Leigubílstjóri hylltur sem hetja eftir hryðjuverk í Liverpool Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2021 12:12 Vopnaðir lögreglumenn að störfum þegar nokkrir menn voru handteknir í Liverpool í gærkvöldi. AP/Peter Byrne Breska lögreglan segir að sprenging í leigubíl fyrir utan sjúkrahús í Liverpool í gær hafi verið hryðjuverk. Ekki sé þó ljóst hvað árásarmanninum gekk til. Leigubílstjóri læsti árásarmanninn inn í bílnum og hefur verið hylltur sem hetja. Árásarmaðurinn lést í sprengingunni sem varð fyrir utan kvennasjúkrahúsið í Liverpool skömmu fyrir klukkan 11:00 í gær. Leigubílstjórinn var fluttur slasaður á sjúkrahús en hann er sagður í stöðugu ástandi. Russ Jackson, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar á Norðvestur-Englandi, segir að sprengjan sem sprakk hafi verið heimasmíðuð. Rannsókn beinist nú að því hvernig hún var smíðuð, hvert tilefni árásarinnar var og hvort að árásarmaðurinn hafi átt sér vitorðsmenn. Á minningardegi um breska hermenn Fjórir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga í Kensington-hverfinu í Liverpool í gær. Sprengjan sprakk á minningardegi um fallna breska hermenn og skammt frá athöfn í tilefni hans nærri sjúkrahúsinu. Jackson sagði fjölmiðlum í dag að svo virðist sem að leigubílstjórinn hafi tekið farþegann upp nærri Sefton-garði, almenningsgarði í sunnanverðri borginni. Farþeginn hafi beðið bílstjórann um að aka sér að sjúkrahúsinu. „Þegar leigubíllinn nálgaðist áfangastaðinn við sjúkrahúsið varð sprenging inni í bílnum sem varð fljótt alelda,“ sagði hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hetjulegar gjörðir bílstjórans Joanne Anderson, borgarstjóri Liverpool, segir að David Perry, leigubílstjórinn sem særðist, hafi læst dyrum bílsins svo að árásarmaðurinn kæmist ekki út. „Leigubílstjóranum tókst með sínum hetjulegu gjörðum að afstýra því sem hefði getið orðið algerlega hræðilegar hamfarir á sjúkrahúsinu,“ sagði Anderson við BBC. Fjölmiðlamaðurinn umdeildi Piers Morgan birti mynd af manni sem hann segir vera Perry við hlið myndar af bílnum sem virðis hafa brunnið til kaldra kola. Lýsti Morgan honum sem „algerri hetju“ sem hafi nær örugglega bjargað fjölda mannslífa. This is Liverpool taxi driver David Perry who locked a Remembrance Sunday terrorist in his cab seconds before the bomber detonated an explosive device right outside a maternity hospital. David s actions almost certainly saved many lives. He is an absolute hero. pic.twitter.com/qjHzGMxIUT— Piers Morgan (@piersmorgan) November 15, 2021 England Bretland Tengdar fréttir Grunur um hryðjuverk eftir að leigubíll sprakk í loft upp í Liverpool Þrír hafa verið handteknir á grundvelli bresku hryðjuverkalagana eftir að leigubíll sprakk í loft upp fyrir utan Kvennasjúkrahúsið í Liverpool. 15. nóvember 2021 06:41 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Sjá meira
Árásarmaðurinn lést í sprengingunni sem varð fyrir utan kvennasjúkrahúsið í Liverpool skömmu fyrir klukkan 11:00 í gær. Leigubílstjórinn var fluttur slasaður á sjúkrahús en hann er sagður í stöðugu ástandi. Russ Jackson, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar á Norðvestur-Englandi, segir að sprengjan sem sprakk hafi verið heimasmíðuð. Rannsókn beinist nú að því hvernig hún var smíðuð, hvert tilefni árásarinnar var og hvort að árásarmaðurinn hafi átt sér vitorðsmenn. Á minningardegi um breska hermenn Fjórir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga í Kensington-hverfinu í Liverpool í gær. Sprengjan sprakk á minningardegi um fallna breska hermenn og skammt frá athöfn í tilefni hans nærri sjúkrahúsinu. Jackson sagði fjölmiðlum í dag að svo virðist sem að leigubílstjórinn hafi tekið farþegann upp nærri Sefton-garði, almenningsgarði í sunnanverðri borginni. Farþeginn hafi beðið bílstjórann um að aka sér að sjúkrahúsinu. „Þegar leigubíllinn nálgaðist áfangastaðinn við sjúkrahúsið varð sprenging inni í bílnum sem varð fljótt alelda,“ sagði hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hetjulegar gjörðir bílstjórans Joanne Anderson, borgarstjóri Liverpool, segir að David Perry, leigubílstjórinn sem særðist, hafi læst dyrum bílsins svo að árásarmaðurinn kæmist ekki út. „Leigubílstjóranum tókst með sínum hetjulegu gjörðum að afstýra því sem hefði getið orðið algerlega hræðilegar hamfarir á sjúkrahúsinu,“ sagði Anderson við BBC. Fjölmiðlamaðurinn umdeildi Piers Morgan birti mynd af manni sem hann segir vera Perry við hlið myndar af bílnum sem virðis hafa brunnið til kaldra kola. Lýsti Morgan honum sem „algerri hetju“ sem hafi nær örugglega bjargað fjölda mannslífa. This is Liverpool taxi driver David Perry who locked a Remembrance Sunday terrorist in his cab seconds before the bomber detonated an explosive device right outside a maternity hospital. David s actions almost certainly saved many lives. He is an absolute hero. pic.twitter.com/qjHzGMxIUT— Piers Morgan (@piersmorgan) November 15, 2021
England Bretland Tengdar fréttir Grunur um hryðjuverk eftir að leigubíll sprakk í loft upp í Liverpool Þrír hafa verið handteknir á grundvelli bresku hryðjuverkalagana eftir að leigubíll sprakk í loft upp fyrir utan Kvennasjúkrahúsið í Liverpool. 15. nóvember 2021 06:41 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Fleiri fréttir Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Sjá meira
Grunur um hryðjuverk eftir að leigubíll sprakk í loft upp í Liverpool Þrír hafa verið handteknir á grundvelli bresku hryðjuverkalagana eftir að leigubíll sprakk í loft upp fyrir utan Kvennasjúkrahúsið í Liverpool. 15. nóvember 2021 06:41