Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins 12.10.2021 07:49
Stjórn AGS lýsti yfir stuðningi við Georgievu Kristalina Georgieva getur setið áfram sem framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir að stjórn hans lýsti yfir fullum stuðningi við hana að liknum fundi í gær. Taldi stjórnin ekki fullsannað að Georgieva hefði beitt sér á óeðlilegan hátt í þágu Kína þegar hún starfaði fyrir Alþjóðabankann. 12.10.2021 07:22
AGS útvatnaði varnaðarorð um áhættu vegna loftslagsbreytinga Stjórnendur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lúffuðu fyrir fulltrúum Brasilíu og milduðu orðalag þar sem varað var við áhættu brasilísks efnahagslífs vegna loftslagsbreytinga í árlegri skýrslu. Framkvæmdastjóri sjóðsins á fyrir í vök að verjast vegna ásakana um að hún hafi gengið erinda Kínverja hjá Alþjóðabankanum. 11.10.2021 13:41
Ekki nýtt að ólíkir persónuleikar séu í þingliði Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist sannfærður um að Birgir Þórarinsson geti lagt þingflokki hans lið þrátt fyrir ýmsar umdeildar skoðanir. Birgir hljóti að telja sig geta rúmast innan Sjálfstæðisflokksins í ljósi þess að hann skipti yfir í flokkinn. 11.10.2021 11:58
Navalní fær stöðu hryðjuverkamanns Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa nú skilgreint Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, sem öfga- og hryðjuverkamann. Dómstóll úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr á þessu ári. 11.10.2021 11:22
Áfram í gæsluvarðhaldi og rannsókn langt komin Rannsókn á meintum brotum karlmanns sem lögreglumenn skutu á Egilsstöðum í ágúst er langt á veg komin. Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í síðustu viku. 11.10.2021 10:09
Bannað að fjarlægja verju í miðjum klíðum Ólöglegt er nú að fjarlægja smokk án samþykkis samkvæmt nýjum lögum sem ríkisstjóri Kaliforníu í Bandaríkjunum staðfesti í síðustu viku. Kalifornía varð þá fyrsta ríkið til að banna slíkt hátterni 11.10.2021 09:07
Stjórn AGS ræðir framtíð Georgievu Framtíð Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), er enn óráðin eftir að stjórn sjóðsins tók enga ákvörðun á maraþonfundum um helgina. Stjórnin ætlar að funda aftur vegna ásakana um að Georgieva hafi gengið erinda Kínverja í dag. 11.10.2021 08:40
Rannsaka skyndilegt andlát fulltrúa í nefnd gegn spillingu Úkraínska lögreglan rannsakar nú skyndilegt andlát ungs þingmanns í leigubíl í höfuðborginni Kænugarði í dag. Þingmaðurinn átti sæti í þingnefnd gegn spillingu. 8.10.2021 14:48
Fleiri tugir látnir í sprengjuárás í Afganistan Að minnsta kosti hundrað manns eru látnir eða særðir eftir sprengjuárás við mosku sjíta í norðanverðu Afganistan í dag. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en Ríki íslams hefur staðið fyrir fjölda árása á sjítamúslima sem eru í minnihluta í landinu. 8.10.2021 12:58
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent