Fundu fyrir að þau væru litli kallinn innan um þau stóru dagana fyrir kjördag Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að flokknum hafi reynst erfitt að keppa við „vellauðuga flokka“ í kosningabaráttunni. Sérstaklega hafi flokksmenn fundið fyrir því að þeir væru „litli kallinn“ innan um þau stóru síðustu dagana fyrir kjördag. 26.9.2021 12:59
Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. 26.9.2021 09:26
Talibanar hengdu upp lík mannræningja til sýnis Yfirvöld talibana í borginni Herat í vestanverðu Afganistan drápu fjóra meinta mannræningja og hengdu lík þeirra upp öðrum til varnaðar í opinberu rými. Fórnarlömb mannránsins eru sögð hafa sloppið ómeidd. 25.9.2021 14:47
Eitthvað borið á erfiðleikum með rafræn ökuskírteini í Reykjavík Borið hefur á einhverjum erfiðleikum með að staðreyna rafræn ökuskírteini kjósenda sem hafa vísað þeim fram á kjörstöðum í Reykjavík í morgun. Oddviti yfirkjörstjórnar segist þó ekki hafa heyrt af neinum verulegum vandkvæðum. 25.9.2021 12:05
Mögulega ekki greiðfært með atkvæði yfir fjallvegi í kvöld Kaldara og lygnara er í veðri víða á landinu í dag en veðurspár gerðu ráð fyrir fyrr í vikunni. Veðrið er því ólíklegt til að hafa áhrif á kjörsókn en gæti sett strik í reikninginn þegar flytja þarf atkvæði yfir fjallvegi í kvöld, að sögn veðurfræðings. 25.9.2021 11:34
Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja. 25.9.2021 08:47
Vöruskortur yfirvofandi hjá Nike og Costco Bandarísku stórfyrirtækin Nike og Costco vara við því að þau standi frammi fyrir vöruskorti og töfum vegna raskana á framleiðslu í verksmiðjum í Asíu. Costco segist ætla að taka upp takmarkanir á hversu mikið af ákveðnum vörum viðskiptavinir geta keypt. 25.9.2021 07:55
Handtekinn á Seltjarnarnesi grunaður um fjölda afbrota Einn þriggja ungra karlmanna sem voru handteknir á Seltjarnarnesi í nótt er grunaður um hótanir, líkamsárás, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar lögreglu í nótt. 25.9.2021 07:24
Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24.9.2021 15:48
Hitnar undir framkvæmdastjóra gjaldeyrissjóðsins Vaxandi þrýstingur er nú á Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vegna ásakana um að hún hafi látið eiga við gögn til þess að fegra viðskiptaumhverfi í Kína. 24.9.2021 13:25
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent