Kvöldfréttir Stöðvar 2 Dómsmálaráðherra segist treysta niðurstöðu kærunefndar útlendingamála um ástandið í Venesúela, þrátt fyrir þveröfuga niðurstöðu Bandaríkjamanna í sama málefni fyrir skömmu. Dómsmálaráðherra segir það vera hluta af kerfinu að fólkið snúi til síns heima. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og fáum til okkar stjórnmálafræðing, sérfræðing í málum Venesúela, til að ræða stöðuna í beinni útsendingu. 1.10.2023 18:08
Íslendingur lýsir ástandinu í New York sem súrrealísku Neyðarástandi var lýst yfir í New York-borg og víðar í gær vegna mestu rigninga á svæðinu í sjötíu ár. Íslendingur sem búsettur hefur verið í borginni í áratug segir ástandið súrrealískt. Götur breyttust í straumþungar ár og samgöngur lömuðust. 30.9.2023 20:52
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Hælisleitendur frá Venesúela segja það ekki rétt að ástandið í heimalandinu hafi skánað það mikið að öruggt sé fyrir þá að snúa aftur heim. Þeir eru hræddir og reiðir - og líður eins og Útlendingastofnun sjái þá sem tölur á blaði en ekki manneskjur. Við hittum hælisleitendur á Ásbrú í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 30.9.2023 18:11
Sólargeislinn Amanda í Holtagörðum Amanda Rós Zhang hefur unnið í Bónus í tólf ár og er þekkt fyrir glaðværð og þýtt viðmót á kassanum í Holtagörðum, þar sem hún mætir viðskiptavinum ávallt með sólskinsbros á vör. Við mæltum okkur mót við Amöndu á kassanum í Íslandi í dag í fyrradag. 30.9.2023 11:15
„Þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður“ Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund verður haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins mun koma fram á athöfninni, sem verður engu öðru lík, að sögn sambýlismanns Guðbergs. 29.9.2023 12:00
Engillinn á afgreiðslukassanum „Ég bara varð að gera þetta,“ segir Viktor Ólason, markaðsstjóri úr Hafnarfirði og höfundur minningargreinar, sem vakti mikla athygli í síðustu viku. Þar minntist Viktor brosmilds afgreiðslumanns í Krónunni, Jóhannesar Sævars Ársælssonar, sem hafði mikil áhrif á hann. Við kynntumst þeim Viktori og Jóa heitnum í Íslandi í dag í gær. 29.9.2023 10:31
Ein vinsælasta veggmynd miðborgarinnar horfin Verslunarstjóri við Skólavörðustíg harmar mjög að málað hafi verið yfir eina vinsælustu veggmynd miðborgarinnar, að því er virðist í óleyfi. Vinsældir myndarinnar voru slíkar að oft myndaðist löng biðröð ferðamanna fyrir framan hana. 19.9.2023 20:00
Einn í húsinu sem sprakk og annar fékk plötu inn í stofu Fólk var inni í húsum sem fóru illa í óveðri í gær og í nótt. Íbúi húss sem sprakk í öflugri vindhviðu fékk að gista björgunarmiðstöð í nótt eftir að hafa komist óhultur úr húsinu. 19.9.2023 11:12
„Maður getur rétt ímyndað sér hvernig það er að upplifa þetta aftur“ Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri hjá almannavörnum, telur óhætt að segja að það sé óvenjulegt að það þurfi að rýma hús vegna náttúruvár á Íslandi um miðjan september. Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár. 18.9.2023 23:23
„Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi. 18.9.2023 22:11