Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. 2.6.2024 22:22
Harmar atvik þar sem konu var sagt að hún væri búin að kjósa Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, harmar atvik þar sem kona í kjördæminu fékk ekki að kjósa í kjördæminu hans, en hún fékk þau svör á kjörstað að hún væri búin að kjósa. Hann segir að ekki sé hægt að rekja það með neinum hætti hvað gerðist. 2.6.2024 21:33
Fínt að það séu ekki bara „kallaforsetar“ Fólki á förnum vegi líst almennt vel á nýkjörinn forseta, og yngri kynslóðin hefur ekki síður sterkar skoðanir á ungangengnum kosningum. Elín Margrét Böðvarsdóttir ræddi við nokkra kjósendur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag. 2.6.2024 20:39
Myndaveisla: Sjómannadagurinn í Reykjavík og Gummi Emil í koddaslag Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land með tilheyrandi herlegheitum. Hafsjór var af skemmtun í Reykjavík, þar sem boðið var upp á skemmtiatriði á tveimur sviðum á Granda. 2.6.2024 18:56
Kosningarnar þær mest spennandi síðan 1980 Kjörsókn hefur hingað til verið mun meiri en í síðustu forsetakosningunum árið 2020. Víða um land er kjörsókn orðin um 10 prósent meiri en fyrir fjórum árum. Prófessor í stjórnmálafræði segir tvær augljósar ástæður fyrir þessu. 1.6.2024 16:38
Veðurspá slæm fyrir vikuna og bændur hvattir til að huga að búfénaði Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir næstu viku, en undir kvöld á mánudag má búast við norðan og norðvestan hvassviðri eða stormi víða um land. Í tilkynningu frá almannavörnum á Norðurlandi vestra eru bændur hvattir til að huga að bústofni sínum og koma honum í skjól. 1.6.2024 16:25
Slasaðist á buggy-bíl í Básum í Goðalandi Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag að beiðni lögreglunnar til að sækja konu sem hafði slasast við akstur buggy-bifreiðar í Básum í Goðalandi. 1.6.2024 16:22
Bláa lónið opnar aftur á morgun Bláa Lónið tekur aftur til starfa á morgun eftir að hafa lokað þegar svæðið var rýmt við upphaf eldgossins sem hófst 29. maí 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjunum. 1.6.2024 14:39
Margir góðir frambjóðendur í boði Kjósendum fannst miserfitt að ákveða hvert atkvæði þeirra ætti að fara. Sumir tóku lokaákvörðun í kjörklefanum en aðrir segja valið hafa verið alveg ákveðið og ákvörðunin ekki erfið. Fréttamenn Stöðvar 2 fóru á stúfana í dag og tóku kjósendur tali. 1.6.2024 14:25
„Væta í minni sveit boðaði heldur betur grósku“ Halla Hrund Logadóttir segir að tilfinningin að mæta á kjörstað sé góð, dagurinn framundan sé spennandi en hún hvetur alla til að nýta sinn kosningarétt í dag. Hún hefur ekki áhyggjur af dvínandi fylgi sínu í skoðanakönnunum, en hún segir að væta hafi boðað grósku í hennar sveit og fer bjartsýn í daginn. 1.6.2024 12:11