Seinka skoti stærsta geimsjónauka heims Kjartan Kjartansson skrifar 23. nóvember 2021 08:45 Tæknimenn í geimmiðstöð Evrópu í Kourou í Frönsku-Gvæjana taka JWST úr kassanum eftir að honum var siglt þangað í október. ESA/CNES/Arianespace Ákveðið hefur verið að seinka geimskoti James Webb-geimsjónaukans, þess stærsta í sögunni, um nokkra daga eftir uppákomu við undirbúning þess. Honum verður nú skotið á loft í fyrsta lagi tveimur dögum fyrir jól. Til stóð að skjóta James Webb-sjónaukanum (JWST) út í geim með Ariane 5-eldflaug frá evrópsku geimmiðstöðinni í Frönsku-Gvæjana 18. desember. Þegar tæknimenn bjuggu sig undir að festa sjónaukann við nokkurs konar millistykki sem tengir hann við efra þrep eldflaugarinnar losnaði óvænt hosuklemma sem festir sjónaukann við millistykkið. Olli þetta titringi í sjónaukanum, að því er segir í tilkynningu frá evrópsku geimstofnuninni (ESA). Rannsóknarnefnd á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA) fyrirskipaði frekari prófanir til að meta hvort að uppákoman hafi skemmt sjónaukann eða hluta hans. Ætlunin er að ljúka þeim prófunum fyrir lok þessarar viku. Vegna uppákomunnar hefur verið ákveðið að sjónaukanum verði skotið á loft í fyrsta lagi 22. desember. Enginn leið að gera við þegar hann er kominn út í geim JWST verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni en spegill hans er 6,5 metrar að þvermáli. Til samanburðar er spegill Hubble-geimsjónaukans, sem JWST leysir af hólmi, 2,4 metra breiður. Geimskoti hans hefur ítrekað verið frestað, síðast árið 2018 en til stóð að skjóta honum á loft í júní það ár. Ólíkt Hubble, sem er á braut um jörðina, verður JWST komið fyrir í svonefndum Lagrange-punkti 2, um 1,5 milljón kílómetra frá jörðinni í átt frá sólinni. Það er um fjórföld vegalengdin á milli jarðarinns og tunglsins. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftur jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur. Vegna fjarlægðarinnar verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er kominn á sinn stað. Hubble-geimsjónaukinn, sem var skotið á loft árið 1990, reyndist gallaður en þar sem hann var á braut um jörðu gátu geimfarar bandarískrar geimskutlu gert við hann. Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Stefna á að skjóta upp stærsta geimsjónauka heims fyrir jól Geimstofnanir Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada hafa sammælst um að stefna að því að skjóta James Webb-geimsjónaukanum út í geim 18. desember. Hann verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni. 8. september 2021 22:50 Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Til stóð að skjóta James Webb-sjónaukanum (JWST) út í geim með Ariane 5-eldflaug frá evrópsku geimmiðstöðinni í Frönsku-Gvæjana 18. desember. Þegar tæknimenn bjuggu sig undir að festa sjónaukann við nokkurs konar millistykki sem tengir hann við efra þrep eldflaugarinnar losnaði óvænt hosuklemma sem festir sjónaukann við millistykkið. Olli þetta titringi í sjónaukanum, að því er segir í tilkynningu frá evrópsku geimstofnuninni (ESA). Rannsóknarnefnd á vegum bandarísku geimvísindastofnunarinnar (NASA) fyrirskipaði frekari prófanir til að meta hvort að uppákoman hafi skemmt sjónaukann eða hluta hans. Ætlunin er að ljúka þeim prófunum fyrir lok þessarar viku. Vegna uppákomunnar hefur verið ákveðið að sjónaukanum verði skotið á loft í fyrsta lagi 22. desember. Enginn leið að gera við þegar hann er kominn út í geim JWST verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni en spegill hans er 6,5 metrar að þvermáli. Til samanburðar er spegill Hubble-geimsjónaukans, sem JWST leysir af hólmi, 2,4 metra breiður. Geimskoti hans hefur ítrekað verið frestað, síðast árið 2018 en til stóð að skjóta honum á loft í júní það ár. Ólíkt Hubble, sem er á braut um jörðina, verður JWST komið fyrir í svonefndum Lagrange-punkti 2, um 1,5 milljón kílómetra frá jörðinni í átt frá sólinni. Það er um fjórföld vegalengdin á milli jarðarinns og tunglsins. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftur jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Ferðin að Lagrange-punktinum tekur fjórar vikur. Vegna fjarlægðarinnar verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er kominn á sinn stað. Hubble-geimsjónaukinn, sem var skotið á loft árið 1990, reyndist gallaður en þar sem hann var á braut um jörðu gátu geimfarar bandarískrar geimskutlu gert við hann.
Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Stefna á að skjóta upp stærsta geimsjónauka heims fyrir jól Geimstofnanir Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada hafa sammælst um að stefna að því að skjóta James Webb-geimsjónaukanum út í geim 18. desember. Hann verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni. 8. september 2021 22:50 Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Stefna á að skjóta upp stærsta geimsjónauka heims fyrir jól Geimstofnanir Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada hafa sammælst um að stefna að því að skjóta James Webb-geimsjónaukanum út í geim 18. desember. Hann verður stærsti geimsjónaukinn í sögunni. 8. september 2021 22:50
Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður. 12. maí 2021 16:02