Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2025 15:19 Samsett mynd ESO af ferð halastjörnunnar 3I/ATLAS um sólkerfið. Halastjarnan sést sem röð ljósra bletta sem mynda línu um miðja myndina. Myndirnar voru teknar á þrettán mínútna tímabili að nóttu 3. júlí. ESO/O. Hainaut Sjónaukar um alla jörð fylgjast nú grannt með ferð halastjörnu sem á uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins. Halastjarnan er aðeins þriðji slíki gesturinn sem hefur nokkru sinni fundist í sólkerfinu okkar. Stjörnufræðingar uppgötvuðu halastjörnuna 3I/ATLAS á ferð um sólkerfið í síðustu viku. Óvenjuleg breiðbogalöguð sporbraut fyrirbærisins sem er ólík braut allra annarra fyrirbæra í sólkerfinu var vísbending um að halastjarnan væri upprunnin utan sólkerfisins. Skýringarmynd af sporbraut 3I/ATLAS í gegnum sólkerfið. Halastjarnan er upprunnin í öðru sólkerfi.NASA/JPL-Caltech/AP Leið 3I/ATLAS inn í sólkerfið hefur verið löng þrátt fyrir að halastjarnan ferðist á um 59 kílómetra hraða á sekúndu, rúmlega 212.000 kílómetra á klukkustund. Ekki hefur verið hægt að reikna út hvaðan halastjarnan kom upphaflega. „Það tekur þessa hluti milljónir ára að ferðast frá einu sólkerfi til annars þannig að þetta fyrirbæri hefur líklega ferðast um geiminn í hundruð milljónir ára, jafnvel milljarða ára,“ segir Paul Chodas, forstöðumaður stofnunar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem fylgist með fyrirbærum í grennd við jörðina. Sýnileg með sjónaukum í september og aftur í desember Engin hætta stafar af halastjörnunni. Hún kemst næst sólinni seint í október en þá verður hún í um 250 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni á milli sporbrautar hennar og Mars. Halastjarnan ætti að vera sýnileg í sjónaukum frá september þar til hún verður komin of nálægt sólinni og svo aftur í desember, að sögn AP-fréttastofunnar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) náði myndskeiði af 3I/ATLAS 3. júlí, aðeins tveimur dögum eftir að halastjarnan var uppgötvuð. Í grein á vef stöðvarinnar í dag kemur fram að halastjarnan sé nú meira en 600 milljón kílómetrum frá sólinni. Aðeins tvisvar áður hafa stjörnufræðingar fundið fyrirbæri frá öðrum stjörnum í sólkerfinu okkar. Það fyrsta var hnullungurinn sem fékk havaíska nafnið Oumuamua árið 2017. Upphaflega var talið að Oumuamua væri smástirni en síðan hafa vísbendingar komið fram um að það sé halastjarna. Árið 2019 fannst svo halastjarnan 21/Borisov en hún var kennd við áhugastjörnufræðing á Krímskaga, úkraínsku landsvæði sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, sem uppgötvaði hana. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ílangur gestur utan sólkerfisins Smástirni sem kom úr geimnum á milli stjarnanna var ólíkt öllu öðru sem menn hafa fundið í sólkerfinu okkar. 20. nóvember 2017 20:39 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Stjörnufræðingar uppgötvuðu halastjörnuna 3I/ATLAS á ferð um sólkerfið í síðustu viku. Óvenjuleg breiðbogalöguð sporbraut fyrirbærisins sem er ólík braut allra annarra fyrirbæra í sólkerfinu var vísbending um að halastjarnan væri upprunnin utan sólkerfisins. Skýringarmynd af sporbraut 3I/ATLAS í gegnum sólkerfið. Halastjarnan er upprunnin í öðru sólkerfi.NASA/JPL-Caltech/AP Leið 3I/ATLAS inn í sólkerfið hefur verið löng þrátt fyrir að halastjarnan ferðist á um 59 kílómetra hraða á sekúndu, rúmlega 212.000 kílómetra á klukkustund. Ekki hefur verið hægt að reikna út hvaðan halastjarnan kom upphaflega. „Það tekur þessa hluti milljónir ára að ferðast frá einu sólkerfi til annars þannig að þetta fyrirbæri hefur líklega ferðast um geiminn í hundruð milljónir ára, jafnvel milljarða ára,“ segir Paul Chodas, forstöðumaður stofnunar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem fylgist með fyrirbærum í grennd við jörðina. Sýnileg með sjónaukum í september og aftur í desember Engin hætta stafar af halastjörnunni. Hún kemst næst sólinni seint í október en þá verður hún í um 250 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni á milli sporbrautar hennar og Mars. Halastjarnan ætti að vera sýnileg í sjónaukum frá september þar til hún verður komin of nálægt sólinni og svo aftur í desember, að sögn AP-fréttastofunnar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) náði myndskeiði af 3I/ATLAS 3. júlí, aðeins tveimur dögum eftir að halastjarnan var uppgötvuð. Í grein á vef stöðvarinnar í dag kemur fram að halastjarnan sé nú meira en 600 milljón kílómetrum frá sólinni. Aðeins tvisvar áður hafa stjörnufræðingar fundið fyrirbæri frá öðrum stjörnum í sólkerfinu okkar. Það fyrsta var hnullungurinn sem fékk havaíska nafnið Oumuamua árið 2017. Upphaflega var talið að Oumuamua væri smástirni en síðan hafa vísbendingar komið fram um að það sé halastjarna. Árið 2019 fannst svo halastjarnan 21/Borisov en hún var kennd við áhugastjörnufræðing á Krímskaga, úkraínsku landsvæði sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, sem uppgötvaði hana.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ílangur gestur utan sólkerfisins Smástirni sem kom úr geimnum á milli stjarnanna var ólíkt öllu öðru sem menn hafa fundið í sólkerfinu okkar. 20. nóvember 2017 20:39 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Ílangur gestur utan sólkerfisins Smástirni sem kom úr geimnum á milli stjarnanna var ólíkt öllu öðru sem menn hafa fundið í sólkerfinu okkar. 20. nóvember 2017 20:39