Innlent

Vaktin: Við­reisn velur odd­vita

Agnar Már Másson skrifar
Róbert, Aðalsteinn, Signý og Björg sækjast eftir oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík.
Róbert, Aðalsteinn, Signý og Björg sækjast eftir oddvitasæti Viðreisnar í Reykjavík. Kári Einars

Vísir verður í beinni útsendingu frá kosningavöku Viðreisnar í Reykjavík í kvöld þar sem úrslit leiðtogaprófkjörs flokksins verða kynnt. Upp úr klukkan 19 verður tilkynnt hver verður oddviti Viðreisnar í höfuðborginni.

Fjórir bjóða sig fram; Aðalsteinn Leifsson, Björg Magnúsdóttir, Róbert Ragnarsson og Signý Sigurðardóttir. 

Opnað var fyrir kosningu á miðnætti og allir þrjú þúsund flokksmenn á kjörskrá hafa til klukkan 18 í kvöld til að greiða atkvæði. Um þriðjungur þeirra hafði þegar kosið í prófkjörinu fyrir hádegi, samkvæmt gögnum frá kjörstjórn.

Úrslitin verða tilkynnt á Petersen-svíturnni fyrir ofan Gamla bíó í kvöld og verður Vísir í beinni útsendingu frá staðnum.

Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða síðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×