Guðrún í Val og fetar í fótspor frænda sinna Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir er gengin í raðir Vals frá Aftureldingu. Hún skrifaði undir þriggja ára samning við Íslands- og bikarmeistarana. 31.10.2022 10:46
Hnignun stórveldis: Leiðin á botninn Það eru tvær mínútur til leiksloka í mikilvægum fallslag ÍA og Leiknis á Akranesi í 22. umferð Bestu deildar karla. Emil Berger tekur hornspyrnu og boltinn fer af Viktori Jónssyni og í mark Skagamanna. Þetta er annað sjálfsmark ÍA í leiknum og reynist sigurmark Leiknis. Skagamenn sitja eftir á botni deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, fimm stigum frá öruggu sæti. Ef eitthvað augnablik var lýsandi fyrir síðustu tvo áratugi hjá ÍA var það þetta. 31.10.2022 10:00
Umfjöllun: ÍBV - FH 28-29 | FH-ingar fyrstir til að fara með stig úr Eyjum FH vann sinn fyrsta leik í Vestmannaeyjum síðan 2018 þegar liðið lagði ÍBV að velli, 28-29, í 7. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar urðu þar með fyrsta liðið á tímabilinu til að fara með stig úr Eyjum. 30.10.2022 15:20
Segir að Valur hafi átt að vinna Ferencváros Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, fannst ekki jafn mikið til sigurs Vals á Ferencváros í Evrópudeildinni koma og öðrum. Að hans sögn áttu Íslandsmeistararnir að vinna leikinn. Stefán Rafn þekkir vel til í Ungverjalandi en hann lék með Pick Szeged á árunum 2017-21. 28.10.2022 14:01
Ummæli Huga um Srdan Stojanovic dæmd dauð og ómerk Ummæli Huga Halldórssonar um körfuboltamanninn Srdan Stojanovic voru dæmd dauð og ómerk í Héraðsdómi Reykjaness. Þá þarf Hugi að greiða Srdan 150 þúsund krónur í miskabætur. 28.10.2022 13:15
Þurfa kraftaverk á stað þar sem þeir hafa ekki unnið í 21 ár ÍA á enn tölfræðilega möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Vonin er samt mjög veik og Skagamenn þurfa auk þess að vinna á stað þangað þeir hafa ekki sótt sigur frá 2001. 28.10.2022 13:01
Gísli markahæstur hjá Magdeburg í Meistaradeild og með lygilega nýtingu Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur heldur betur farið vel af stað með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Hann er markahæsti leikmaður liðsins í keppninni og með frábæra skotnýtingu. 28.10.2022 12:30
Núnez fékk hughreystandi skilaboð frá Suárez eftir rauða spjaldið gegn Palace Darwin Núnez, framherji Liverpool, fékk skilaboð frá landa sínum, Luis Suárez, eftir að hann var rekinn af velli í leik Liverpool og Crystal Palace. 28.10.2022 11:30
Lilja valin í landsliðið í fyrsta sinn Valskonan Lilja Ágústsdóttir hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í handbolta og gæti leikið sína fyrstu A-landsleiki um helgina. 27.10.2022 17:01
Dóttir The Rock þreytti glímufrumraun sína Dóttir Dwayne Johnson, The Rock, hefur fetað í fótspor föður síns og keppa í fjölbragðaglímu. 27.10.2022 15:31
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti