Fréttamaður

Kristín Ólafsdóttir

Kristín er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Minnst 35 eru látnir og 57 særðir eftir loftárás rússneska hersins á herstöð Úkraínumanna skammt frá landamærum Póllands. Rússar virðast nú beina sjónum sínum að því að loka fyrir aðstoð NATO-ríkjanna til Úkraínumanna. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Fréttamaður 60 Minutes segir Ísland ekki eina landið sem kom til greina

Ísland var ekki eina landið sem kom til greina sem viðfangsefni Eurovision-umfjöllunar bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes. En það var á endanum næstum óeðlilegur áhugi Íslendinga á keppninni sem leiddi tökuliðið hingað til lands, að sögn fréttamanns.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Pútín Rússlandsforseti sýndi engan vilja til að binda enda á stríðið við Úkraínu að sögn franskra yfirvalda en Pútín átti símafund með Frakklandsforseta og kanslara Þýskalands í dag. Árásir Rússa á nokkrar úkraínskar borgir færðust mjög í aukana í morgun. Við færum ykkur helstu fregnir af stríðinu í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Rússar eru sagðir sækja í sig veðrið í nágrenni Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu. Íslendingur í Kænugarði óttast þó ekki að Rússar séu að undirbúa áhlaup á borgina. Hann segir tilraunir Rússa til að ná úkraínskum borgum á sitt vald hafa misheppnast hrapalega. Næstu tveir dagar komi til með að segja mikið um framhald stríðsins. Við fjöllum um nýjustu vendingar í Úkraínu í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forseti Úkraínu óttast að ásaknir Rússa um að Úkraínumenn séu að koma sér upp efnavopnum sé undanfari þess að þeir beiti slíkum vopnum í Úkraínu. Biden bandaríkjaforseti segir Putin algerlega hafa misreiknað samstöðu Vesturlanda. Rússar sækja vestur á bóginn í innrásinni. Við segjum frá helstu tíðindum stríðsins í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum

Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íbúar í Mariupol í Úkraínu eru að niðurlotum komnir vegna stöðugra loftárása og skorts á öllum helstu lífsnauðsynjum. Á milli loftárása reynir fólk að ná sér í vatn úr brunnum og koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. Engin handbær niðurstaða varð á fundi utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands í dag. Við fjöllum um helstu vendingar innrásar Rússa í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Búa til bensínsprengjur og smyrja brauð

Íslendingur í Kænugarði segir það hafa verið magnað að fylgjast með samstöðu Úkraínumanna á síðustu dögum. Hann heimsótti sjálfboðaliða í borginni í gær sem elda mat ofan úkraínska hermenn í fremstu víglínu.

Á flótta úr borginni þegar her­maður skaut flug­skeyti í veg fyrir bílinn

Íslenskur maður búsettur í Kænugarði segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund að komast loks yfir landamærin til Ungverjalands í gærkvöldi eftir sextíu klukkustunda ferðalag. Fjölskyldan þurfti ítrekað að skipta alveg um stefnu á leið sinni, í eitt skiptið eftir að flugskeyti var skotið í veg fyrir bíl þeirra.

Sjá meira