Mesta kvika frá því að kvikugangurinn myndaðist Kvikusöfnun heldur stöðugt áfram undir Svartsengi og er nú magn kviku það mesta frá því áður en kvikugangur myndaðist 10. nóvember. Haldi kvikusöfnunin áfram án kvikuhlaups eða eldgoss segir Veðurstofan að huga þurfi að fleiri sviðsmyndum um framhaldið. 17.5.2024 18:06
Treysta sér til þess að vernda þjóðkirkjuna Þrátt fyrir að aðeins tveir frambjóðendur í forsetakappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi segðust berum orðum vera félagar í þjóðkirkjunni lýstu þeir sig allir tilbúna til þess að vernda kirkjuna og eiga við hana gott samstarf. 17.5.2024 07:01
Telur ekki óeðlilegt að sýna mótmælendum samstöðu Utanríkisráðherra telur ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum umdeildra laga samstöðu. Hann furðar sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. 17.5.2024 06:01
Kviknaði í bensínbíl í akstri á Dalbraut Eldur kviknaði í fólksbíl á gatnamótum Dalbrautar og Sæbrautar nú í kvöld. Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins fljótt og engum sögum fer af því að ökumann bílsins hafi sakað. 16.5.2024 21:35
„Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16.5.2024 20:52
„Einfari“ ákærður fyrir tilræðið við Fico Karlmaður á áttræðisaldri hefur verið ákærður fyrir að reyna að ráða Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, af dögum. Hann er sagður geta átt yfir sér lífstíðarfangelsi. 16.5.2024 18:00
Base parking gjaldþrota Bílastæðaþjónustan Base Parking á Keflavíkurflugvelli var úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vefsíðu hennar hefur verið lokað, rúmum tveimur vikum eftir að nafni félagsins var breytt í Siglt í strand ehf. Fyrirtækið hefur ítrekað ratað í fréttir vegna óánægju viðskiptavina með þjónustuna. 15.5.2024 14:29
FIFA byrjað að vinda ofan af umbótum eftir spillingarhneykslið Forkólfar alþjóðaknattspyrnunnar eru nú teknir til að vinda ofan af ýmsum umbótum sem áttu að bæta stjórnarhætti í kjölfar umfangsmikil spillingarmáls sem skók hana fyrir áratug. Bandarísk yfirvöld kannast ekki við að hafa lagt blessun sína yfir umbæturnar. 15.5.2024 11:10
Stefna á opnun fyrsta skammtíma raforkumarkaðarins á næsta ári Dótturfélag Landsnets segist stefna að því að setja fyrsta uppboðsmarkaðinn með skammtímasamninga um raforku í byrjun næsta árs. Þegar hefur verið gengið frá samstarfssamningi við evrópska raforkukauphöll í tengslum við verkefnið. 15.5.2024 09:47
Gróðureldar ógna olíuvinnslumiðstöð í Kanada Hundruð íbúum bæjarins Fort McMurray í Alberta í Kanada hefur verið gert að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem ógna bænum. Fort McMurray er meðal annars miðstöð olíuvinnslu á tjörusöndunum í Kanada. 15.5.2024 08:47