Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Al­var­leg van­skil aukast og hryllingur í Úkraínu

Merki eru um að vanskil heimila og fyrirtækja fari vaxandi. Alvarleg vanskil fyrirtækja hafa aukist á þessu ári samkvæmt gögnum frá innheimtufyrirtækinu Motus. Þróunin er möguleg vísbending um að víðtækari fjárhagsvandi sé framundan í efnahagslífinu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Ó­vissa og spenna í Frakk­landi næstu daga

Óvenjuleg staða, þrungin óvissu, er uppi í frönskum stjórnmálum eftir seinni umferð þingkosninga í gær, þar sem undið var ofan af stórsigri Þjóðfylkingarinnar frá því í fyrri umferð en enginn flokkur náði meirihluta. Íslendingur búsettur í París segir næstu daga verða spennandi. 

Akranesbær í sárum eftir gjald­þrot eins stærsta vinnu­staðarins

Stálsmiður hjá Skaganum 3X á Akranesi segir þrot fyrirtækisins hafa legið í loftinu en nú sé óljóst hvað taki við. Yfir hundrað manns urðu atvinnulausir á einu bretti í bænum í dag. Bæjarstjóri segir það mikið áfall að missa svo stóran vinnustað. Við förum upp á Skaga í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Krist­rún og fé­lagar sækja at­kvæði fyrir Verka­manna­flokkinn

Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar.

Sjómenn „arfavitlausir“ og Lilja biður Stefán um frest

Sjómenn sem nú eru sambandslausir út á miðum eftir að RÚV hætti útsendingum gegnum gervihnött um mánaðamótin eru arfavitlausir vegna málsins, að sögn formanns Sjómannasambandsins. Ekkert samráð hafi verið haft við sjómenn. Menningarmálaráðherra hefur óskað eftir því við útvarpsstjóra að útsendingum verði haldið áfram til áramóta.

Við­brögð við sögu­legum tölum í Frakk­landi í beinni

Kjörstöðum í Frakklandi hefur verið lokað og útgönguspár gefnar út strax í kjölfarið. Við förum yfir fyrstu tölur í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 og fáum Torfa Tulinius, prófessor og sérfræðing í málefnum Frakklands, til að greina stöðuna í myndveri í beinni útsendingu.

„Fólk er ein­fald­lega hrætt“

Allt bendir til þess að þingkosningarnar sem nú eru hafnar í Frakklandi verði sögulegar, að sögn fyrrverandi þingmanns sem búsettur er í París. Hún kveðst aldrei hafa upplifað viðlíka spennu og ótta í frönsku samfélagi og nú, þar sem mikilla breytinga sé að vænta fari kosningarnar eins og kannanir bendi til.

Hyggst ekki flýta bílabanni og efa­semdir um nýtt eld­gos

Eldfjallafræðingur telur meiri líkur en minni á að ekki hefjist nýtt gos í Sundhnúksgígaröðinni á næstunni, þó að Veðurstofan mæli hraðara landris. Hægt hafi á flæði inn í dýpri kvikugeymsluna undir Svartsengi upp á síðkastið. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Birta við­kvæmar upp­lýsingar um lög­reglu­menn á netinu

Dæmi eru um að persónuupplýsingar um lögreglumenn séu birtar á netinu í þeim tilgangi að hvetja til eignaspjalla, ögrunar eða ofbeldis. Embætti ríkislögreglustjóra merkir aukna neikvæða þróun í þessum efnum, sem grafi undan trausti milli lögreglu og borgara. Við ræðum við lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.

„Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan fram­bjóðanda

Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað.

Sjá meira