Höfundur Dilberts segir orðspor sitt í rúst Scott Adams, höfundur teiknimyndaseríunnar Dilberts, segir orðspor sitt í rúst og að hann sjái fram á að missa meirihluta tekna sinna í þessari viku eftir að útgefendur hundraða dagblaða ákváðu að hætta að birta seríuna. Ástæðan er rasískur reiðilestur Adams um svart fólk. 26.2.2023 11:16
Á fjórða tug fórst í skipsskaða við Ítalíu Að minnsta kosti þrjátíu og þrír fórust þegar skip með föru- og flóttafólki fórst undan suðausturströnd Ítalíu. Nær öruggt er talið að tala látinna eigi eftir að hækka. 26.2.2023 09:28
Stórbruni í timburhúsahverfi í Suðaustur-Noregi Tugir slökkviliðsmanna börðust við mikinn eld í þremur timburhúsum í bænum Kragerø í suðaustanverðum Noregi í alla nótt. Þeir náðu loks tökum á eldinum nú í morgun og hættan á enn stærri bruna sögð liðin hjá. 26.2.2023 08:33
Andófsfólk sent úr landi og svipt ríkisborgararétti Á þriðja hundrað fangelsaðra stjórnarandstæðinga voru send til Bandaríkjanna frá Níkaragva fyrr í þessum mánuði. Daniel Ortega, forseti, lét jafnframt svipta andófsfólkið ríkisborgararétti. Sérfræðingar telja það brot á alþjóðalögum. 26.2.2023 08:01
Kveikt í rusli fyrir framan hús í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að kveikt hefði verið í ruslið fyrir framan hús í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögreglumenn sem fóru á vettvang náðu að slökkva eldinn en málið er nú í rannsókn. 26.2.2023 07:53
Ekkert samkomulag um Úkraínu á fundi G20-ríkja Fulltrúar Rússlands og Kína komu í veg fyrir að fjármálaráðherrar tuttugu stærstu iðnríkja heims kæmust að sameiginlegri niðurstöðu um átökin í Úkraínu. Fundi þeirra á Indlandi lauk í dag. 25.2.2023 14:56
Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25.2.2023 14:09
Dagblöð úthýsa Dilberti eftir rasískan reiðilestur höfundarins Útgefendur fjölda bandarískra dagblaða ákváðu að hætta að birta teiknimyndaseríuna Dilbert eftir reiðilestur höfundarins um blökkumenn. Hann lýsti blökkumönnum sem „haturshópi“ sem hann vildi ekki hafa neitt með að gera. 25.2.2023 10:32
Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. 25.2.2023 09:09
Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. 25.2.2023 08:18