskimjölsverksmiðjunni á Seyðisfirði, sem hefur verið illa nýtt, eftir að hafa farið í miklar fjárfestingar í bræðslunni á Neskaupstað, að mati hlutabréfagreinenda. Líklegast er Síldarvinnslan bregðist við hærri veiði- og kolefnisgjöldum með því að leggja skipum og hagræða, enda samkeppnislega erfitt fyrir félagið að leita leiða til sameininga og samvinnu.

Gengis­styrking seinkar mark­miði Controlant um arð­semi fram á næsta ár

Þrátt fyrir nokkurn vöxt í kjarnatekjum og rekstrarbata á fyrri árshelmingi þá er útlit fyrir að heildartekjur Controlant á árinu 2025 verði við neðri mörk útgefinnar afkomuspár, að sögn stjórnenda, og markmið um EBITDA-hagnað náist ekki fyrr en á næsta ári. Það skýrist alfarið af ytri þáttum, einkum gengisstyrkingu gagnvart Bandaríkjadal, en þær umfangsmiklu hagræðingaraðgerðir sem var gripið til í fyrra eru sagðar vera að skila félaginu í átt að sjálfbærum rekstri.

Vara við á­hrifum verð­leiðréttingar á er­lenda fjár­mögnun ís­lenskra fé­laga

Alþjóðlegir eignamarkaðir eru hátt verðlagðir um þessar mundir og því gæti „snörp verðleiðrétting“ haft neikvæð áhrif á bæði aðgengi og kjör íslenskra fyrirtækja þegar kemur að erlendri fjármögnun, að sögn fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þess að vera með sterka erlenda stöðu og öflugan gjaldeyrisforða nú þegar „umtalsverð“ óvissa er í alþjóðamálum.

Brim kaupir allt hluta­fé í Lýsi fyrir þrjá­tíu milljarða króna

Búið er að samþykkja kauptilboð sjávarútvegsfyrirtækisins Brim í alla hluti Lýsi fyrir samtals þrjátíu milljarða króna sé miðað við heildarvirði félagsins. Forstjóri og aðaleigandi Brims sér mikil sóknarfæri í því fyrir fyrirtækið að færa sig lengra í virðiskeðju sjávarafurða.

Heildar­virði Al­vogen metið á tvo milljarða dala við sölu á fé­laginu til Lotus

Alvogen Pharma í Bandaríkjunum, sem er að stórum hluta í eigu fjárfestingafélags Róberts Wessman, hefur verið selt til Lotus í Taívan en heildarvirði samheitalyfjafyrirtækisins í viðskiptunum getur numið um tveimur milljörðum Bandaríkjadala. Þetta er önnur risasala Róberts á félögum í lyfjageiranum þar sem hann fer með ráðandi hlut á fáeinum mánuðum.

Gengi Al­vot­ech rauk upp þegar Deutsche Bank ráð­lagði fjár­festum að kaupa

Hlutabréfaverð Alvotech rauk mest upp um liðlega fimmtán prósent eftir að Deutsche Bank uppfærði mat sitt á félaginu með ráðleggingu til fjárfesta að kaupa en gengishækkunin litaðist meðal annars af því að skortsalar voru að reyna kaupa bréf til að loka stöðum sínum. Greinendur þýska bankans benda á að markaðurinn með líftæknilyfjahliðstæður sé að slíta barnsskónum og telja að Alvotech verði í hópi þeirra félaga sem muni njóta hvað mest ávinnings þegar hann fer að vaxa.

Sjá meira