Forseti Suður-Afríku í bobba vegna spillingarásakana Kallað var eftir afsögn Cyrils Ramaphosa, forseta Suður-Afríku, eftir að þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi mögulega framið lögbrot í tengslum við fyrirtæki í eigu hans. Forsetinn hafnar ásökununum. 1.12.2022 15:33
Bensínbílar innan við fimm prósent bíla sem einstaklingar keyptu Hlutfall bensínbíla af þeim bílum sem einstaklingar hafa nýskráð er aðeins 4,66 prósent það sem af er árinu. Hreinir rafbílar eru í rúmum meirihluta og Tesla var mest selda fólksbílategundin í nóvember. 1.12.2022 13:54
Sprengifimt efni sent forsætisráðherra Spánar Innanríkisráðuneyti Spánar upplýsti í dag að sprengifimt efni hefði verið sent til Pedro Sánchez, forsætisráðherra, í síðustu viku. Fréttirnar koma í kjölfar þess að í það minnsta fjögur önnur slík bréf hafa borist stofnunum og fyrirtækjum síðasta sólarhringinn. 1.12.2022 11:53
Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. 1.12.2022 11:02
Hefja viðgerð á landshring Mílu í Djúpá við birtingu Ekki tókst að hefja viðgerð á ljósleiðarastreng í landshring Mílu við Holt á Mýrum á Suðausturlandi í nótt. Strengurinn er slitinn úti í Djúpá en til stendur að hefjast handa við viðgerðina þegar birtir af degi. 1.12.2022 09:41
Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1.12.2022 08:55
Engin hitamet þrátt fyrir hlýjasta nóvember á öldinni Nóvembermánuður var sá hlýjasti í Reykjavík og Akureyri á þessari öld. Á hvorugum staðnum var þó slegið met yfir hlýjasta nóvember frá upphafi mælinga. 1.12.2022 08:30
Umdeildur gervihnöttur orðinn eitt bjartasta fyrirbærið á næturhimninum Nýtt bandarískt fjarskiptagervitungl er nú á meðal björtustu fyrirbæranna þar sem það ferðast um næturhimininn en til stendur að senda fleiri en hundrað slík á loft. Stjörnufræðingar óttast að þau muni spilla fyrir athugunum frá jörðu niðri og menga næturhimininn. 1.12.2022 07:00
Fylgdust með risasvartholi gleypa stjörnu á nýjan hátt Stjörnufræðingar náðu að fylgjast með því þegar risasvarthol í fjarlægri vetrarbraut gleypti stjörnu sem hætti sér of nærri fyrr á þessu ári. Rannsóknirnar mörkuðu tímamót því aldrei áður hefur slíkur atburður sést eins langt í burtu og aldrei í sýnilegu ljósi. 30.11.2022 16:00
Segja bitcoin líkjast fjárhættuspili Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar. 30.11.2022 14:57