Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Verkfall í kvikmynda- og þáttagerð gæti hafist eftir helgi

Um 60.000 félagar í stéttarfélagi kvikmynda- og þáttagerðafólks í Bandaríkjunum gæti hafist á mánudag ef samningar nást ekki við framleiðendur áður. Vinna við kvikmyndir og þætti í Hollywood og víðar myndi að líkindum stöðvast að miklu leyti.

Aðeins fyrirmenni fá aðgang að allra helgasta hluta Davíðs

Framsetning á styttunni af Davíð á heimssýningunni í Dúbaí sem nú stendur yfir hefur vakið þó nokkrar deilur. Almennir gestir geta aðeins barið höfuð styttunnar augum en aðgangur að öðrum hlutum hennar er aðeins fyrir fyrirmenni.

Ljón í vegi raf­væðingar bíla­flota Evrópu og Banda­ríkjanna

Aðeins rúmlega 1.500 hleðslustöðvar eru fyrir rafbíla í New York þrátt fyrir að allir nýir fólksbílar þar eigi að vera vistvænir fyrir árið 2035. Innviðauppbygging hefur ekki haldið í við vaxandi sölu rafbíla í Evrópu og Bandaríkjunum og krefst hún gífurlegrar fjárfestingar á næstu árum.

Líkamshlutarnir af 24 ára gömlum karlmanni

Tvennt hefur verið ákært eftir að lögregla á Grænlandi bar kennsl á líkamshluta sem fundust í sorpbrennslustöð í bænum Ilulissat fyrr í þessum mánuði. Líkamshlutarnir reyndust af 24 ára gömlum grænlenskum karlmanni.

Opið þing­hald í fimmta nauðgunar­máli „með­höndlara“

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að þinghald í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar verði opið. Hann er ákærður fyrir nauðgun en hann var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrr á þessu ári fyrir að nauðga fjórum konum á meðferðarstofu sinni.

Spænskir hægrimenn fýldir yfir gagnrýni á Kólumbus

Kergja ríkir nú á meðal spænskra hægrimanna vegna gagnrýni á nýlendustefnu þeirra og Kristófer Kólumbus. Þeir eru einnig ósáttir við að Bandaríkjaforseti hafi viðurkennt voðaverk gegn frumbyggjum Ameríkanna.

Sameinuðu þjóðirnar skila auðu um kvörtun Thunberg

Nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins segist ekki geta tekið afstöðu til kvörtunar Gretu Thunberg og annarra ungra loftslagsaðgerðasinna sem halda því fram að aðgerðaleysi ríkja heims brjóti á réttindum þeirra. Ungmennin hefðu átt að snúa sér að dómstólum í hverju landi fyrir sig fyrst.

Skörpustu myndirnar af stærstu smástirnum sólkerfisins

Myndir sem stjörnufræðingar hafa náð af 42 stærstu fyrirbærunum í smástirnabeltinu í sólkerfinu okkar eru þær skörpustu til þessa. Þær varpa ljósi á fjölbreytta lögun og efnasamsetningu smástirnanna.

Ræða við borgaryfirvöld um lélegt skyggni

Festi hf. ætlar ekki að kæra ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um að synja fyrirtækinu um leyfi til að rífa skyggni við bensínstöð á Ægisíðu sem er orðið lélegt. Samráð á sér nú stað milli Festar og borgaryfirvalda um framtíð skyggnisins.

Nýi Súpermann er tvíkynhneigður

DC Comics myndasagnarisinn hefur tilkynnt að nýjasta útgáfan af persónu Súpermann verði tvíkynhneigð. Í næsta hefti myndasögunnar verður ofurhetjan ástsæla sýnd í ástarsambandi við karlmann.

Sjá meira