Umræða um bókun 35 taki ekki tíma frá öðrum málum Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 15. júní 2025 23:03 Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins og Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Sýn Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi. Alþingi kom saman í dag til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Þingfundir fara afar sjaldan fram á sunnudegi og varð ákvörðun forseta Alþingis þar um þrætuepli meðal þingmanna í dag. Þingfundinum var frestað á sjöunda tímanum í kvöld. Þingfundir á sunnudegi eru afar fátíðir, en fundurinn í dag var sá þriðji á þessari öld. Á dagskrá var frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35 en hún var í raun lítið rædd, mestallur tíminn fór í að ræða fundarstjórn forseta, og var hún rædd í marga klukkutíma. Þar fordæmdi minnihlutinn að þing hafi verið kallað saman á sunnudegi á meðan meirihlutinn sakaði minnihlutann um málþóf varðandi bókun 35. Í klippunni hér að neðan má heyra brot úr nokkrum ræðum: Verið að semja um stór mál Fundur á sunnudegi hvers vegna var þessi fundur mikilvægur á þessum degi? „Já ég held það sé nú kannski mikilvægt að hafa í huga að við erum búin að vera hérna með stutt þing síðastliðna mánuði frá því ný ríkisstjórn tók við, og mörg stór og góð mál hafa farið í gegnum þingið,“ segir Guðmundur Ari. Nú standi lokafasi þingsins yfir og verið sé að semja um stór mál. „Þá er bara mikilvægt að funda vel ef það er umræðuþörf.“ Þingflokksformenn hafi fundað í dag og samtalið færist alltaf nær og nær samkomulagi hvað þinglok varðar. Málið geti alveg beðið Bergþór Ólason segir að eðlilega hafi minnihlutinn gert athugasemd við að þingfundur hefði verið haldinn á sunnudegi, enda sé ekkert neyðarástand uppi. „Þetta mál hefur beðið í rúma þrjá áratugi og það getur alveg beðið aðeins áfram.“ Þá séu samtöl í gangi við aðra þingflokksformenn sem vonandi miði að því jafnt og þétt að þinglok geti náðst með forsvaranlegum hætti. Bókun 35 Alþingi Samfylkingin EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Alþingi kom saman í dag til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Þingfundir fara afar sjaldan fram á sunnudegi og varð ákvörðun forseta Alþingis þar um þrætuepli meðal þingmanna í dag. Þingfundinum var frestað á sjöunda tímanum í kvöld. Þingfundir á sunnudegi eru afar fátíðir, en fundurinn í dag var sá þriðji á þessari öld. Á dagskrá var frumvarp utanríkisráðherra um bókun 35 en hún var í raun lítið rædd, mestallur tíminn fór í að ræða fundarstjórn forseta, og var hún rædd í marga klukkutíma. Þar fordæmdi minnihlutinn að þing hafi verið kallað saman á sunnudegi á meðan meirihlutinn sakaði minnihlutann um málþóf varðandi bókun 35. Í klippunni hér að neðan má heyra brot úr nokkrum ræðum: Verið að semja um stór mál Fundur á sunnudegi hvers vegna var þessi fundur mikilvægur á þessum degi? „Já ég held það sé nú kannski mikilvægt að hafa í huga að við erum búin að vera hérna með stutt þing síðastliðna mánuði frá því ný ríkisstjórn tók við, og mörg stór og góð mál hafa farið í gegnum þingið,“ segir Guðmundur Ari. Nú standi lokafasi þingsins yfir og verið sé að semja um stór mál. „Þá er bara mikilvægt að funda vel ef það er umræðuþörf.“ Þingflokksformenn hafi fundað í dag og samtalið færist alltaf nær og nær samkomulagi hvað þinglok varðar. Málið geti alveg beðið Bergþór Ólason segir að eðlilega hafi minnihlutinn gert athugasemd við að þingfundur hefði verið haldinn á sunnudegi, enda sé ekkert neyðarástand uppi. „Þetta mál hefur beðið í rúma þrjá áratugi og það getur alveg beðið aðeins áfram.“ Þá séu samtöl í gangi við aðra þingflokksformenn sem vonandi miði að því jafnt og þétt að þinglok geti náðst með forsvaranlegum hætti.
Bókun 35 Alþingi Samfylkingin EES-samningurinn Miðflokkurinn Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira