Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2025 15:19 Samsett mynd ESO af ferð halastjörnunnar 3I/ATLAS um sólkerfið. Halastjarnan sést sem röð ljósra bletta sem mynda línu um miðja myndina. Myndirnar voru teknar á þrettán mínútna tímabili að nóttu 3. júlí. ESO/O. Hainaut Sjónaukar um alla jörð fylgjast nú grannt með ferð halastjörnu sem á uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins. Halastjarnan er aðeins þriðji slíki gesturinn sem hefur nokkru sinni fundist í sólkerfinu okkar. Stjörnufræðingar uppgötvuðu halastjörnuna 3I/ATLAS á ferð um sólkerfið í síðustu viku. Óvenjuleg breiðbogalöguð sporbraut fyrirbærisins sem er ólík braut allra annarra fyrirbæra í sólkerfinu var vísbending um að halastjarnan væri upprunnin utan sólkerfisins. Skýringarmynd af sporbraut 3I/ATLAS í gegnum sólkerfið. Halastjarnan er upprunnin í öðru sólkerfi.NASA/JPL-Caltech/AP Leið 3I/ATLAS inn í sólkerfið hefur verið löng þrátt fyrir að halastjarnan ferðist á um 59 kílómetra hraða á sekúndu, rúmlega 212.000 kílómetra á klukkustund. Ekki hefur verið hægt að reikna út hvaðan halastjarnan kom upphaflega. „Það tekur þessa hluti milljónir ára að ferðast frá einu sólkerfi til annars þannig að þetta fyrirbæri hefur líklega ferðast um geiminn í hundruð milljónir ára, jafnvel milljarða ára,“ segir Paul Chodas, forstöðumaður stofnunar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem fylgist með fyrirbærum í grennd við jörðina. Sýnileg með sjónaukum í september og aftur í desember Engin hætta stafar af halastjörnunni. Hún kemst næst sólinni seint í október en þá verður hún í um 250 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni á milli sporbrautar hennar og Mars. Halastjarnan ætti að vera sýnileg í sjónaukum frá september þar til hún verður komin of nálægt sólinni og svo aftur í desember, að sögn AP-fréttastofunnar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) náði myndskeiði af 3I/ATLAS 3. júlí, aðeins tveimur dögum eftir að halastjarnan var uppgötvuð. Í grein á vef stöðvarinnar í dag kemur fram að halastjarnan sé nú meira en 600 milljón kílómetrum frá sólinni. Aðeins tvisvar áður hafa stjörnufræðingar fundið fyrirbæri frá öðrum stjörnum í sólkerfinu okkar. Það fyrsta var hnullungurinn sem fékk havaíska nafnið Oumuamua árið 2017. Upphaflega var talið að Oumuamua væri smástirni en síðan hafa vísbendingar komið fram um að það sé halastjarna. Árið 2019 fannst svo halastjarnan 21/Borisov en hún var kennd við áhugastjörnufræðing á Krímskaga, úkraínsku landsvæði sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, sem uppgötvaði hana. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ílangur gestur utan sólkerfisins Smástirni sem kom úr geimnum á milli stjarnanna var ólíkt öllu öðru sem menn hafa fundið í sólkerfinu okkar. 20. nóvember 2017 20:39 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Stjörnufræðingar uppgötvuðu halastjörnuna 3I/ATLAS á ferð um sólkerfið í síðustu viku. Óvenjuleg breiðbogalöguð sporbraut fyrirbærisins sem er ólík braut allra annarra fyrirbæra í sólkerfinu var vísbending um að halastjarnan væri upprunnin utan sólkerfisins. Skýringarmynd af sporbraut 3I/ATLAS í gegnum sólkerfið. Halastjarnan er upprunnin í öðru sólkerfi.NASA/JPL-Caltech/AP Leið 3I/ATLAS inn í sólkerfið hefur verið löng þrátt fyrir að halastjarnan ferðist á um 59 kílómetra hraða á sekúndu, rúmlega 212.000 kílómetra á klukkustund. Ekki hefur verið hægt að reikna út hvaðan halastjarnan kom upphaflega. „Það tekur þessa hluti milljónir ára að ferðast frá einu sólkerfi til annars þannig að þetta fyrirbæri hefur líklega ferðast um geiminn í hundruð milljónir ára, jafnvel milljarða ára,“ segir Paul Chodas, forstöðumaður stofnunar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem fylgist með fyrirbærum í grennd við jörðina. Sýnileg með sjónaukum í september og aftur í desember Engin hætta stafar af halastjörnunni. Hún kemst næst sólinni seint í október en þá verður hún í um 250 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni á milli sporbrautar hennar og Mars. Halastjarnan ætti að vera sýnileg í sjónaukum frá september þar til hún verður komin of nálægt sólinni og svo aftur í desember, að sögn AP-fréttastofunnar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) náði myndskeiði af 3I/ATLAS 3. júlí, aðeins tveimur dögum eftir að halastjarnan var uppgötvuð. Í grein á vef stöðvarinnar í dag kemur fram að halastjarnan sé nú meira en 600 milljón kílómetrum frá sólinni. Aðeins tvisvar áður hafa stjörnufræðingar fundið fyrirbæri frá öðrum stjörnum í sólkerfinu okkar. Það fyrsta var hnullungurinn sem fékk havaíska nafnið Oumuamua árið 2017. Upphaflega var talið að Oumuamua væri smástirni en síðan hafa vísbendingar komið fram um að það sé halastjarna. Árið 2019 fannst svo halastjarnan 21/Borisov en hún var kennd við áhugastjörnufræðing á Krímskaga, úkraínsku landsvæði sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, sem uppgötvaði hana.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ílangur gestur utan sólkerfisins Smástirni sem kom úr geimnum á milli stjarnanna var ólíkt öllu öðru sem menn hafa fundið í sólkerfinu okkar. 20. nóvember 2017 20:39 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Ílangur gestur utan sólkerfisins Smástirni sem kom úr geimnum á milli stjarnanna var ólíkt öllu öðru sem menn hafa fundið í sólkerfinu okkar. 20. nóvember 2017 20:39