Leigubílstjóri hylltur sem hetja eftir hryðjuverk í Liverpool Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2021 12:12 Vopnaðir lögreglumenn að störfum þegar nokkrir menn voru handteknir í Liverpool í gærkvöldi. AP/Peter Byrne Breska lögreglan segir að sprenging í leigubíl fyrir utan sjúkrahús í Liverpool í gær hafi verið hryðjuverk. Ekki sé þó ljóst hvað árásarmanninum gekk til. Leigubílstjóri læsti árásarmanninn inn í bílnum og hefur verið hylltur sem hetja. Árásarmaðurinn lést í sprengingunni sem varð fyrir utan kvennasjúkrahúsið í Liverpool skömmu fyrir klukkan 11:00 í gær. Leigubílstjórinn var fluttur slasaður á sjúkrahús en hann er sagður í stöðugu ástandi. Russ Jackson, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar á Norðvestur-Englandi, segir að sprengjan sem sprakk hafi verið heimasmíðuð. Rannsókn beinist nú að því hvernig hún var smíðuð, hvert tilefni árásarinnar var og hvort að árásarmaðurinn hafi átt sér vitorðsmenn. Á minningardegi um breska hermenn Fjórir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga í Kensington-hverfinu í Liverpool í gær. Sprengjan sprakk á minningardegi um fallna breska hermenn og skammt frá athöfn í tilefni hans nærri sjúkrahúsinu. Jackson sagði fjölmiðlum í dag að svo virðist sem að leigubílstjórinn hafi tekið farþegann upp nærri Sefton-garði, almenningsgarði í sunnanverðri borginni. Farþeginn hafi beðið bílstjórann um að aka sér að sjúkrahúsinu. „Þegar leigubíllinn nálgaðist áfangastaðinn við sjúkrahúsið varð sprenging inni í bílnum sem varð fljótt alelda,“ sagði hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hetjulegar gjörðir bílstjórans Joanne Anderson, borgarstjóri Liverpool, segir að David Perry, leigubílstjórinn sem særðist, hafi læst dyrum bílsins svo að árásarmaðurinn kæmist ekki út. „Leigubílstjóranum tókst með sínum hetjulegu gjörðum að afstýra því sem hefði getið orðið algerlega hræðilegar hamfarir á sjúkrahúsinu,“ sagði Anderson við BBC. Fjölmiðlamaðurinn umdeildi Piers Morgan birti mynd af manni sem hann segir vera Perry við hlið myndar af bílnum sem virðis hafa brunnið til kaldra kola. Lýsti Morgan honum sem „algerri hetju“ sem hafi nær örugglega bjargað fjölda mannslífa. This is Liverpool taxi driver David Perry who locked a Remembrance Sunday terrorist in his cab seconds before the bomber detonated an explosive device right outside a maternity hospital. David s actions almost certainly saved many lives. He is an absolute hero. pic.twitter.com/qjHzGMxIUT— Piers Morgan (@piersmorgan) November 15, 2021 England Bretland Tengdar fréttir Grunur um hryðjuverk eftir að leigubíll sprakk í loft upp í Liverpool Þrír hafa verið handteknir á grundvelli bresku hryðjuverkalagana eftir að leigubíll sprakk í loft upp fyrir utan Kvennasjúkrahúsið í Liverpool. 15. nóvember 2021 06:41 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Árásarmaðurinn lést í sprengingunni sem varð fyrir utan kvennasjúkrahúsið í Liverpool skömmu fyrir klukkan 11:00 í gær. Leigubílstjórinn var fluttur slasaður á sjúkrahús en hann er sagður í stöðugu ástandi. Russ Jackson, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar á Norðvestur-Englandi, segir að sprengjan sem sprakk hafi verið heimasmíðuð. Rannsókn beinist nú að því hvernig hún var smíðuð, hvert tilefni árásarinnar var og hvort að árásarmaðurinn hafi átt sér vitorðsmenn. Á minningardegi um breska hermenn Fjórir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á grundvelli hryðjuverkalaga í Kensington-hverfinu í Liverpool í gær. Sprengjan sprakk á minningardegi um fallna breska hermenn og skammt frá athöfn í tilefni hans nærri sjúkrahúsinu. Jackson sagði fjölmiðlum í dag að svo virðist sem að leigubílstjórinn hafi tekið farþegann upp nærri Sefton-garði, almenningsgarði í sunnanverðri borginni. Farþeginn hafi beðið bílstjórann um að aka sér að sjúkrahúsinu. „Þegar leigubíllinn nálgaðist áfangastaðinn við sjúkrahúsið varð sprenging inni í bílnum sem varð fljótt alelda,“ sagði hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hetjulegar gjörðir bílstjórans Joanne Anderson, borgarstjóri Liverpool, segir að David Perry, leigubílstjórinn sem særðist, hafi læst dyrum bílsins svo að árásarmaðurinn kæmist ekki út. „Leigubílstjóranum tókst með sínum hetjulegu gjörðum að afstýra því sem hefði getið orðið algerlega hræðilegar hamfarir á sjúkrahúsinu,“ sagði Anderson við BBC. Fjölmiðlamaðurinn umdeildi Piers Morgan birti mynd af manni sem hann segir vera Perry við hlið myndar af bílnum sem virðis hafa brunnið til kaldra kola. Lýsti Morgan honum sem „algerri hetju“ sem hafi nær örugglega bjargað fjölda mannslífa. This is Liverpool taxi driver David Perry who locked a Remembrance Sunday terrorist in his cab seconds before the bomber detonated an explosive device right outside a maternity hospital. David s actions almost certainly saved many lives. He is an absolute hero. pic.twitter.com/qjHzGMxIUT— Piers Morgan (@piersmorgan) November 15, 2021
England Bretland Tengdar fréttir Grunur um hryðjuverk eftir að leigubíll sprakk í loft upp í Liverpool Þrír hafa verið handteknir á grundvelli bresku hryðjuverkalagana eftir að leigubíll sprakk í loft upp fyrir utan Kvennasjúkrahúsið í Liverpool. 15. nóvember 2021 06:41 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Grunur um hryðjuverk eftir að leigubíll sprakk í loft upp í Liverpool Þrír hafa verið handteknir á grundvelli bresku hryðjuverkalagana eftir að leigubíll sprakk í loft upp fyrir utan Kvennasjúkrahúsið í Liverpool. 15. nóvember 2021 06:41