Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Búast við enn betri rekstrar­af­komu og hækka verðmatið á Amaroq

Amaroq fer inn í nýtt ár í sterkri stöðu eftir að hafa náð markmiðum sínum um gullframleiðslu og birt borniðurstöður í Nanoq-verkefninu sem voru umfram væntingar, að sögn erlendra greinenda, og útlit er fyrir að afkoma félagsins verði betri en áður var spáð. Af þeim sökum hefur verðmat á félaginu verið hækkað um fjórðung.

Ó­vissan „allt­um­lykjandi“ og verð­bólgan gæti teygt sig í fimm pró­sent

Útlit er fyrir mun verri niðurstöðu í verðbólgumælingunni á fyrsta mánuði ársins en áður var spáð, einkum vegna „hrærigrautar“ í boði hins opinbera, og að árstakturinn muni hækka í fimm prósent, að mati hagfræðinga Arion banka. Gangi það eftir er afar ósennilegt að vextir Seðlabankans lækki í næsta mánuði, nema þá mögulega ef tölur af vinnumarkaði gefa til kynna „snöggkólnun“ í hagkerfinu.

Hækka verðmatið á Brim sem er samt tals­vert undir markaðs­gengi

Mikill viðsnúningur í afkomu Brims á þriðja ársfjórðungi í fyrra, einkum vegna frábærrar makrílvertíðar og hækkunar á verði sjávarafurða, hefur leitt til þess að sumir greinendur hafa hækkað verðmat sitt á sjávarútvegsfélaginu enda þótt það sé enn nokkuð undir núverandi markaðsgengi.

„Óttast“ að næsti gluggi fyrir vaxtalækkun verði ekki fyrr en í maí

Verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði hefur hækkað skarpt undanfarnar vikur eftir röð neikvæðra verðbólgutíðinda, sem virðist að mestu „heimasmíðað af hinu opinbera“, og búið er að slá verulega á væntingar um vaxtalækkun á næsta fundi peningastefnunefndar. Sérfræðingur á skuldabréfamarkaði segist „óttast“ að næsti gluggi fyrir lækkun vaxta verði ekki fyrr en í vor.

Vísaði frá máli flug­manna gegn Icelandair vegna starfs­loka­greiðslna

Máli sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna höfðaði gegn Icelandair þar sem deilt var um rétt flugmanna til sérstakra starfslokagreiðslna við sextugt hefur verið vísað frá en vegna málsins hafði stéttarfélagið gert hlé á kjaraviðræðum við flugfélagið síðasta haust. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að starfslokaákvæðið, sem flugmenn byggðu kröfur sínar á, teldist ekki hluti af gildandi kjarasamningi og félli ágreiningurinn því utan valdsviðs dómsins.

Sjá meira