Enginn handtekinn í tengslum við brunann á Stuðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. október 2024 10:57 Eldurinn kom upp í neyðarvistunarálmu Stuðla. Vísir/vilhelm Sautján ára piltur sem sem lést í bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í gær var ekki búinn að vera lengi inni á stofnuninni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið. Starfsmaður sem fluttur var með reykeitrun á bráðamóttöku er ekki í lífshættu. Tilkynnt var um eldsvoða á Stuðlum klukkan 6:40 í gærmorgun. Þær upplýsingar fengust frá lögreglu og slökkviliði að vel hefði gengið að slökkva eldinn og tveir hefðu verið fluttir á slysadeild, vistmaður og starfsmaður. Engar upplýsingar fengust um líðan þeirra. Forsvarsmenn Stuðla og Barna- og fjölskyldustofu, sem rekur meðferðarheimilið, vörðust allra fregna. Rétt fyrir klukkan sex í gær barst svo yfirlýsing frá Stuðlum, þar sem greint var frá því að barn hefði látist í eldsvoðanum. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild segir í samtali við fréttastofu nú í morgun að rannsókn sé í fullum gangi. Hún segist ekki geta svarað neinu um eldsupptök. Er grunur um íkveikju? „Á meðan þetta er enn til skoðunar, og þetta er hrikalega viðkvæmt mál, þá förum við ekki í neinar fabúleringar,“ segir Elín Agnes. Enginn hafi verið handtekinn eða hafi stöðu sakbornings að svo stöddu. Starfsmaðurinn ekki í lífshættu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom eldurinn upp í neyðarvistunarálmu Stuðla. Elín Agnes staðfestir að pilturinn hafi ekki verið búinn að vera lengi á Stuðlum. Starfsmaður sem fluttur var með reykeitrun á bráðamóttöku sé ekki í lífshættu. Ekki sé ljóst hversu mörg vitni hafi verið að atvikinu. „Við verðum að taka með inn í myndina að þarna er verið að fást við hóp ungmenna sem er í áfalli, og starfsmenn líka,“ segir Elín Agnes. Funi Sigurðsson framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu baðst undan viðtali þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Í dag verði reynt að taka utan um starfshópinn og fundið út úr því hvar eigi að hýsa börn. Fram kom í fréttum í gær að gert hafi verið samkomulag við SÁÁ um tímabundin afnot af húsnæði á Vogi til að bregðast við stöðunni sem komin er upp á Stuðlum. Reykjavík Meðferðarheimili Lögreglumál Málefni Stuðla Tengdar fréttir Sautján ára piltur lést í brunanum á Stuðlum Barn lést í bruna sem upp kom á Stuðlum í morgun og starfsmaður slasaðist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla. Lögreglan greindi frá því að hinn látni hefði verið 17 ára piltur. 19. október 2024 17:53 Vistmaður og starfsmaður Stuðla fluttir á bráðamóttöku Tveir sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir bruna á Stuðlum í morgun eru vistmaður og starfsmaður á meðferðarheimilinu. Tæknideild lögreglu rannsakar nú vettvang brunans. Framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla verst allra fregna. 19. október 2024 10:25 Tveir á slysadeild í kjölfar bruna á Stuðlum Tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að byrja reykræstingu. 19. október 2024 07:31 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Tilkynnt var um eldsvoða á Stuðlum klukkan 6:40 í gærmorgun. Þær upplýsingar fengust frá lögreglu og slökkviliði að vel hefði gengið að slökkva eldinn og tveir hefðu verið fluttir á slysadeild, vistmaður og starfsmaður. Engar upplýsingar fengust um líðan þeirra. Forsvarsmenn Stuðla og Barna- og fjölskyldustofu, sem rekur meðferðarheimilið, vörðust allra fregna. Rétt fyrir klukkan sex í gær barst svo yfirlýsing frá Stuðlum, þar sem greint var frá því að barn hefði látist í eldsvoðanum. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild segir í samtali við fréttastofu nú í morgun að rannsókn sé í fullum gangi. Hún segist ekki geta svarað neinu um eldsupptök. Er grunur um íkveikju? „Á meðan þetta er enn til skoðunar, og þetta er hrikalega viðkvæmt mál, þá förum við ekki í neinar fabúleringar,“ segir Elín Agnes. Enginn hafi verið handtekinn eða hafi stöðu sakbornings að svo stöddu. Starfsmaðurinn ekki í lífshættu Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom eldurinn upp í neyðarvistunarálmu Stuðla. Elín Agnes staðfestir að pilturinn hafi ekki verið búinn að vera lengi á Stuðlum. Starfsmaður sem fluttur var með reykeitrun á bráðamóttöku sé ekki í lífshættu. Ekki sé ljóst hversu mörg vitni hafi verið að atvikinu. „Við verðum að taka með inn í myndina að þarna er verið að fást við hóp ungmenna sem er í áfalli, og starfsmenn líka,“ segir Elín Agnes. Funi Sigurðsson framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu baðst undan viðtali þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Í dag verði reynt að taka utan um starfshópinn og fundið út úr því hvar eigi að hýsa börn. Fram kom í fréttum í gær að gert hafi verið samkomulag við SÁÁ um tímabundin afnot af húsnæði á Vogi til að bregðast við stöðunni sem komin er upp á Stuðlum.
Reykjavík Meðferðarheimili Lögreglumál Málefni Stuðla Tengdar fréttir Sautján ára piltur lést í brunanum á Stuðlum Barn lést í bruna sem upp kom á Stuðlum í morgun og starfsmaður slasaðist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla. Lögreglan greindi frá því að hinn látni hefði verið 17 ára piltur. 19. október 2024 17:53 Vistmaður og starfsmaður Stuðla fluttir á bráðamóttöku Tveir sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir bruna á Stuðlum í morgun eru vistmaður og starfsmaður á meðferðarheimilinu. Tæknideild lögreglu rannsakar nú vettvang brunans. Framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla verst allra fregna. 19. október 2024 10:25 Tveir á slysadeild í kjölfar bruna á Stuðlum Tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að byrja reykræstingu. 19. október 2024 07:31 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Sautján ára piltur lést í brunanum á Stuðlum Barn lést í bruna sem upp kom á Stuðlum í morgun og starfsmaður slasaðist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla. Lögreglan greindi frá því að hinn látni hefði verið 17 ára piltur. 19. október 2024 17:53
Vistmaður og starfsmaður Stuðla fluttir á bráðamóttöku Tveir sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir bruna á Stuðlum í morgun eru vistmaður og starfsmaður á meðferðarheimilinu. Tæknideild lögreglu rannsakar nú vettvang brunans. Framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu sem rekur Stuðla verst allra fregna. 19. október 2024 10:25
Tveir á slysadeild í kjölfar bruna á Stuðlum Tveir voru fluttir á slysadeild í kjölfar bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er búið að slökkva eldinn og verið að byrja reykræstingu. 19. október 2024 07:31