Mælt með að nauðgunarmáli gegn Ronaldo verði vísað frá Dómari í Bandaríkjunum mælir með því að einkamál konu gegn Cristiano Ronaldo vegna nauðgunar verði vísað frá dómi. Lögmaður knattspyrnumannsins fagnar tillögunni. 8.10.2021 12:05
Unnusta Khashoggi „harmi lostin“ vegna yfirtöku Sáda á Newcastle Hatice Cengiz, unnusta Jamals Khashoggi, segist harmi lostin vegna yfirtöku Sádi-Araba á enska knattspyrnuliðinu Newcastle. Útsendarar krónprins konungsríkisins myrtu Khashoggi og bútuðu niður lík hans fyrir þremur árum. 8.10.2021 11:30
Kínverskum kolanámumönnum sagt að spýta í lófana Stjórnvöld í Beijing hafa skapað kolanámufyrirtækjum Kína að auka framleiðslu sína til þess að vinna gegn orkuskorti í landinu. Skerða hefur þurft rafmagn til milljóna heimila og fyrirtækja undanfarnar vikur. 8.10.2021 10:49
Google bannar auglýsingar með loftslagsafneitun Tæknirisinn Google hefur ákveðið að banna afneiturum loftslagsvísinda að kaupa auglýsingar í leitarvélinni og á samfélagsmiðlinum Youtube og að hagnast á auglýsingum. Ákvörðunin var tekin vegna óánægju auglýsenda með að auglýsingar þeirra birtust við slíkt efni. 8.10.2021 08:45
Eygja samkomulag til að forðast efnahagslegar hörmungar Demókratar og repúblikanar á Bandaríkjaþingi færðust nær samkomulagi um tímabundna hækkun skuldaþaks ríkissjóðs. Bandaríkin gætu lent í sögulegu greiðsluþroti síðar í þessum mánuði sem er talið myndu hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér verði þakið ekki hækkað. 6.10.2021 23:55
Lét brjótast inn í síma Hayu prinsessu og lögmanna hennar Leiðtogi furstadæmisins Dúbaí lét fylgjast með símum Hayu prinsessu og lögmanna hennar á meðan á forræðisdeilum þeirra stóð fyrir breskum dómstólum. Hann er talinn hafa hindrað framgang réttvísinnar með afskiptunum. 6.10.2021 23:24
Rannsaka mútur og trúnaðarbrest kanslara Austurríkis Saksóknarar í Austurríki rannsaka nú Sebastian Kurz, kanslara Austurríkis, vegna gruns um mútuþægni og trúnaðarbrest. Þeir gerðu húsleit á skrifstofu flokks kanslarans og náinna ráðgjafa hans í dag. 6.10.2021 21:37
Farþegum Icelandair hefur fjölgað um 9% á árinu Icelandair flutti níu prósent fleiri farþega á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Tæplega sextánfalt fleiri farþegar voru í millilandaflugi nú í september en í fyrra. 6.10.2021 19:16
Engin skýr merki um kviku við Keili Nýjustu gervihnattagögn sýna engin skýr merki um að kvika brjóti sér leið til yfirborðs í kringum Keili á Reykjanesi. Ekki er þó talið útilokað að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að gervihnettir greini hana ekki. 6.10.2021 18:42
Olli slysi þegar hann ók á öfugum vegarhelmingi á Reykjanesbraut Karlmaður á sjötugsaldri er í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hann olli árekstri þar sem hann ók á öfugum vegarhelmingi á Reykjanesbraut nú síðdegis. Ökumaður bílsins sem hann ók á slasaðist lítillega, að sögn lögreglu. 6.10.2021 18:23
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent