Maður á níræðisaldri ákærður fyrir að skjóta ungling sem fór húsavillt Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2023 08:35 Andrew Lester (t.h.) er ákærður fyrir að skjóta Ralph Yarl í tvígang á fimmtudagskvöld. Yarl fór húsavillt þegar hann ætlaði að sækja yngri tvíburabræður sína á fimmtudagskvöld. Vísir/AP/samsett Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum hefur ákært 84 ára gamlan hvítan karlmann fyrir að skjóta svartan unglingsdreng sem fór húsavillt þegar hann ætlaði að sækja yngri bræður sína. Drengurinn var meðal annars skotinn í höfuðið en hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Zachary Thompson, saksóknari í Kansas-borg, sagði á fréttamannafundi í gær að kynþáttur mannanna tveggja hefði þýðingu í málinu en að ekkert kæmi fram um það í ákærunni sjálfri. „Ég skil hversu ergjandi þetta hefur verið en ég fullvissa ykkur um að réttarkerfið er að störfum og heldur áfram að starfa,“ sagði Thompson en skotárásin hefur vakið reiði í borginni. Andrew Lester er ákærður fyrir að skjóta Ralph Yarl, sextán ára gamlan pilt, tvisvar þegar Yarl knúði dyra hjá honum í misgáningi á fimmtudagskvöld. Yarl hafði verið falið að sækja yngri tvíburabræður sína en hann fór í ranga götu. Lester er sagður hafa komið til dyra og skotið Yarl í ennið. Hann skaut piltinn svo aftur í hægri framhandlegginn. Í greinargerð lögreglunnar segir að engin orðaskipti hafi átt sér stað áður en Lester hleypti af. Yarl segist hins vegar hafa heyrt Lester kalla á eftir sér þegar hann náði að hlaupa í burtu: „Ekki koma hingað“. Í skýrslutökum hjá lögreglu sagði Lester að hann byggi einn og að hann hefði verið nýfarinn í háttinn þegar dyrabjallan hringdi. Hann sagðist hafa náð í bysssuna sína og farið til dyra. Þar hafi hann séð svartan karlmann toga í skjólhurð og gert ráð fyrir að hann reyndi að brjótast inn. Yarl er lýst sem prýðilegum námsmanni og efnilegum tónlistarmanni í skólahljómsveitum.AP/Ben Crump lögmaður Allt að lífstíðarfangelsi Aldraði maðurinn er ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og glæp með skotvopni. Allt að lífstíðarfangelsi liggur við ákærunni um líkamsárás en þriggja til fimmtán ára fangelsi við vægara brotinu. Lester var ekki ákærður fyrir hatursglæp en saksóknarinn útskýrði það með því að vægari refsing lægi við því en líkamsárás í Missouri. Missouri er eitt um það bil þrjátíu ríkja í Bandaríkjunum þar sem lög leyfa borgurum að drepa í sjálfsvörn. Saksóknarar í Kansas-borg telja að Lester hafi ekki skotið Yarl í sjálfsvörn. Frænka Yarl segir að hann sé nú á góðum batavegi en hann þurfi að komast yfir mikið sálrænt áfall. Aðeins tveimur dögum eftir atburðinn í Kansas-borg skaut húsráðandi tvítuga konu til bana þegar bíl sem hún var farþegi í var ekið upp að röngu húsi í New York-ríki. Hún og vinir hennar voru þá að leita að húsi vinar þeirra. Húsráðandinn skaut tveimur skotum að bílnum þegar honum hafði þegar verið snúið við. Hann er nú ákærður fyrir manndráp. BREAKING: A 65-year-old man has been charged with second-degree murder after police say he shot at a car that had mistakenly turned into his driveway Saturday night.20-year-old Kaylin A. Gillis, from Saratoga County, was killed.FULL DETAILS: https://t.co/GaDLqCIgsD pic.twitter.com/1C0NLLNBAh— Times Union (@timesunion) April 17, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. 17. apríl 2023 15:42 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Zachary Thompson, saksóknari í Kansas-borg, sagði á fréttamannafundi í gær að kynþáttur mannanna tveggja hefði þýðingu í málinu en að ekkert kæmi fram um það í ákærunni sjálfri. „Ég skil hversu ergjandi þetta hefur verið en ég fullvissa ykkur um að réttarkerfið er að störfum og heldur áfram að starfa,“ sagði Thompson en skotárásin hefur vakið reiði í borginni. Andrew Lester er ákærður fyrir að skjóta Ralph Yarl, sextán ára gamlan pilt, tvisvar þegar Yarl knúði dyra hjá honum í misgáningi á fimmtudagskvöld. Yarl hafði verið falið að sækja yngri tvíburabræður sína en hann fór í ranga götu. Lester er sagður hafa komið til dyra og skotið Yarl í ennið. Hann skaut piltinn svo aftur í hægri framhandlegginn. Í greinargerð lögreglunnar segir að engin orðaskipti hafi átt sér stað áður en Lester hleypti af. Yarl segist hins vegar hafa heyrt Lester kalla á eftir sér þegar hann náði að hlaupa í burtu: „Ekki koma hingað“. Í skýrslutökum hjá lögreglu sagði Lester að hann byggi einn og að hann hefði verið nýfarinn í háttinn þegar dyrabjallan hringdi. Hann sagðist hafa náð í bysssuna sína og farið til dyra. Þar hafi hann séð svartan karlmann toga í skjólhurð og gert ráð fyrir að hann reyndi að brjótast inn. Yarl er lýst sem prýðilegum námsmanni og efnilegum tónlistarmanni í skólahljómsveitum.AP/Ben Crump lögmaður Allt að lífstíðarfangelsi Aldraði maðurinn er ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og glæp með skotvopni. Allt að lífstíðarfangelsi liggur við ákærunni um líkamsárás en þriggja til fimmtán ára fangelsi við vægara brotinu. Lester var ekki ákærður fyrir hatursglæp en saksóknarinn útskýrði það með því að vægari refsing lægi við því en líkamsárás í Missouri. Missouri er eitt um það bil þrjátíu ríkja í Bandaríkjunum þar sem lög leyfa borgurum að drepa í sjálfsvörn. Saksóknarar í Kansas-borg telja að Lester hafi ekki skotið Yarl í sjálfsvörn. Frænka Yarl segir að hann sé nú á góðum batavegi en hann þurfi að komast yfir mikið sálrænt áfall. Aðeins tveimur dögum eftir atburðinn í Kansas-borg skaut húsráðandi tvítuga konu til bana þegar bíl sem hún var farþegi í var ekið upp að röngu húsi í New York-ríki. Hún og vinir hennar voru þá að leita að húsi vinar þeirra. Húsráðandinn skaut tveimur skotum að bílnum þegar honum hafði þegar verið snúið við. Hann er nú ákærður fyrir manndráp. BREAKING: A 65-year-old man has been charged with second-degree murder after police say he shot at a car that had mistakenly turned into his driveway Saturday night.20-year-old Kaylin A. Gillis, from Saratoga County, was killed.FULL DETAILS: https://t.co/GaDLqCIgsD pic.twitter.com/1C0NLLNBAh— Times Union (@timesunion) April 17, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. 17. apríl 2023 15:42 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Sjá meira
Unglingur skotinn í höfuðið þegar hann fór húsavillt Lögreglan í Kansas-borg í Missouri í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að kynþáttur svarts unglingsdrengs hafi haft eitthvað með það að gera að húsráðandi skaut hann þegar drengurinn fór húsavillt. Áverkar drengsins eru sagðir lífshættulegir. 17. apríl 2023 15:42