Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fundu fyrir að þau væru litli kallinn innan um þau stóru dagana fyrir kjördag

Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir að flokknum hafi reynst erfitt að keppa við „vellauðuga flokka“ í kosningabaráttunni. Sérstaklega hafi flokksmenn fundið fyrir því að þeir væru „litli kallinn“ innan um þau stóru síðustu dagana fyrir kjördag.

Talibanar hengdu upp lík mannræningja til sýnis

Yfirvöld talibana í borginni Herat í vestanverðu Afganistan drápu fjóra meinta mannræningja og hengdu lík þeirra upp öðrum til varnaðar í opinberu rými. Fórnarlömb mannránsins eru sögð hafa sloppið ómeidd.

Mögu­lega ekki greið­fært með at­kvæði yfir fjall­vegi í kvöld

Kaldara og lygnara er í veðri víða á landinu í dag en veðurspár gerðu ráð fyrir fyrr í vikunni. Veðrið er því ólíklegt til að hafa áhrif á kjörsókn en gæti sett strik í reikninginn þegar flytja þarf atkvæði yfir fjallvegi í kvöld, að sögn veðurfræðings.

Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum

Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja.

Vöruskortur yfirvofandi hjá Nike og Costco

Bandarísku stórfyrirtækin Nike og Costco vara við því að þau standi frammi fyrir vöruskorti og töfum vegna raskana á framleiðslu í verksmiðjum í Asíu. Costco segist ætla að taka upp takmarkanir á hversu mikið af ákveðnum vörum viðskiptavinir geta keypt.

Handtekinn á Seltjarnarnesi grunaður um fjölda afbrota

Einn þriggja ungra karlmanna sem voru handteknir á Seltjarnarnesi í nótt er grunaður um hótanir, líkamsárás, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar lögreglu í nótt.

Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu

Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts.

Sjá meira