Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Norska lögreglan skaut mann til bana

Lögreglumenn skutu mann til bana fyrir utan veitingahús í Sarpsborg í suðaustanverðum Noregi í morgun. Ekki hefur komið fram hver maðurinn var né hvers vegna lögreglan skaut hann.

Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana

Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum.

Telja „blátt“ vetni enn meira mengandi en kol eða gas

Losun gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af vinnslu vetnis úr jarðgasi er enn meiri en ef gasinu eða kolum væri brennt til að framleiða orku. Svonefndu „bláu“ vetni hefur verið hampað sem umhverfisvænu eldsneyti.

Nýjar sóttvarnareglur í gildi

Engin takmörk eru lengur á hámarksfjölda gesta í sundlaugum eftir að nýjar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti. Áfram eru samkomur takmarkaðar við 200 manns en gerð er krafa um grímunotkun þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægðarmörk.

Reyndi að bíta lögreglumenn

Karlmaður sem tilkynnt var um að hefði verið ógnandi í garð ungmenna reyndi að bíta lögreglumenn eftir að hann var handtekinn.

Breivik sækist eftir reynslulausn

Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut.

Apple slakar á klónni gagnvart minni hugbúnaðarfyrirtækjum

Samkomulag sem tæknirisinn Apple hefur gert við hóp hugbúnaðarfyrirtækja gerir þeim síðarnefndu kleift að rukka viðskiptavini snjallforrita þeirra beint í stað þess að nota greiðslukerfi Apple. Málaferli standa nú yfir þar sem Apple er sakað um samkeppnisbrot vegna viðskiptahátta forritaverslunar fyrirtækisins.

Berlusconi aftur lagður inn á sjúkrahús

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var lagður inn á sjúkrahús í Mílanó í gærkvöldi. Hann hefur ítrekað lent inni á sjúkrahúsi frá því að hann smitaðist af kórónuveirunni í september.

Óttast frekari árásir ISIS í Afganistan

Viðbúnaður er hjá bandarísku herliði sem aðstoðar við brottflutning afganskra flóttamanna frá Kabúl vegna möguleikans á fleiri hryðjuverkaárásum. Fleiri en hundrað manns, afganskir borgarar og bandarískir hermenn, féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í gær.

Sjá meira