Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Dominik Radic skoraði sigurmark Njarðvíkur gegn Fjölni, 1-2, þegar liðin mættust í 17. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. ÍR, sem hefur verið á toppi deildarinnar ásamt Njarðvík nær allt tímabilið, tapaði hins vegar fyrir Þrótti, 3-1. 13.8.2025 21:35
PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Þrátt fyrir að vera 0-2 undir gegn Tottenham þegar fimm mínútur voru til leiksloka vann Paris Saint-Germain Ofurbikar Evrópu í kvöld. PSG jafnaði með tveimur mörkum og hafði svo betur í vítaspyrnukeppni í þessum árlega leik sigurvegara Meistara- og Evrópudeildarinnar. Leikið var á Stadio Friuli, heimavelli Udinese á Ítalíu. 13.8.2025 21:14
Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Eftir þrjú töp í röð vann Selfoss afar mikilvægan sigur á HK, 3-0, á heimavelli í 17. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Jón Daði Böðvarsson setti heldur betur mark sitt á leikinn. 13.8.2025 20:06
Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Dregið var í 2. umferð enska deildabikarsins í kvöld. Grimsby Town, sem Jason Daði Svanþórsson leikur með, dróst gegn Manchester United. 13.8.2025 19:38
Verður elst á Opna bandaríska í næstum hálfa öld Eftir tveggja ára fjarveru frá risamótum snýr bandaríska tenniskonan Venus Williams aftur á Opna bandaríska meistaramótið sem hefst seinna í mánuðinum. 13.8.2025 18:17
KR fær þýskan varnarmann Þýski varnarmaðurinn Michael Akoto er genginn í raðir KR sem er í 10. sæti Bestu deildar karla. 12.8.2025 13:36
Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað David Coote, fyrrverandi dómara í ensku úrvalsdeildinni, í átta vikna bann fyrir ummæli sem hann lét falla um Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóra Liverpool. 12.8.2025 12:19
Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Jess Carter, leikmaður Evrópumeistara Englands í fótbolta, óttaðist að samherji hennar, Lauren James, yrði fyrir barðinu á stjarnfræðilega miklum kynþáttafordómum ef hún hefði verið eini leikmaður enska liðsins sem hefði klikkað á sinni spyrnu í vítakeppninni gegn Svíþjóð á EM. 12.8.2025 12:01
Ronaldo trúlofaður Cristiano Ronaldo, leikja- og markahæsti landsliðsmaður sögunnar, er trúlofaður. Unnusta hans, Georgina Rodríguez, greindi frá þessu á Instagram í gær. 12.8.2025 11:32
Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sérfræðingar Stúkunnar höfðu gaman að látunum á hliðarlínunni í leik FH og ÍA í Bestu deild karla í gær. Ólafur Kristjánsson efast þó um að þau hafi haft mikil áhrif á gang mála inni á vellinum. 12.8.2025 11:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur